Orðinn allra karla elstur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 09:45 Rögnvaldur í hríðarhraglanda á nýju Morsárbrúnni á Skeiðarársandi. Hann byrjaði í brúarsmíði hjá Vegagerðinni árið 1964. Mynd/Björgvin Sigurjónsson Fólkið sem kom nálægt framkvæmdum á Skeiðarársandi áður en hringvegurinn var opnaður er allt hætt störfum nema ég sem er orðinn allra karla elstur. Því langaði mig að fara austur og fylgjast með þegar verið var að herða steypuna á nýju Morsárbrúnni,“ segir Rögnvaldur Gunnarsson, sem nýlega lét af embætti sem forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar eftir 22 ár í því starfi. Morsárbrúin stendur við hlið stóru Skeiðarárbrúarinnar sem verður brátt rifin því Skeiðará er horfin úr sínum gamla farvegi. Rögnvaldur var nýorðinn tæknifræðingur hjá Vegagerðinni þegar fyrstu brýrnar á sandinum voru byggðar. Nú var hann nálægt því að enda þann feril á sama stað og hann byrjaði. „Það borgar sig samt ekki að vera of fljótur að þykjast loka einhverjum hring þegar náttúruöflin eru annars vegar, þau eru síbreytileg og fara sínu fram,“ bendir hann á, enda enn að vinna hjá Vegagerðinni. Hann hefur verið tryggur þeirri stofnun. „Ég var í brúarvinnuflokki á vegum Vegagerðarinnar á sumrin frá 1964 til 1968, undir stjórn Eiríks Jónasar Gíslasonar brúarsmiðs. Byrjaði við Steinavötn í Suðursveit, svo fórum við í Öræfin 1965, byggðum þrjár brýr þar. Sumurin 1966 og 1967 brúuðum við Jökulsá á Breiðamerkursandi og Hrútá árið eftir. Þá rákum við líka niður prufustaura á Skeiðarársandi.“ Varstu aldrei í hættu í þessari vinnu? „Ekki töldum við það, strákarnir, jafnvel þótt við sætum á brúarbitum yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi þegar verið var að ganga frá þeim, eða lægjum á strengjum og máluðum upp fyrir okkur. En það fór dálítið af buxum í málningarvinnunni því við renndum okkur niður á rassinum og vorum ekki í neinum hlífðarfötum. En við vorum með öryggisbelti sem við kræktum í strengina þannig að við hefðum ekki hrapað langt þó að okkur fataðist flugið.“ Rögnvaldur lærði tæknifræði í HÍ og fór í framhaldsnám í Noregi. „Ég var ráðinn í brúardeild Vegagerðarinnar þegar ég kom heim árið 1971. Þá voru teiknaðar brýr yfir veturinn og farið út á land á sumrin til að byggja þær. Á þessum tíma voru svo margar óbrúaðar ár í landinu.“ Ekki kveðst Rögnvaldur hafa talið brýrnar sem hann hefur teiknað en getur þó nefnt brýrnar yfir Grímsá á Völlum á Fljótsdalshéraði og Tinnudalsá í Breiðdal. Voru ekki viðbrigði að fara úr gallanum að skrifborðinu? „Jú, jú, en fyrstu árin fékk ég að vera dálítið úti á mörkinni. Þá var Vegagerðin með átta vinnuflokka sem brúardeildin stýrði. Ég var til dæmis meira og minna á Skeiðarársandi þá tvo vetur sem brýrnar yfir Núpsvötn, Gígjukvísl og Skeiðará voru byggðar. Mitt hlutverk var samsetning á stálbitunum og lyfting þeirra upp á stöplana. Vont veður? Ja, það var stundum hvasst við Núpinn!“ Nú er Rögnvaldur ráðgjafi í hálfu starfi. „Ég reyni að svara ef ég er spurður að einhverju sem fólk heldur að ég muni,“ segir hann kankvís. „Vinn bara mánudaga og þriðjudaga og fram að hádegi á miðvikudögum. Konan mín er komin á eftirlaun en ég tek starfslokin í áföngum til að venja hana við að ég sé heima!“ Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Fólkið sem kom nálægt framkvæmdum á Skeiðarársandi áður en hringvegurinn var opnaður er allt hætt störfum nema ég sem er orðinn allra karla elstur. Því langaði mig að fara austur og fylgjast með þegar verið var að herða steypuna á nýju Morsárbrúnni,“ segir Rögnvaldur Gunnarsson, sem nýlega lét af embætti sem forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar eftir 22 ár í því starfi. Morsárbrúin stendur við hlið stóru Skeiðarárbrúarinnar sem verður brátt rifin því Skeiðará er horfin úr sínum gamla farvegi. Rögnvaldur var nýorðinn tæknifræðingur hjá Vegagerðinni þegar fyrstu brýrnar á sandinum voru byggðar. Nú var hann nálægt því að enda þann feril á sama stað og hann byrjaði. „Það borgar sig samt ekki að vera of fljótur að þykjast loka einhverjum hring þegar náttúruöflin eru annars vegar, þau eru síbreytileg og fara sínu fram,“ bendir hann á, enda enn að vinna hjá Vegagerðinni. Hann hefur verið tryggur þeirri stofnun. „Ég var í brúarvinnuflokki á vegum Vegagerðarinnar á sumrin frá 1964 til 1968, undir stjórn Eiríks Jónasar Gíslasonar brúarsmiðs. Byrjaði við Steinavötn í Suðursveit, svo fórum við í Öræfin 1965, byggðum þrjár brýr þar. Sumurin 1966 og 1967 brúuðum við Jökulsá á Breiðamerkursandi og Hrútá árið eftir. Þá rákum við líka niður prufustaura á Skeiðarársandi.“ Varstu aldrei í hættu í þessari vinnu? „Ekki töldum við það, strákarnir, jafnvel þótt við sætum á brúarbitum yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi þegar verið var að ganga frá þeim, eða lægjum á strengjum og máluðum upp fyrir okkur. En það fór dálítið af buxum í málningarvinnunni því við renndum okkur niður á rassinum og vorum ekki í neinum hlífðarfötum. En við vorum með öryggisbelti sem við kræktum í strengina þannig að við hefðum ekki hrapað langt þó að okkur fataðist flugið.“ Rögnvaldur lærði tæknifræði í HÍ og fór í framhaldsnám í Noregi. „Ég var ráðinn í brúardeild Vegagerðarinnar þegar ég kom heim árið 1971. Þá voru teiknaðar brýr yfir veturinn og farið út á land á sumrin til að byggja þær. Á þessum tíma voru svo margar óbrúaðar ár í landinu.“ Ekki kveðst Rögnvaldur hafa talið brýrnar sem hann hefur teiknað en getur þó nefnt brýrnar yfir Grímsá á Völlum á Fljótsdalshéraði og Tinnudalsá í Breiðdal. Voru ekki viðbrigði að fara úr gallanum að skrifborðinu? „Jú, jú, en fyrstu árin fékk ég að vera dálítið úti á mörkinni. Þá var Vegagerðin með átta vinnuflokka sem brúardeildin stýrði. Ég var til dæmis meira og minna á Skeiðarársandi þá tvo vetur sem brýrnar yfir Núpsvötn, Gígjukvísl og Skeiðará voru byggðar. Mitt hlutverk var samsetning á stálbitunum og lyfting þeirra upp á stöplana. Vont veður? Ja, það var stundum hvasst við Núpinn!“ Nú er Rögnvaldur ráðgjafi í hálfu starfi. „Ég reyni að svara ef ég er spurður að einhverju sem fólk heldur að ég muni,“ segir hann kankvís. „Vinn bara mánudaga og þriðjudaga og fram að hádegi á miðvikudögum. Konan mín er komin á eftirlaun en ég tek starfslokin í áföngum til að venja hana við að ég sé heima!“
Lífið Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira