Borgarstjóri segir ákvörðun kjararáðs ganga fram af réttlætiskenndinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2016 12:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er ekki par hrifinn af launahækkunum kjararáðs. visir/arnþór Borgarstjórinn í Reykjavík segir ákvörðun kjararáðs um hækkun launa þingmanna og ráðherra ganga fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Hann skorar á nýtt þing að breyta þessari ákvörðun en ef það verði ekki gert muni Reykjavíkurborg ekki láta þessar hækkanir ganga yfir sig. Með bréfum til kjararáðs í október fyrir ári báðust bæði forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og forseti Alþingis fyrir hönd þingsins undan því að senda ráðinu greinargerð eða álit á því hver kjör ráðherra og þingmanna ættu að vera. Kjararáð hefði allar forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu síðast í júní og bætist ákvörðun kjararáðs frá því á kjördag ofan á þá hækkun. Samkvæmt henni hækka laun ráðherra og þingmanna frá og með gærdeginum en forseta Íslands frá deginum í dag. Laun forseta verða 2.895.000 á mánuði, forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi 2.021.825 krónur og annarra ráðherra 1.826.273 krónur. Laun þingmanna verða 1.101.194. Laun þingmanna hækka því um rúm 45 prósent með ákvörðun kjararáðs nú, ráðherra um 35 prósent og forseta Íslands um 20 prósent. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar hækkanir ekki geta gengið, en laun hans taka mið af launum forsætisráðherra og laun borgarfulltrúa eru 70 prósent af þingfararlaunum. „Það gengur ekki að topparnir í samfélaginu fái allt aðrar hækkanir en þeir hafa sjálfir lagt línur um í nafni stöðugleika í kjaramálum. Þannig að ég skora á nýtt Alþingi og nýja ríkisstjórn að grípa þarna inn í. Þetta er grafalvarlegt. Í mínum huga er allt samstarf verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kjaramálum í uppnámi ef þetta stendur óbreytt,“ segir Dagur.Hefur áhrif á fleiri sveitarfélög en Reykjavík Önnur sveitarfélög miða laun bæjarfulltrúa einnig við þingfararlaun og eru laun bæjarfulltrúa allt frá 20 til 50 prósentum af þingfararlaunum. Ákvörðun kjararáðs hefur því að óbreyttu áhrif út fyrir Bessastaði, þing og ríkisstjórn. Borgarstjóri segir að borgin muni endurskoða tengingu launa hans og borgarfulltrúa við þingfararlaun og laun forsætisráðherra grípi Alþingi ekki í taumana. „Já, alveg augljóslega. Ég áskil mér allan rétt í til þess að við tökum okkar laun niður einhliða ef Alþingi og ríkisstjórn bregðast ekki við. En ég er ekki viss um að það dugi. Því þótt sveitarstjórnarstigið gæti ábyrgðar þá verða þingið og ríkisstjórnin að grípa þarna inn í. Annars verður enginn friður um næstu skref í kjaramálum, lífeyrismálum og allt tal um stöðugleika komið út í vindinn,“ segir borgarstjóri. Hann átti sig ekki á því hvaða veruleika kjararáð sé að miða með ákvörðun sinni. „Veruleikinn sem ég er að horfa á er að margir hafa lagt mikið á sig til að reyna að ná einhverju heildarsamhengi í kjaramálunum og hvernig kjaraþróunin er. Þetta er þvert á það og það er það sem einfaldlega ekki gengur. Þetta gengur fram af réttlætiskenndinni, þetta gengur fram af af skynseminni og er bein ógn við þá stöðu sem við erum í núna,“ segir Dagur B. Eggertsson. Kjararáð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Borgarstjórinn í Reykjavík segir ákvörðun kjararáðs um hækkun launa þingmanna og ráðherra ganga fram af réttlætiskenndinni og skynseminni og sé bein ógn við þá stöðu sem ríki í samfélaginu. Hann skorar á nýtt þing að breyta þessari ákvörðun en ef það verði ekki gert muni Reykjavíkurborg ekki láta þessar hækkanir ganga yfir sig. Með bréfum til kjararáðs í október fyrir ári báðust bæði forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og forseti Alþingis fyrir hönd þingsins undan því að senda ráðinu greinargerð eða álit á því hver kjör ráðherra og þingmanna ættu að vera. Kjararáð hefði allar forsendur til að taka sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu síðast í júní og bætist ákvörðun kjararáðs frá því á kjördag ofan á þá hækkun. Samkvæmt henni hækka laun ráðherra og þingmanna frá og með gærdeginum en forseta Íslands frá deginum í dag. Laun forseta verða 2.895.000 á mánuði, forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi 2.021.825 krónur og annarra ráðherra 1.826.273 krónur. Laun þingmanna verða 1.101.194. Laun þingmanna hækka því um rúm 45 prósent með ákvörðun kjararáðs nú, ráðherra um 35 prósent og forseta Íslands um 20 prósent. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þessar hækkanir ekki geta gengið, en laun hans taka mið af launum forsætisráðherra og laun borgarfulltrúa eru 70 prósent af þingfararlaunum. „Það gengur ekki að topparnir í samfélaginu fái allt aðrar hækkanir en þeir hafa sjálfir lagt línur um í nafni stöðugleika í kjaramálum. Þannig að ég skora á nýtt Alþingi og nýja ríkisstjórn að grípa þarna inn í. Þetta er grafalvarlegt. Í mínum huga er allt samstarf verkalýðshreyfingar og stjórnvalda í kjaramálum í uppnámi ef þetta stendur óbreytt,“ segir Dagur.Hefur áhrif á fleiri sveitarfélög en Reykjavík Önnur sveitarfélög miða laun bæjarfulltrúa einnig við þingfararlaun og eru laun bæjarfulltrúa allt frá 20 til 50 prósentum af þingfararlaunum. Ákvörðun kjararáðs hefur því að óbreyttu áhrif út fyrir Bessastaði, þing og ríkisstjórn. Borgarstjóri segir að borgin muni endurskoða tengingu launa hans og borgarfulltrúa við þingfararlaun og laun forsætisráðherra grípi Alþingi ekki í taumana. „Já, alveg augljóslega. Ég áskil mér allan rétt í til þess að við tökum okkar laun niður einhliða ef Alþingi og ríkisstjórn bregðast ekki við. En ég er ekki viss um að það dugi. Því þótt sveitarstjórnarstigið gæti ábyrgðar þá verða þingið og ríkisstjórnin að grípa þarna inn í. Annars verður enginn friður um næstu skref í kjaramálum, lífeyrismálum og allt tal um stöðugleika komið út í vindinn,“ segir borgarstjóri. Hann átti sig ekki á því hvaða veruleika kjararáð sé að miða með ákvörðun sinni. „Veruleikinn sem ég er að horfa á er að margir hafa lagt mikið á sig til að reyna að ná einhverju heildarsamhengi í kjaramálunum og hvernig kjaraþróunin er. Þetta er þvert á það og það er það sem einfaldlega ekki gengur. Þetta gengur fram af réttlætiskenndinni, þetta gengur fram af af skynseminni og er bein ógn við þá stöðu sem við erum í núna,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Kjararáð Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira