Israel Martin: Þetta snýst ekki um mig Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 18. nóvember 2016 21:15 Martin þokkalega sáttur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/anton Israel Martin stýrði Tindastóli í fyrsta sinn í um eitt og hálft ár þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 83-91, í kvöld. Martin var að vonum ánægður með sigurinn en gerði lítið úr eigin þætti í honum. „Stjarnan vann fyrstu sex leikina sína og við vissum að þegar lið er á slíku skriði styttist alltaf í tapið,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik. „Þessi sigur snýst ekki um mig. Við unnum ekki því ég tók við í vikunni, heldur vegna þess að leikmennirnir gáfu allt í leikinn. Við trúðum á þetta allan tímann, jafnvel þegar við lentum í smá vandræðum. Strákarnir áttu þetta skilið,“ bætti Spánverjinn við. Stólarnir voru gríðarlega ákveðnir og árásargjarnir í leiknum og keyrðu grimmt á Stjörnuna. Martin sagðist hafa lagt upp með að spila hraðan bolta í leiknum í kvöld. „Við töluðum um að spila hratt og gerðum það. Ég veit að við vorum með 16 tapaða bolta en á móti kemur að við stálum boltanum 13 sinnum. Við gerðum þeim erfitt fyrir í vörninni. Ég hef ekki áhyggjur af sókninni, við erum með nógu góða leikmenn sem finna lausnir. „Við hlupum einföld kerfi í dag og ég lét leikmönnunum það eftir að taka ákvarðanir,“ sagði Martin sem kvaðst ánægður með framlag Bandaríkjamannsins Antonio Hester í leiknum. „Það er of snemmt að tala um hann en ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann kom til landsins fyrir þremur dögum. Hann er að spila hérna í fyrsta skipti og í fyrsta sinn í eitt og hálft ár sem hann spilar sem atvinnumaður. Þetta er ný upplifun fyrir hann en ég er ánægður fyrir hans hönd og liðsins,“ sagði Martin að endingu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 83-91 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnumenn Tindastóll varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna í Domino's deild karla. Lokatölur 83-91, Tindastóli í vil. 18. nóvember 2016 21:00 Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Ekkert var að samstarfi Israel Martin og Jose Costa sem var látinn fara í gær. 15. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira
Israel Martin stýrði Tindastóli í fyrsta sinn í um eitt og hálft ár þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni, 83-91, í kvöld. Martin var að vonum ánægður með sigurinn en gerði lítið úr eigin þætti í honum. „Stjarnan vann fyrstu sex leikina sína og við vissum að þegar lið er á slíku skriði styttist alltaf í tapið,“ sagði Martin í samtali við Vísi eftir leik. „Þessi sigur snýst ekki um mig. Við unnum ekki því ég tók við í vikunni, heldur vegna þess að leikmennirnir gáfu allt í leikinn. Við trúðum á þetta allan tímann, jafnvel þegar við lentum í smá vandræðum. Strákarnir áttu þetta skilið,“ bætti Spánverjinn við. Stólarnir voru gríðarlega ákveðnir og árásargjarnir í leiknum og keyrðu grimmt á Stjörnuna. Martin sagðist hafa lagt upp með að spila hraðan bolta í leiknum í kvöld. „Við töluðum um að spila hratt og gerðum það. Ég veit að við vorum með 16 tapaða bolta en á móti kemur að við stálum boltanum 13 sinnum. Við gerðum þeim erfitt fyrir í vörninni. Ég hef ekki áhyggjur af sókninni, við erum með nógu góða leikmenn sem finna lausnir. „Við hlupum einföld kerfi í dag og ég lét leikmönnunum það eftir að taka ákvarðanir,“ sagði Martin sem kvaðst ánægður með framlag Bandaríkjamannsins Antonio Hester í leiknum. „Það er of snemmt að tala um hann en ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Hann kom til landsins fyrir þremur dögum. Hann er að spila hérna í fyrsta skipti og í fyrsta sinn í eitt og hálft ár sem hann spilar sem atvinnumaður. Þetta er ný upplifun fyrir hann en ég er ánægður fyrir hans hönd og liðsins,“ sagði Martin að endingu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 83-91 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnumenn Tindastóll varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna í Domino's deild karla. Lokatölur 83-91, Tindastóli í vil. 18. nóvember 2016 21:00 Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Ekkert var að samstarfi Israel Martin og Jose Costa sem var látinn fara í gær. 15. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Tindastóll 83-91 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnumenn Tindastóll varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna Stjörnuna í Domino's deild karla. Lokatölur 83-91, Tindastóli í vil. 18. nóvember 2016 21:00
Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51
Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Ekkert var að samstarfi Israel Martin og Jose Costa sem var látinn fara í gær. 15. nóvember 2016 11:15