Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:17 Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í myndveri Stöðvar 2 daginn eftir kjördag, þegar launahækkun þingmanna tók gildi. vísir/anton Úrskurður kjararáðs síðastliðinn laugardag, á kjördag þann 29. október, um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa, það er þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, þýðir kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð upp á 41 prósent vegna þessa tiltekna hóps. Er það vegin meðalhækkun samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins en Vísir óskaði eftir upplýsingum þar að lútandi hjá ráðuneytinu. Þá felur úrskurðurinn jafnframt í sér 0,25 prósent hækkun á launakostnaði ríkisins. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að á seinasta ári hafi launakostnaður ríkisins vegna þjóðkjörinna einstaklinga verið samtals 1 milljarður og 78 milljónir króna. Það samsvaraði um 0,6 prósentum af launakostnaði ríkisins. Fyrstu níu mánuði þessa árs var launakostnaðurinn vegna þessa sama hóps 824,8 milljónir króna.Hér að neðan má sjá súlurit sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það sýnir þær hækkanir sem þingmenn, ráðherrar og forseti Íslands hafa fengið síðastliðið ár.Ekki liggur fyrir hversu há krónutalan verður vegna seinustu þriggja mánaða ársins enda segir úrskurður kjararáðs ekki allt um laun þingmanna og ráðherra en líkt og farið var yfir á Vísi í gær geta launin hækkað umtalsvert vegna ýmissa aukagreiðslna og álags sem þeir eiga rétt á. Hækkunin sem kjararáð ákvað nú á laugardag er sú langmesta af þeim þremur hækkunum sem ráðið hefur úrskurðað um en í rökstuðningi kjararáðs fyrir hækkuninni kom meðal annars fram að afar mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúa séu fjárhagslega sjálfstæðir. Þá er jafnframt litið til þess að kjaradómur hafi metið það sem svo að launin tækju mið af launum héraðsdómara og hæstaréttardómara, það er að þingfararkaup væri það sama laun héraðsdómara og laun ráðherra á pari við laun hæstaréttardómara. Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Úrskurður kjararáðs síðastliðinn laugardag, á kjördag þann 29. október, um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa, það er þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, þýðir kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð upp á 41 prósent vegna þessa tiltekna hóps. Er það vegin meðalhækkun samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins en Vísir óskaði eftir upplýsingum þar að lútandi hjá ráðuneytinu. Þá felur úrskurðurinn jafnframt í sér 0,25 prósent hækkun á launakostnaði ríkisins. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að á seinasta ári hafi launakostnaður ríkisins vegna þjóðkjörinna einstaklinga verið samtals 1 milljarður og 78 milljónir króna. Það samsvaraði um 0,6 prósentum af launakostnaði ríkisins. Fyrstu níu mánuði þessa árs var launakostnaðurinn vegna þessa sama hóps 824,8 milljónir króna.Hér að neðan má sjá súlurit sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það sýnir þær hækkanir sem þingmenn, ráðherrar og forseti Íslands hafa fengið síðastliðið ár.Ekki liggur fyrir hversu há krónutalan verður vegna seinustu þriggja mánaða ársins enda segir úrskurður kjararáðs ekki allt um laun þingmanna og ráðherra en líkt og farið var yfir á Vísi í gær geta launin hækkað umtalsvert vegna ýmissa aukagreiðslna og álags sem þeir eiga rétt á. Hækkunin sem kjararáð ákvað nú á laugardag er sú langmesta af þeim þremur hækkunum sem ráðið hefur úrskurðað um en í rökstuðningi kjararáðs fyrir hækkuninni kom meðal annars fram að afar mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúa séu fjárhagslega sjálfstæðir. Þá er jafnframt litið til þess að kjaradómur hafi metið það sem svo að launin tækju mið af launum héraðsdómara og hæstaréttardómara, það er að þingfararkaup væri það sama laun héraðsdómara og laun ráðherra á pari við laun hæstaréttardómara.
Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00