Körfubolti

Sjöundi sigur Clippers í röð | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blake Griffin í baráttunni í nótt.
Blake Griffin í baráttunni í nótt. vísir/getty
LA Clippers vann enn einn sigurinn í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, í þetta sinn gegn Brooklyn Nets á heimavelli, 127-95.

Þetta var sjöundi sigur Clippers í röð og tíundi alls í fyrstu ellefu leikjum liðsins á tímabilinu. Ekkert lið er með betri árangur í deildinni þetta tímabilið.

Chris Paul skoraði 21 stig fyrir Clippers og bætti við níu stoðsendingum. Blake Griffin bætti við 20 stigum fyrir Clippers sem hefur unnið leiki sína með 15,1 stigi að meðaltali síðan að tímabilið hófst.



Leikurinn var aldrei spennandi en Clppers komst í 35-7 forystu í leiknum og leit aldrei um öxl. Bojan Bogdanovic skoraði átján stig fyrir Brooklyn sem er í neðri hluta austurdeildarinnar með fjóra sigra í tíu leikjum.

San Antonio Spurs vann Miami, 94-90. San Antonio gat loksins stillt upp sínu sterkasta byrjunarliði í nótt en stigahæstur var Kawhi Leonard með 24 stig auk þess sem hann tók tólf fráköst. Þetta var fimmta tap Miami í röð.

San Antonio hefur unnið þrjá síðustu leiki sína og er komið með átta sigra alls. Liðið er í þriðja sæti vesturdeildarinnar, á eftir Golden State og Clippers.

Úrslit næturinnar:

Indiana - Orlando 88-69

New York - Dallas 93-7

Detroit - Oklahoma City 104-88

New Orleans - Boston 106-105

Houston - Philadelphia 115-88

San Antonio - Miami 94-90

Utah - Memphis 96-102

LA Clippers - Brooklyn 127-95





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×