Ray Allen tilkynnti í dag að hann hefði lagt körfuboltaskóna á hilluna eftir langan og farsælan feril.
Allen, sem er 41 árs, hefur raunar ekki spilað neitt síðustu tvö tímabil en útilokaði þó aldrei endurkomu á völlinn. Nú er ljóst að hann hefur leikið sinn síðasta leik.
Allen er ein besta skytta allra tíma en enginn leikmaður í sögu NBA-deildarinnar hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en hann (2973).
Allen lék með fjórum liðum á 18 ára ferli í NBA. Fyrstu sjö árin í deildinni lék hann með Milwaukee Bucks en árið 2003 var honum skipt til Seattle SuperSonics.
Allen lék í fjögur ár með Seattle. Hann fór svo til Boston Celtics 2007 og hjálpaði liðinu að vinna meistaratitil á sínu fyrsta tímabili hjá því. Árið 2010 fór Boston aftur í lokaúrslit en tapaði fyrir Los Angeles Lakers í oddaleik.
Allen lék með Boston til 2012 þegar hann gekk í raðir Miami Heat. Allen varð meistari með Miami 2013 en hann skoraði fræga þriggja stiga körfu í sjötta leik lokaúrslitanna gegn San Antonio Spurs. Allen jafnaði þá metin og tryggði Miami framlengingu þar sem liðið knúði fram sigur og oddaleik í einvíginu.
Þriggja stiga körfuna frægu má sjá hér að ofan.
Allen skoraði 18,9 stig, tók 4,1 frákast og gaf 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferlinum.
Ein besta skytta sögunnar lætur staðar numið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn



De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn

