Leicester er að byrja frábærlega á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni í sögu félagsins en liðið er á toppnum í G-riðli með tíu stig, þremur stigum á undan Porto. FCK er með fimm stig í þriðja sæti.
Leicester er ekki enn þá búið að fá á sig mark í Meistaradeildinni en árangur ensku meistaranna er sögulegur. Aldrei áður hefur lið spilað fyrstu fjóra Meistaradeildarleiki sína í sögu félagsins án þess að fá á sig mark.
4 - Leicester City are the first team in #UCL history to keep a clean sheet in each of their first four games in the competition. Solid.
— OptaJoe (@OptaJoe) November 2, 2016
Nú er Leicester eina liðið í sögunni sem hefur spilað fjóra fyrstu leiki sína í sögu Meistaradeildarinnar án þess að fá á sig svo mikið sem eitt einasta mark.
Ekki var mikið um færi í leiknum í gærkvöldi en Andreas Cornelius, framherji FCK, fékk gott skallafæri á 90. mínútu sem Kasper Schmeichel, markvörður Leicester, varði meistaralega út við stöngina.
Markvörsluna og allt það helsta má sjá í spilaranum hér að ofan.