Fótbolti

Króatar sýndu styrk sinn í Belfast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Króatar hafa ekki tapað landsleik í venjulegum leiktíma í rúmt ár.
Króatar hafa ekki tapað landsleik í venjulegum leiktíma í rúmt ár. vísir/getty
Króatar, sem unnu Íslendinga í Zagreb í undankeppni HM 2018 á laugardaginn, áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Norður-Íra að velli í vináttulandsleik í Belfast í kvöld.

Króatar unnu leikinn 0-3 og hafa ekki tapað landsleik í venjulegum leiktíma í rúmt ár. Það gerðist síðast 6. september 2015 þegar Norðmenn báru sigurorð af Króötum á heimavelli.

Mario Mandzukic, Duje Cop og Andrej Kramaric skoruðu mörk Króata í kvöld.

Annars var lítið skorað í vináttulandsleikjum kvöldsins.

Ítalir og Þjóðverjar gerðu markalaust jafntefli og sömu úrslit urðu hjá Frökkum og Fílbeinsstrendingum og Austurríkismönnum og Slóvökum.

Svíar unnu Ungverja með tveimur mörkum gegn engu og Tékkar og Danir gerðu 1-1 jafntefli.

Fyrr í kvöld unnu Íslendingar Maltverja með tveimur mörkum gegn engu. Úkraínumenn unnu svo Serba með sömu markatölu.


Tengdar fréttir

Úkraínumenn unnu góðan sigur á Serbum

Úkraína vann góðan sigur á Serbíu í vináttulandsleik í kvöld en leikurinn fór 2-0 og var spilaður á Metalist-vellinum í Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×