Lögreglumenn lýsa vanþóknun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 16:55 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. vísir/daníel Landssamband lögreglumanna lýsir furðu sinni og vanþóknun á úrskurði og vinnubrögðum kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna. Í ályktun sem stjórn sambandsins samþykkti í dag segir að ákvörðunin komi sem blaut tuska í andlit lögreglumanna. „Það er engum blöðum um það að fletta að þeir einstaklingar sem veljast til þessara ábyrgðarmiklu starfa eigi að njóta góðra launakjara. Þegar hins vegar einstaka hækkanir þessa hóps eru allt að 59% hærri en sem nemur grunnlaunum lögreglumanns í fullu starfi er ljóst að eitthvað mikið bjátar á, í skilningi þeirra einstaklinga sem slíkar ákvarðanir taka, á þeim veruleika sem venjulegt launafólk býr við í þessu landi,“ segir í ályktuninni. Sambandið hafi margoft kallað eftir gögnum frá fjármálaráðherra varðandi launakjör lögreglumanna. „LL minnir á þá einföldu staðreynd og vísar í þessu sambandi til ályktunar stjórnarfundar landssambandsins frá 21. mars s.l., að fjármálaráðherra staðfesti það í skriflegu svari við fyrirspurn á hinu háa Alþingi þann 15. mars s.l., að laun lögreglumanna hefðu dregist aftur úr tilteknum hópum opinberra starfsmanna sem nemur a.m.k. um 9% frá því að verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. LL hefur margítrekað kallað eftir þeim gögnum, á umliðnum árum, sem fjármálaráðherra studdist við í svari sínu, en jafnan fengið þau viðbrögð að útilokað hafi verið, illa hægt eða erfitt að reikna út launaþróun lögreglumanna út frá þeim viðmiðunarhópum sem horft skyldi til við afnám verkfallsréttarins.“ Þá segir sambandið að fjármálaráðuneytið hafi neitað að láta hlutlausan aðila á borð við Hagstofu Íslands sjá um slíka útreikninga. „Engin leið hefur verið fyrir LL að fá tekið tillit til þessarar einföldu staðreyndar og laun lögreglumanna leiðrétt í þeim kjaraviðræðum sem átt hafa sér stað á umliðnum árum. Það kemur því eins og blaut tuska í andlit lögreglumanna að í einni hendingu sé, án nokkurra vandkvæða, hægt að leiðrétta og hækka hæstu laun í landinu svo tugum prósenta skiptir,“ segir í ályktun Landssambands lögreglumanna. Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Landssamband lögreglumanna lýsir furðu sinni og vanþóknun á úrskurði og vinnubrögðum kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna. Í ályktun sem stjórn sambandsins samþykkti í dag segir að ákvörðunin komi sem blaut tuska í andlit lögreglumanna. „Það er engum blöðum um það að fletta að þeir einstaklingar sem veljast til þessara ábyrgðarmiklu starfa eigi að njóta góðra launakjara. Þegar hins vegar einstaka hækkanir þessa hóps eru allt að 59% hærri en sem nemur grunnlaunum lögreglumanns í fullu starfi er ljóst að eitthvað mikið bjátar á, í skilningi þeirra einstaklinga sem slíkar ákvarðanir taka, á þeim veruleika sem venjulegt launafólk býr við í þessu landi,“ segir í ályktuninni. Sambandið hafi margoft kallað eftir gögnum frá fjármálaráðherra varðandi launakjör lögreglumanna. „LL minnir á þá einföldu staðreynd og vísar í þessu sambandi til ályktunar stjórnarfundar landssambandsins frá 21. mars s.l., að fjármálaráðherra staðfesti það í skriflegu svari við fyrirspurn á hinu háa Alþingi þann 15. mars s.l., að laun lögreglumanna hefðu dregist aftur úr tilteknum hópum opinberra starfsmanna sem nemur a.m.k. um 9% frá því að verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. LL hefur margítrekað kallað eftir þeim gögnum, á umliðnum árum, sem fjármálaráðherra studdist við í svari sínu, en jafnan fengið þau viðbrögð að útilokað hafi verið, illa hægt eða erfitt að reikna út launaþróun lögreglumanna út frá þeim viðmiðunarhópum sem horft skyldi til við afnám verkfallsréttarins.“ Þá segir sambandið að fjármálaráðuneytið hafi neitað að láta hlutlausan aðila á borð við Hagstofu Íslands sjá um slíka útreikninga. „Engin leið hefur verið fyrir LL að fá tekið tillit til þessarar einföldu staðreyndar og laun lögreglumanna leiðrétt í þeim kjaraviðræðum sem átt hafa sér stað á umliðnum árum. Það kemur því eins og blaut tuska í andlit lögreglumanna að í einni hendingu sé, án nokkurra vandkvæða, hægt að leiðrétta og hækka hæstu laun í landinu svo tugum prósenta skiptir,“ segir í ályktun Landssambands lögreglumanna.
Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26