Trump skipar í þrjár mikilvægar stöður Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2016 15:00 Michael Flynn, Jeff Sessions og Mike Pompeo. Vísir Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa skipað þrjá menn í mikilvægar stöður í ríkisstjórn sinni. Um er að ræða stöður dómsmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafa og yfirmann CIA.Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra verður öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Sessions dómsmálaráðherra. Þingmaðurinn Mike Pompeo verður yfirmaður CIA og Michael Flynn verður þjóðaröryggisráðgjafi.Sessions hefur staðið dyggilega við bakið á Trump í kosningabaráttunni, en hann hefur einnig látið falla umdeild ummæli um innflytjendur og hefur verið gagnrýndur fyrir það. Hann er mótfallinn því að ólöglegum innflytjendum verði boðin leið að ríkisborgararrétti og hefur tekið vel undir hugmyndir Trump að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ted Cruz, mótframbjóðandi Trump, hafði verið orðaður við stöðuna en samkvæmt Bloomberg hringdi aðstoðarmaður Trump í Cruz og sagði honum frá því að Sessions yrði skipaður í stöðuna.Mike Pompeo er þingmaður frá Kansas og fyrrum hermaður. Hann er íhaldssamur Repúblikani og harður andstæðingur kjarnorkusamkomulagsins við Íran. Pompeo situr í leyniþjónustunefnd þingsins og var virkur í rannsókn þingsins á árásinni í Benghazi og gagnrýndi hann Hillary Clinton harðlega.Michael Flynn er fyrrum hershöfðingi og einn af nánustu bandamönnum Donald Trump. Hann er sagður segja hlutina tæpitungulaust en var rekinn frá leyniþjónustunni DIA árið 2014 eftir að hann reyndi að hrista upp í stofnuninni og draga úr skriffinsku.Samkvæmt Reuters hefur honum verið lýst sem gáfuðum manni með takmarkaða stjórnunarhæfileika. Hann var harðlega gagnrýndur þegar hann dreifði ráðleggingum meðal starfsmanna DIA um klæðnað þeirra. Þar var stungið upp á viðmiðunarreglum fyrir karlkyns og kvenkyns starfsmenn og fólk var hvatt til að hafa líkamstýpu sína í huga við fataval. Þá voru konur hvattar til þess að nota farða þar sem farði gerði konur „meira aðlaðandi“. Demókratinn Adam Schiff, sem er æðsti þingmaður flokksins í leyniþjónustunefnd þingsins, segir að Trump þurfi ráðgjafa sem hafi betri skapgerð en Flynn. Einhvern sem geti dregið úr hvatvísi Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa skipað þrjá menn í mikilvægar stöður í ríkisstjórn sinni. Um er að ræða stöður dómsmálaráðherra, þjóðaröryggisráðgjafa og yfirmann CIA.Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra verður öldungadeildarþingmaðurinn Jeff Sessions dómsmálaráðherra. Þingmaðurinn Mike Pompeo verður yfirmaður CIA og Michael Flynn verður þjóðaröryggisráðgjafi.Sessions hefur staðið dyggilega við bakið á Trump í kosningabaráttunni, en hann hefur einnig látið falla umdeild ummæli um innflytjendur og hefur verið gagnrýndur fyrir það. Hann er mótfallinn því að ólöglegum innflytjendum verði boðin leið að ríkisborgararrétti og hefur tekið vel undir hugmyndir Trump að byggja vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Ted Cruz, mótframbjóðandi Trump, hafði verið orðaður við stöðuna en samkvæmt Bloomberg hringdi aðstoðarmaður Trump í Cruz og sagði honum frá því að Sessions yrði skipaður í stöðuna.Mike Pompeo er þingmaður frá Kansas og fyrrum hermaður. Hann er íhaldssamur Repúblikani og harður andstæðingur kjarnorkusamkomulagsins við Íran. Pompeo situr í leyniþjónustunefnd þingsins og var virkur í rannsókn þingsins á árásinni í Benghazi og gagnrýndi hann Hillary Clinton harðlega.Michael Flynn er fyrrum hershöfðingi og einn af nánustu bandamönnum Donald Trump. Hann er sagður segja hlutina tæpitungulaust en var rekinn frá leyniþjónustunni DIA árið 2014 eftir að hann reyndi að hrista upp í stofnuninni og draga úr skriffinsku.Samkvæmt Reuters hefur honum verið lýst sem gáfuðum manni með takmarkaða stjórnunarhæfileika. Hann var harðlega gagnrýndur þegar hann dreifði ráðleggingum meðal starfsmanna DIA um klæðnað þeirra. Þar var stungið upp á viðmiðunarreglum fyrir karlkyns og kvenkyns starfsmenn og fólk var hvatt til að hafa líkamstýpu sína í huga við fataval. Þá voru konur hvattar til þess að nota farða þar sem farði gerði konur „meira aðlaðandi“. Demókratinn Adam Schiff, sem er æðsti þingmaður flokksins í leyniþjónustunefnd þingsins, segir að Trump þurfi ráðgjafa sem hafi betri skapgerð en Flynn. Einhvern sem geti dregið úr hvatvísi Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira