Obama við kjósendur í Norður-Karólínu: „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:32 Obama á kosningafundinum í gær. vísir/epa Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. Obama hélt ræðu á kosningafundi í Norður-Karólínu í gær. Þar gagnrýndi hann keppinaut Clinton, Donald Trump, harðlega og sagði hann vera mikla ógn við þau borgaralegu réttindi sem almenningur hefur náð að knýja fram síðustu áratugi. „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum og framtíð heimsins er í raun í húfi. Þið hér í Norður-Karólínu verðið að sjá til þess að við munum halda áfram á réttri leið,“ sagði Obama í gær en Norður-Karólína er eitt af lykilríkjunum í kosningunum sem fara fram á þriðjudaginn í næstu viku. Obama sagði að hann sjálfur væri ekki á kjörseðlinum en þó væri þar ýmislegt annað. Fólk væri ekki bara að velja á milli Clinton og Trump. „Sanngirni er á kjörseðlinum, kurteisi er á kjörseðlinum, réttlæti er á kjörseðlinum, framfarir eru á kjörseðlinum og lýðræðið okkar er á kjörseðlinum,“ sagði Obama. Baráttan fyrir Hvíta húsinu harðnar nú með hverjum degi enda mjög stutt í að Bandaríkjamenn gangi að kjörborðinu. Trump var því ekki lengi að svara fyrir sig en hann ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningafundi í Flórída í gær. Trump sagði að Obama ætti heldur að einbeita sér að að því að stjórna landinu heldur en að taka þátt í kosningabaráttu Clinton. Þá sparaði Trump ekki stóru orðin og sagði ljóst að á síðustu dögum hefði Obama orðið sífellt vanstilltari í málflutningi sínum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna hvetur Demókrata af öllum kynþáttum til að fara og kjósa Hillary Clinton í komandi forsetakosningum á þriðjudaginn kemur. Hann segir að framtíð Bandaríkjanna, og alls heimsins í raun, sé í húfi. Obama hélt ræðu á kosningafundi í Norður-Karólínu í gær. Þar gagnrýndi hann keppinaut Clinton, Donald Trump, harðlega og sagði hann vera mikla ógn við þau borgaralegu réttindi sem almenningur hefur náð að knýja fram síðustu áratugi. „Framtíð lýðveldisins hvílir á ykkar herðum og framtíð heimsins er í raun í húfi. Þið hér í Norður-Karólínu verðið að sjá til þess að við munum halda áfram á réttri leið,“ sagði Obama í gær en Norður-Karólína er eitt af lykilríkjunum í kosningunum sem fara fram á þriðjudaginn í næstu viku. Obama sagði að hann sjálfur væri ekki á kjörseðlinum en þó væri þar ýmislegt annað. Fólk væri ekki bara að velja á milli Clinton og Trump. „Sanngirni er á kjörseðlinum, kurteisi er á kjörseðlinum, réttlæti er á kjörseðlinum, framfarir eru á kjörseðlinum og lýðræðið okkar er á kjörseðlinum,“ sagði Obama. Baráttan fyrir Hvíta húsinu harðnar nú með hverjum degi enda mjög stutt í að Bandaríkjamenn gangi að kjörborðinu. Trump var því ekki lengi að svara fyrir sig en hann ávarpaði stuðningsmenn sína á kosningafundi í Flórída í gær. Trump sagði að Obama ætti heldur að einbeita sér að að því að stjórna landinu heldur en að taka þátt í kosningabaráttu Clinton. Þá sparaði Trump ekki stóru orðin og sagði ljóst að á síðustu dögum hefði Obama orðið sífellt vanstilltari í málflutningi sínum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Nærast bæði á óvinsældum hins Á þriðjudaginn í næstu viku lýkur hinni ógnarlöngu kosningabaráttu í Bandaríkjunum þegar loks verður gengið til kosninga. Á lokasprettinum hefur dregið mjög saman með þeim Hillary Clinton og Donald Trump. 3. nóvember 2016 07:00