Umfjöllun: Snæfell - Skallagrímur 112-115 | Snæfell grátlega nálægt fyrsta sigrinum Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 17. nóvember 2016 22:45 Sigtryggur Arnar Björnsson, leikstjórnandi Skallagríms, reyndist sínu liði drjúgur í kvöld. vísir/valli Vesturlandsslagurinn stóð heldur betur undir væntingum því það varð að tvíframlengja leik Snæfells og Skallagríms í Fjárhúsinu. Þar marði Skallagrímur nauman sigur. Viðureign liðana bauð upp á nánast allt sem körfubolti hefur upp á að bjóða og var þróun leiksins eins og rússibanaferð. Tvær fallegar troðslur litu dagsins ljós og einnig sáu dómarar leiksins tilefni til að gefa báðum liðum sitt hvora tæknivilluna. Allt virtist stefna í þægilegan sigur gestanna úr Borgarnesi sem höfðu góða stjórn á leiknum til að byrja með. Eftir jafnan fyrsta leikhluta jókst forysta Skallagríms jafnt og þétt í öðrum leikhluta. Bæði lið virtust vera búin að sætta sig við ákveðin hlutskipti og fékk maður það á tilfinninguna að nú væru menn aðeins að bíða eftir að komast heim. Snæfellingar voru hinsvegar augljóslega ósáttir við eigin frammistöðu því í þriðja leikhluta vöknuðu Hólmarar aftur til lífs eftir þennan bragdaufa kafla í öðrum leikhluta. Baráttugleði Sefton Barretts var lykilatriði í endurkomu Snæfells en jafnframt var hittni Hólmarar augljóslega að skána. En þrátt fyrir alla baráttugleði og hittni virtist Skallagrímur alltaf vera skrefinu á undan og á barmi þess að klára leikinn endanlega. Skallagrímsmenn lentu í basli með Svíann Andrée Fares Michelsson sem kommst æ betur inn í leikinn og fór loks í hlutverk Sefton Barretts eftir að hann yfirgaf völlinn með fimm villur. Borgnesingar fengu mörg tækifæri til að klára leikinn og tókst það fyrir rest eftir 50 mínútna leik.Snæfell-Skallagrímur 112-115 (23-24, 12-23, 27-22, 31-24, 11-11, 8-11)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 34/5 fráköst, Sefton Barrett 31/11 fráköst/5 stolnir, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Árni Elmar Hrafnsson 9/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Maciej Klimaszewski 4.Skallagrímur: Flenard Whitfield 42/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 27/8 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 fráköst, Darrell Flake 12/7 fráköst/5 stolnir, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/6 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Davíð Guðmundsson 3.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn stjórnuðu meirihluta leiksins og settu stór skot á háréttum tíma. Borgnesingar búa yfir mjög efnilegum ungum strákum eins og fram hefur komið í þættinum Körfuboltakvöld. Auk þess er Skallagrímur með reynslubolta á borð við Darrell Flake og Magga Gunn sem kunna að klára leiki. Blandan af ungri baráttugleði og reynslu var uppskriftin að sigrinum í kvöld.Bestu menn vallarins? Flenard Whitfield var drifkraftur Borgnesinga í kvöld. Hann skoraði alls 42 stig og virtist á köflum einnig vera sá einstaklingur sem kveikti í mannskapnum þegar fór að ganga illa. Hin ungi og efnilegi Sigtryggur Arnar Björnsson átti einnig mjög góðan leik og sannaði sig heldur betur þegar hann skoraði mikilvægustu körfu Borgnesinga í kvöld sem jafnaði leikinn eftir venjulegan leiktíma. Í liði Snæfells ber að nefna Svíann Andrée Fares Michelsson sem tókst með frammistöðu sinni í kvöld næstum því að breyta nafni bæjarhátíð Stykkishólms úr „Danskir Dagar“ í „Sænskir Dagar“.Tölfræði sem vakti athygli Það vakti athygli hversu jöfn liðin voru í kvöld en fyrir fram hefði maður búist við meiri yfirburðum Borgnesinga.Hvað gekk illa Sóknarleikur Snæfells var á köflum gæðalítill og olli það líklegast tapinu í kvöld. Í leik Skallagríms ber helst að nefna vítanýtinguna sem var ekki nema 67 prósent í samanburði við 90 prósent Snæfellsmegin. Borgnesingar virtust einnig illa stemmdir á köflum og hefði maður viljað sjá meiri leikgleði. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Vesturlandsslagurinn stóð heldur betur undir væntingum því það varð að tvíframlengja leik Snæfells og Skallagríms í Fjárhúsinu. Þar marði Skallagrímur nauman sigur. Viðureign liðana bauð upp á nánast allt sem körfubolti hefur upp á að bjóða og var þróun leiksins eins og rússibanaferð. Tvær fallegar troðslur litu dagsins ljós og einnig sáu dómarar leiksins tilefni til að gefa báðum liðum sitt hvora tæknivilluna. Allt virtist stefna í þægilegan sigur gestanna úr Borgarnesi sem höfðu góða stjórn á leiknum til að byrja með. Eftir jafnan fyrsta leikhluta jókst forysta Skallagríms jafnt og þétt í öðrum leikhluta. Bæði lið virtust vera búin að sætta sig við ákveðin hlutskipti og fékk maður það á tilfinninguna að nú væru menn aðeins að bíða eftir að komast heim. Snæfellingar voru hinsvegar augljóslega ósáttir við eigin frammistöðu því í þriðja leikhluta vöknuðu Hólmarar aftur til lífs eftir þennan bragdaufa kafla í öðrum leikhluta. Baráttugleði Sefton Barretts var lykilatriði í endurkomu Snæfells en jafnframt var hittni Hólmarar augljóslega að skána. En þrátt fyrir alla baráttugleði og hittni virtist Skallagrímur alltaf vera skrefinu á undan og á barmi þess að klára leikinn endanlega. Skallagrímsmenn lentu í basli með Svíann Andrée Fares Michelsson sem kommst æ betur inn í leikinn og fór loks í hlutverk Sefton Barretts eftir að hann yfirgaf völlinn með fimm villur. Borgnesingar fengu mörg tækifæri til að klára leikinn og tókst það fyrir rest eftir 50 mínútna leik.Snæfell-Skallagrímur 112-115 (23-24, 12-23, 27-22, 31-24, 11-11, 8-11)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 34/5 fráköst, Sefton Barrett 31/11 fráköst/5 stolnir, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Árni Elmar Hrafnsson 9/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Maciej Klimaszewski 4.Skallagrímur: Flenard Whitfield 42/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 27/8 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 fráköst, Darrell Flake 12/7 fráköst/5 stolnir, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/6 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Davíð Guðmundsson 3.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn stjórnuðu meirihluta leiksins og settu stór skot á háréttum tíma. Borgnesingar búa yfir mjög efnilegum ungum strákum eins og fram hefur komið í þættinum Körfuboltakvöld. Auk þess er Skallagrímur með reynslubolta á borð við Darrell Flake og Magga Gunn sem kunna að klára leiki. Blandan af ungri baráttugleði og reynslu var uppskriftin að sigrinum í kvöld.Bestu menn vallarins? Flenard Whitfield var drifkraftur Borgnesinga í kvöld. Hann skoraði alls 42 stig og virtist á köflum einnig vera sá einstaklingur sem kveikti í mannskapnum þegar fór að ganga illa. Hin ungi og efnilegi Sigtryggur Arnar Björnsson átti einnig mjög góðan leik og sannaði sig heldur betur þegar hann skoraði mikilvægustu körfu Borgnesinga í kvöld sem jafnaði leikinn eftir venjulegan leiktíma. Í liði Snæfells ber að nefna Svíann Andrée Fares Michelsson sem tókst með frammistöðu sinni í kvöld næstum því að breyta nafni bæjarhátíð Stykkishólms úr „Danskir Dagar“ í „Sænskir Dagar“.Tölfræði sem vakti athygli Það vakti athygli hversu jöfn liðin voru í kvöld en fyrir fram hefði maður búist við meiri yfirburðum Borgnesinga.Hvað gekk illa Sóknarleikur Snæfells var á köflum gæðalítill og olli það líklegast tapinu í kvöld. Í leik Skallagríms ber helst að nefna vítanýtinguna sem var ekki nema 67 prósent í samanburði við 90 prósent Snæfellsmegin. Borgnesingar virtust einnig illa stemmdir á köflum og hefði maður viljað sjá meiri leikgleði.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn