Til þess að heiðra minningu prinsessunnar á að opna sýningu í Kensington Palace þar sem hún bjó í 15 ár á meðan hún var með Karli bretaprins. Það verða til sýnis mörg af hennar frægustu og eftirminnilegustu dressum.
Á meðal þess sem verður til sýnis verður bleika blússan sem hún klæddist þegar þau Karl tilkynntu um trúlofin sína, svarti flauelskjóllinn sem hún klæddist þegar hún dansaði við John Travolta í Hvíta Húsinu og margt fleira.
Í tilefni sýningarinnar verður gerður sérstakur blómagarður aðeins úr hvítum blómum sem á að standa fyrir líf Díönu og hennar persónulega stíl. Sýningin opnar í febrúar 2017 í Kensington Palace í London.

