Umfjöllun: Snæfell - Skallagrímur 112-115 | Snæfell grátlega nálægt fyrsta sigrinum Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 17. nóvember 2016 22:45 Sigtryggur Arnar Björnsson, leikstjórnandi Skallagríms, reyndist sínu liði drjúgur í kvöld. vísir/valli Vesturlandsslagurinn stóð heldur betur undir væntingum því það varð að tvíframlengja leik Snæfells og Skallagríms í Fjárhúsinu. Þar marði Skallagrímur nauman sigur. Viðureign liðana bauð upp á nánast allt sem körfubolti hefur upp á að bjóða og var þróun leiksins eins og rússibanaferð. Tvær fallegar troðslur litu dagsins ljós og einnig sáu dómarar leiksins tilefni til að gefa báðum liðum sitt hvora tæknivilluna. Allt virtist stefna í þægilegan sigur gestanna úr Borgarnesi sem höfðu góða stjórn á leiknum til að byrja með. Eftir jafnan fyrsta leikhluta jókst forysta Skallagríms jafnt og þétt í öðrum leikhluta. Bæði lið virtust vera búin að sætta sig við ákveðin hlutskipti og fékk maður það á tilfinninguna að nú væru menn aðeins að bíða eftir að komast heim. Snæfellingar voru hinsvegar augljóslega ósáttir við eigin frammistöðu því í þriðja leikhluta vöknuðu Hólmarar aftur til lífs eftir þennan bragdaufa kafla í öðrum leikhluta. Baráttugleði Sefton Barretts var lykilatriði í endurkomu Snæfells en jafnframt var hittni Hólmarar augljóslega að skána. En þrátt fyrir alla baráttugleði og hittni virtist Skallagrímur alltaf vera skrefinu á undan og á barmi þess að klára leikinn endanlega. Skallagrímsmenn lentu í basli með Svíann Andrée Fares Michelsson sem kommst æ betur inn í leikinn og fór loks í hlutverk Sefton Barretts eftir að hann yfirgaf völlinn með fimm villur. Borgnesingar fengu mörg tækifæri til að klára leikinn og tókst það fyrir rest eftir 50 mínútna leik.Snæfell-Skallagrímur 112-115 (23-24, 12-23, 27-22, 31-24, 11-11, 8-11)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 34/5 fráköst, Sefton Barrett 31/11 fráköst/5 stolnir, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Árni Elmar Hrafnsson 9/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Maciej Klimaszewski 4.Skallagrímur: Flenard Whitfield 42/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 27/8 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 fráköst, Darrell Flake 12/7 fráköst/5 stolnir, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/6 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Davíð Guðmundsson 3.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn stjórnuðu meirihluta leiksins og settu stór skot á háréttum tíma. Borgnesingar búa yfir mjög efnilegum ungum strákum eins og fram hefur komið í þættinum Körfuboltakvöld. Auk þess er Skallagrímur með reynslubolta á borð við Darrell Flake og Magga Gunn sem kunna að klára leiki. Blandan af ungri baráttugleði og reynslu var uppskriftin að sigrinum í kvöld.Bestu menn vallarins? Flenard Whitfield var drifkraftur Borgnesinga í kvöld. Hann skoraði alls 42 stig og virtist á köflum einnig vera sá einstaklingur sem kveikti í mannskapnum þegar fór að ganga illa. Hin ungi og efnilegi Sigtryggur Arnar Björnsson átti einnig mjög góðan leik og sannaði sig heldur betur þegar hann skoraði mikilvægustu körfu Borgnesinga í kvöld sem jafnaði leikinn eftir venjulegan leiktíma. Í liði Snæfells ber að nefna Svíann Andrée Fares Michelsson sem tókst með frammistöðu sinni í kvöld næstum því að breyta nafni bæjarhátíð Stykkishólms úr „Danskir Dagar“ í „Sænskir Dagar“.Tölfræði sem vakti athygli Það vakti athygli hversu jöfn liðin voru í kvöld en fyrir fram hefði maður búist við meiri yfirburðum Borgnesinga.Hvað gekk illa Sóknarleikur Snæfells var á köflum gæðalítill og olli það líklegast tapinu í kvöld. Í leik Skallagríms ber helst að nefna vítanýtinguna sem var ekki nema 67 prósent í samanburði við 90 prósent Snæfellsmegin. Borgnesingar virtust einnig illa stemmdir á köflum og hefði maður viljað sjá meiri leikgleði. Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira
Vesturlandsslagurinn stóð heldur betur undir væntingum því það varð að tvíframlengja leik Snæfells og Skallagríms í Fjárhúsinu. Þar marði Skallagrímur nauman sigur. Viðureign liðana bauð upp á nánast allt sem körfubolti hefur upp á að bjóða og var þróun leiksins eins og rússibanaferð. Tvær fallegar troðslur litu dagsins ljós og einnig sáu dómarar leiksins tilefni til að gefa báðum liðum sitt hvora tæknivilluna. Allt virtist stefna í þægilegan sigur gestanna úr Borgarnesi sem höfðu góða stjórn á leiknum til að byrja með. Eftir jafnan fyrsta leikhluta jókst forysta Skallagríms jafnt og þétt í öðrum leikhluta. Bæði lið virtust vera búin að sætta sig við ákveðin hlutskipti og fékk maður það á tilfinninguna að nú væru menn aðeins að bíða eftir að komast heim. Snæfellingar voru hinsvegar augljóslega ósáttir við eigin frammistöðu því í þriðja leikhluta vöknuðu Hólmarar aftur til lífs eftir þennan bragdaufa kafla í öðrum leikhluta. Baráttugleði Sefton Barretts var lykilatriði í endurkomu Snæfells en jafnframt var hittni Hólmarar augljóslega að skána. En þrátt fyrir alla baráttugleði og hittni virtist Skallagrímur alltaf vera skrefinu á undan og á barmi þess að klára leikinn endanlega. Skallagrímsmenn lentu í basli með Svíann Andrée Fares Michelsson sem kommst æ betur inn í leikinn og fór loks í hlutverk Sefton Barretts eftir að hann yfirgaf völlinn með fimm villur. Borgnesingar fengu mörg tækifæri til að klára leikinn og tókst það fyrir rest eftir 50 mínútna leik.Snæfell-Skallagrímur 112-115 (23-24, 12-23, 27-22, 31-24, 11-11, 8-11)Snæfell: Andrée Fares Michelsson 34/5 fráköst, Sefton Barrett 31/11 fráköst/5 stolnir, Geir Elías Úlfur Helgason 12, Árni Elmar Hrafnsson 9/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 8, Sveinn Arnar Davíðsson 5, Maciej Klimaszewski 4.Skallagrímur: Flenard Whitfield 42/11 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 27/8 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15/6 fráköst, Darrell Flake 12/7 fráköst/5 stolnir, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 9/6 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 4, Davíð Ásgeirsson 3, Davíð Guðmundsson 3.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn stjórnuðu meirihluta leiksins og settu stór skot á háréttum tíma. Borgnesingar búa yfir mjög efnilegum ungum strákum eins og fram hefur komið í þættinum Körfuboltakvöld. Auk þess er Skallagrímur með reynslubolta á borð við Darrell Flake og Magga Gunn sem kunna að klára leiki. Blandan af ungri baráttugleði og reynslu var uppskriftin að sigrinum í kvöld.Bestu menn vallarins? Flenard Whitfield var drifkraftur Borgnesinga í kvöld. Hann skoraði alls 42 stig og virtist á köflum einnig vera sá einstaklingur sem kveikti í mannskapnum þegar fór að ganga illa. Hin ungi og efnilegi Sigtryggur Arnar Björnsson átti einnig mjög góðan leik og sannaði sig heldur betur þegar hann skoraði mikilvægustu körfu Borgnesinga í kvöld sem jafnaði leikinn eftir venjulegan leiktíma. Í liði Snæfells ber að nefna Svíann Andrée Fares Michelsson sem tókst með frammistöðu sinni í kvöld næstum því að breyta nafni bæjarhátíð Stykkishólms úr „Danskir Dagar“ í „Sænskir Dagar“.Tölfræði sem vakti athygli Það vakti athygli hversu jöfn liðin voru í kvöld en fyrir fram hefði maður búist við meiri yfirburðum Borgnesinga.Hvað gekk illa Sóknarleikur Snæfells var á köflum gæðalítill og olli það líklegast tapinu í kvöld. Í leik Skallagríms ber helst að nefna vítanýtinguna sem var ekki nema 67 prósent í samanburði við 90 prósent Snæfellsmegin. Borgnesingar virtust einnig illa stemmdir á köflum og hefði maður viljað sjá meiri leikgleði.
Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira