Umfjöllun: Keflavík - Grindavík 96-102 | Grindavík vann suðurnesjaslaginn Aron Ingi Valtýsson í TM-höllinni skrifar 18. nóvember 2016 22:45 Amin Stevens er bæði stiga- og frákastahæsti leikmaður Domino's deildarinnar. vísir/eyþór Grindavík sá ekki eftir ferðinni til Keflavíkur því liðið keyrði heim með báða punktana. Leikurinn var í járnum allan tímann. Keflavík leiddi með einu stigi eftir fyrstu þrjá leikhlutana. Grindvíkingar náðu undirtökunum undir restina og skiluðu góðum sigri í skemmtilegum leik í kvöld, þar sem vel var tekist á. Ólafur Ólafsson fór fyrir sínu liði í kvöld og var stigahæstur í Grindavíkurliðinu með 25 stig. Keflvíkingar komu stekari inn í fyrsta leikhluta. Þar sem Stevens skoraði 18 stig fyrir heimamenn. Gestirnir komust betur inn í leikinn þegar líða fór á leikhlutann og endaði leikhlutinn 23-22. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og skiptust liðin á að hafa forystu. Grindvíkingar hertu vörnina á Stevens í leikhlutanum og skoraði hann einungis 5 stig. Staðan í hálfleik var 44-43. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleik eins og þann fyrri. Komust í góða forystu en glutruðu henni niður um miðjan leikhlutann. Þegar rúmar 2 mín voru eftir fékk Þorleifur Ólafsson tæknivillu fyrir að öskra á dómara leiksins fyrir að dæma ekki villu. Keflavík leiddi með einu stígi eftir þriðja leikhluta 72-71. Grindavík náði góðum kafla og komust í 10 stiga forystu um miðjan leikhlutann. Þá fóru heimamenn að bíta frá sér og náðu að minnka muninn niður í 4 stig þegar rúmlega 3 mín. voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu að sigla góðum sigri í höfn síðustu mínúturnar og eru komnir á gott ról í deildinni.Af hverju vann Grindavík? Það sem skilaði sigri hjá Grindavík í kvöld var báráttan. Grindvíkingar áttu alla 50/50 bolta á vellinum og voru mun ákveðnari í návígi. Baráttuviljinn skein úr augum gestanna sem gáfu allt í leik kvöldsins. Sóknarfráköstin hjá Grindavík skiptu sköpum í leiknum. Gestirnir tóku 16 sóknarfráköst sem skiluðu þeim 24 “second chance points” eða annað tækifæri á skoti. Stigaskor Grindvíkinga kom úr öllum áttum en fimm leikmenn skoruðu 13 stig eða meira.Bestu menn vallarins Ólafur Ólafsson átti flottan leik hjá gestunum og skoraði 25 stig en hann hitti úr níu af átján skotum sínum, þar af sex af níu inní teig. Stigaskor gestanna dreifðist vel eins og kom fram hér að ofan. Fimm leikmenn skiluðu 13 stigum eða meira. Erfitt er að verjast þegar stigaskor dreifist svona vel hjá liðum og áttu Keflvíkingar í erfiðleikum með gestina. Amin Stevens skoraði 41 stig í kvöld og var óstöðvandi í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Keflavíkur snérist mikið um að koma boltanum á hann undir körfunni.Hvað gekk illa? Amin Stevens fór fyrir liði Keflavíkur og hélt þeim inni leiknum. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að stoppa hann og skiptust þeir Þorsteinn Finnbogason, Ómar Örn Sævarsson og Jens Valgeir Óskarsson á að dekka hann en það hafði lítil áhrif. Hjá heimamönnum var barátta í varnaleiknum ekki til staðar. Gestirnir frá Grindavík rífa niður 16 sóknarfráköst sem skilaði þeim 24 stigum í seinna skoti.Tölfræði sem vakti athygli Amin Stevens var atkvæðamestur hjá Keflavík og skoraði 41 stig úr 26 skotum. Þess má til gamans geta að Flenard Whiitfield hefur skorað flest stig í leik eða 42 stig. Stevens var ekki langt frá því að bæta það. Stevens skilað niður tvem stigum í síðasta leikhluta en hann hefði hæglega geta bætt metið í kvöld.Keflavík-Grindavík 96-102 (23-22, 21-21, 28-28, 24-31)Keflavík: Amin Khalil Stevens 41/13 fráköst, Guðmundur Jónsson 15/6 fráköst, Reggie Dupree 12, Magnús Már Traustason 8, Daði Lár Jónsson 7, Andrés Kristleifsson 5, Davíð Páll Hermannsson 4, Arnór Ingi Ingvason 2, Ágúst Orrason 2, Kristján Örn Rúnarsson 0, Andri Daníelsson 0, Arnór Sveinsson 0.Grindavík: Ólafur Ólafsson 25/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 18/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 15/6 fráköst, Lewis Clinch Jr. 13/9 fráköst/8 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 13, Ómar Örn Sævarsson 8/8 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 6, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Þorbergur Ólafsson 0. Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira
Grindavík sá ekki eftir ferðinni til Keflavíkur því liðið keyrði heim með báða punktana. Leikurinn var í járnum allan tímann. Keflavík leiddi með einu stigi eftir fyrstu þrjá leikhlutana. Grindvíkingar náðu undirtökunum undir restina og skiluðu góðum sigri í skemmtilegum leik í kvöld, þar sem vel var tekist á. Ólafur Ólafsson fór fyrir sínu liði í kvöld og var stigahæstur í Grindavíkurliðinu með 25 stig. Keflvíkingar komu stekari inn í fyrsta leikhluta. Þar sem Stevens skoraði 18 stig fyrir heimamenn. Gestirnir komust betur inn í leikinn þegar líða fór á leikhlutann og endaði leikhlutinn 23-22. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og skiptust liðin á að hafa forystu. Grindvíkingar hertu vörnina á Stevens í leikhlutanum og skoraði hann einungis 5 stig. Staðan í hálfleik var 44-43. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleik eins og þann fyrri. Komust í góða forystu en glutruðu henni niður um miðjan leikhlutann. Þegar rúmar 2 mín voru eftir fékk Þorleifur Ólafsson tæknivillu fyrir að öskra á dómara leiksins fyrir að dæma ekki villu. Keflavík leiddi með einu stígi eftir þriðja leikhluta 72-71. Grindavík náði góðum kafla og komust í 10 stiga forystu um miðjan leikhlutann. Þá fóru heimamenn að bíta frá sér og náðu að minnka muninn niður í 4 stig þegar rúmlega 3 mín. voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu að sigla góðum sigri í höfn síðustu mínúturnar og eru komnir á gott ról í deildinni.Af hverju vann Grindavík? Það sem skilaði sigri hjá Grindavík í kvöld var báráttan. Grindvíkingar áttu alla 50/50 bolta á vellinum og voru mun ákveðnari í návígi. Baráttuviljinn skein úr augum gestanna sem gáfu allt í leik kvöldsins. Sóknarfráköstin hjá Grindavík skiptu sköpum í leiknum. Gestirnir tóku 16 sóknarfráköst sem skiluðu þeim 24 “second chance points” eða annað tækifæri á skoti. Stigaskor Grindvíkinga kom úr öllum áttum en fimm leikmenn skoruðu 13 stig eða meira.Bestu menn vallarins Ólafur Ólafsson átti flottan leik hjá gestunum og skoraði 25 stig en hann hitti úr níu af átján skotum sínum, þar af sex af níu inní teig. Stigaskor gestanna dreifðist vel eins og kom fram hér að ofan. Fimm leikmenn skiluðu 13 stigum eða meira. Erfitt er að verjast þegar stigaskor dreifist svona vel hjá liðum og áttu Keflvíkingar í erfiðleikum með gestina. Amin Stevens skoraði 41 stig í kvöld og var óstöðvandi í fyrri hálfleik. Sóknarleikur Keflavíkur snérist mikið um að koma boltanum á hann undir körfunni.Hvað gekk illa? Amin Stevens fór fyrir liði Keflavíkur og hélt þeim inni leiknum. Gestirnir reyndu hvað þeir gátu til að stoppa hann og skiptust þeir Þorsteinn Finnbogason, Ómar Örn Sævarsson og Jens Valgeir Óskarsson á að dekka hann en það hafði lítil áhrif. Hjá heimamönnum var barátta í varnaleiknum ekki til staðar. Gestirnir frá Grindavík rífa niður 16 sóknarfráköst sem skilaði þeim 24 stigum í seinna skoti.Tölfræði sem vakti athygli Amin Stevens var atkvæðamestur hjá Keflavík og skoraði 41 stig úr 26 skotum. Þess má til gamans geta að Flenard Whiitfield hefur skorað flest stig í leik eða 42 stig. Stevens var ekki langt frá því að bæta það. Stevens skilað niður tvem stigum í síðasta leikhluta en hann hefði hæglega geta bætt metið í kvöld.Keflavík-Grindavík 96-102 (23-22, 21-21, 28-28, 24-31)Keflavík: Amin Khalil Stevens 41/13 fráköst, Guðmundur Jónsson 15/6 fráköst, Reggie Dupree 12, Magnús Már Traustason 8, Daði Lár Jónsson 7, Andrés Kristleifsson 5, Davíð Páll Hermannsson 4, Arnór Ingi Ingvason 2, Ágúst Orrason 2, Kristján Örn Rúnarsson 0, Andri Daníelsson 0, Arnór Sveinsson 0.Grindavík: Ólafur Ólafsson 25/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 18/5 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 15/6 fráköst, Lewis Clinch Jr. 13/9 fráköst/8 stoðsendingar, Dagur Kár Jónsson 13, Ómar Örn Sævarsson 8/8 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 6, Hamid Dicko 4, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Þorbergur Ólafsson 0.
Dominos-deild karla Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira