Benedikt kom báðum Þórsliðunum upp og nú mætast þau í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2016 16:00 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri. Vísir/Eyþór Fyrsti Þórsslagurinn í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta fer fram í kvöld þegar Akureyrar-Þórsarar taka á móti Þórsurum frá Þorlákshöfn í Höllinni á Akureyri klukkan 19.15. Úrvalsdeildin hefur verið með Þórslið í deildinni í 24 af síðustu 30 tímabilum en þetta er þrátt fyrir það í fyrsta sinn sem bæði Þórsliðin eru í deildinni á sama tíma. Það hefur verið Þórslið í úrvalsdeild karla öll tímabil frá og með 1987-88 nema tímabilin 1992-93, 1993-94, 2002-03, 2004-05, 2009-10 og 2010-11. Þórsliðin eiga fleira sameiginlegt en nafnið því þau eiga saman manninum það að þakka að þau spila í Domino´s deildinni í dag. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri í dag kom norðanliðinu upp í deildinni á síðasta tímabili. Þór úr Þorlákshöfn er á sínu sjötta tímabili í röð í efstu deild en það var einmitt umræddur Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði liðið þegar Þór frá Þorlákshöfn komst upp í úrvalsdeildina vorið 2011. Benedikt fór með liðið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili. Einar Árni Jóhannsson tók við liði Þórs úr Þorlákshöfn af Benedikt sumarið 2015. Einar Árni er því á sínu öðru ári með liðið. Þórsliðin mættust einmitt síðast í deildarleik í 1. deildinni tímabilið 2010 til 2011. Seinni leikurinn fór fram í Höllinni á Akureyri 24. febrúar og þar fögnuðu heimamenn sigri 96-76. Benedikt Guðmundsson hafði stýrt sínum mönnum til 24 stiga sigurs í fyrri leiknum í Þorlákshöfn 10. desember 2010. Aðeins einn leikmaður Þórs frá Akureyri var með í síðasta deildarleik Þórsliðanna en það er Sindri Davíðsson. Í Þorlákshafnarliðinu eru aftur á móti þrír leikmenn en að spila eða þeir Emil Karel Einarsson, Grétar Ingi Erlendsson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Þetta verður annar leikurinn í röð hjá Benedikt Guðmundssyni á móti liði sem hann þjálfaði áður en hann mætti með sína menn í KR-húsið í umferðinni á undan. Benedikt og lærisveinar hans töpuðu á móti KR en höfðu áður unnið Grindavíkurliðið í Grindavík, annað lið sem Benedikt hefur þjálfað í úrvalsdeildinni.Þórslið í úrvalsdeild karla undanfarin 30 ár: 1987-88 Þór Akureyri 2-14 (8.sæti) 1988-89 Þór Akureyri 3-23 (9.) 1989-90 Þór Akureyri 6-20 (9.) 1990-91 Þór Akureyri 7-19 (7.) 1991-92 Þór Akureyri 2-24 (10.) 1992-93 Ekkert 1993-94 Ekkert 1994-95 Þór Akureyri 18-14 (6.) 1995-96 Þór Akureyri 9-23 (9.) 1996-97 Þór Akureyri 6-16 (11.) 1997-98 Þór Akureyri 4-18 (11.) 1998-99 Þór Akureyri 5-17 (10.) 1999-2000 Þór Akureyri 10-12 (7.) 2000-01 Þór Akureyri 6-16 (10.) 2001-02 Þór Akureyri 8-14 (9.) 2002-03 Ekkert 2003-04 Þór Þorlákshöfn 5-17 (11.) 2004-05 Ekkert 2005-06 Þór Akureyri 5-17 (11.) 2006-07 Þór Þorlákshöfn 5-17 (11.) 2007-08 Þór Akureyri 10-12 (8.) 2008-09 Þór Akureyri 6-16 (11.) 2009-10 Ekkert 2010-11 Ekkert 2011-12 Þór Þorlákshöfn 15-7 (3.) 2012-13 Þór Þorlákshöfn 16-6 (2.) 2013-14 Þór Þorlákshöfn 11-11 (6.) 2014-15 Þór Þorlákshöfn 11-11 (7.) 2015-16 Þór Þorlákshöfn 14-8 (5.) 2016-17 Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Fyrsti Þórsslagurinn í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta fer fram í kvöld þegar Akureyrar-Þórsarar taka á móti Þórsurum frá Þorlákshöfn í Höllinni á Akureyri klukkan 19.15. Úrvalsdeildin hefur verið með Þórslið í deildinni í 24 af síðustu 30 tímabilum en þetta er þrátt fyrir það í fyrsta sinn sem bæði Þórsliðin eru í deildinni á sama tíma. Það hefur verið Þórslið í úrvalsdeild karla öll tímabil frá og með 1987-88 nema tímabilin 1992-93, 1993-94, 2002-03, 2004-05, 2009-10 og 2010-11. Þórsliðin eiga fleira sameiginlegt en nafnið því þau eiga saman manninum það að þakka að þau spila í Domino´s deildinni í dag. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Akureyri í dag kom norðanliðinu upp í deildinni á síðasta tímabili. Þór úr Þorlákshöfn er á sínu sjötta tímabili í röð í efstu deild en það var einmitt umræddur Benedikt Guðmundsson sem þjálfaði liðið þegar Þór frá Þorlákshöfn komst upp í úrvalsdeildina vorið 2011. Benedikt fór með liðið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili. Einar Árni Jóhannsson tók við liði Þórs úr Þorlákshöfn af Benedikt sumarið 2015. Einar Árni er því á sínu öðru ári með liðið. Þórsliðin mættust einmitt síðast í deildarleik í 1. deildinni tímabilið 2010 til 2011. Seinni leikurinn fór fram í Höllinni á Akureyri 24. febrúar og þar fögnuðu heimamenn sigri 96-76. Benedikt Guðmundsson hafði stýrt sínum mönnum til 24 stiga sigurs í fyrri leiknum í Þorlákshöfn 10. desember 2010. Aðeins einn leikmaður Þórs frá Akureyri var með í síðasta deildarleik Þórsliðanna en það er Sindri Davíðsson. Í Þorlákshafnarliðinu eru aftur á móti þrír leikmenn en að spila eða þeir Emil Karel Einarsson, Grétar Ingi Erlendsson og Þorsteinn Már Ragnarsson. Þetta verður annar leikurinn í röð hjá Benedikt Guðmundssyni á móti liði sem hann þjálfaði áður en hann mætti með sína menn í KR-húsið í umferðinni á undan. Benedikt og lærisveinar hans töpuðu á móti KR en höfðu áður unnið Grindavíkurliðið í Grindavík, annað lið sem Benedikt hefur þjálfað í úrvalsdeildinni.Þórslið í úrvalsdeild karla undanfarin 30 ár: 1987-88 Þór Akureyri 2-14 (8.sæti) 1988-89 Þór Akureyri 3-23 (9.) 1989-90 Þór Akureyri 6-20 (9.) 1990-91 Þór Akureyri 7-19 (7.) 1991-92 Þór Akureyri 2-24 (10.) 1992-93 Ekkert 1993-94 Ekkert 1994-95 Þór Akureyri 18-14 (6.) 1995-96 Þór Akureyri 9-23 (9.) 1996-97 Þór Akureyri 6-16 (11.) 1997-98 Þór Akureyri 4-18 (11.) 1998-99 Þór Akureyri 5-17 (10.) 1999-2000 Þór Akureyri 10-12 (7.) 2000-01 Þór Akureyri 6-16 (10.) 2001-02 Þór Akureyri 8-14 (9.) 2002-03 Ekkert 2003-04 Þór Þorlákshöfn 5-17 (11.) 2004-05 Ekkert 2005-06 Þór Akureyri 5-17 (11.) 2006-07 Þór Þorlákshöfn 5-17 (11.) 2007-08 Þór Akureyri 10-12 (8.) 2008-09 Þór Akureyri 6-16 (11.) 2009-10 Ekkert 2010-11 Ekkert 2011-12 Þór Þorlákshöfn 15-7 (3.) 2012-13 Þór Þorlákshöfn 16-6 (2.) 2013-14 Þór Þorlákshöfn 11-11 (6.) 2014-15 Þór Þorlákshöfn 11-11 (7.) 2015-16 Þór Þorlákshöfn 14-8 (5.) 2016-17 Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira