Kanye náði þó að ganga fram af aðdáendum sínum á tónleikum í Kaliforníu á dögunum þegar hann sagði að ef hann hefði kosið hefði Donald Trump fengið atkvæði hans.
„Ég sagði ykkur að ég kaus ekki, er það ekki? Það sem ég sagði ekki – eða kannski sagði ég það – en ef ég hefði kosið, hefði ég kosið Trump,“ sagði West og uppskar heilmikil neikvæð viðbrögð viðstaddra sem púuðu á hann þar sem hann stóð á sviðinu.
"I would've voted for Trump" - @kanyewest pic.twitter.com/XtyUteCgUZ
— albertoreyes (@albertoreyes) November 18, 2016
Því má þó ekki gleyma að Kanye West styrkti framboð Hillary Clinton árið 2015 og þá hefur hann einnig styrkt Demókrataflokkinn í gegnum tíðina.