Línur Trumps farnar að skýrast Sæunn Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2016 07:00 Trump ásamt Reince Priebus og Mike Pence, verðandi varaforseta. vísir/afp Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að velja í æðstu embætti í Hvíta húsinu. Trump hefur tilkynnt að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, muni gegna starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann hefur einnig skipað Stephan Bannon yfirmann stefnumótunar ríkisstjórnarinnar að því er kemur fram í yfirlýsingu. Báðir mennirnir gegndu veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Priebus var kjörinn formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins árið 2011 og hefur skipan hans hlotið nokkuð lof fjölmiðla vestanhafs. Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjón með kosningaherferð Trumps. Hann rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Fjölmiðlar gagnrýndu í gær skipan Bannons vegna þessa. New York Times hefur tekið saman lista yfir mögulega menn í fleiri embætti sem Trump mun skipa í. Meðal annars er því spáð að Newt Gingrich, fyrrverandi forseti bandaríska þingsins, gæti orðið utanríkisráðherra, og að Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og stuðningsmaður Trumps, gæti orðið viðskiptaráðherra. Evrópskir stjórnmálamenn eru nú farnir að láta í ljósi skoðanir sínar á Trump. Utanríkisráðherrar innan Evrópusambandsins segjast eiga von á sterkri samvinnu við Bandaríkin eftir að hafa fundað um kjör Trumps. BBC greinir frá því að ráðherrarnir hafi komið saman á sunnudagskvöld og að þeir hafi rætt óformlega um Trump. Þeir segjast þó þurfa að vita meira um hverjar áætlanir Trumps séu. Á meðan á kosningabaráttu Trumps stóð gaf hann í skyn að Bandaríkin myndu ekki sjálfkrafa koma öðru NATO-ríki til bjargar ef það yrði fyrir árás. Yfirlýsingar utanríkisráðherranna stangast verulega á við skoðun Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann varaði við því á föstudag að kjör Trumps gæti komið tengslum milli Evrópu og Bandaríkjanna í uppnám. Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, fundaði með Donald Trump um helgina. Hann tísti í kjölfarið að það hefði verið mikill heiður að fá að eyða tíma með Trump og að hann væri viss um að hann yrði góður forseti. Fundurinn var litinn hornauga af ráðamönnum í Bretlandi þar sem Farage hitti Trump á undan forsætisráðherra Bretlands og öðrum hátt settum stjórnmálamönnum. Farage bauðst síðan til að kynna breska stjórnmálamenn fyrir Trump en Theresa May forsætisráðherra hefur afþakkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Obama biður fólk um að gefa Trump tækifæri Barack Obama Bandaríkjaforseti segir engan vafa á öðru en að hann hafi áhyggjur af forsetatíð nýkjörins forseta landsins, Donalds Trump 14. nóvember 2016 23:44 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Sjá meira
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er byrjaður að velja í æðstu embætti í Hvíta húsinu. Trump hefur tilkynnt að Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, muni gegna starfi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Hann hefur einnig skipað Stephan Bannon yfirmann stefnumótunar ríkisstjórnarinnar að því er kemur fram í yfirlýsingu. Báðir mennirnir gegndu veigamiklu hlutverki í kosningaherferð Trumps. Priebus var kjörinn formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins árið 2011 og hefur skipan hans hlotið nokkuð lof fjölmiðla vestanhafs. Bannon, sem er kaupsýslumaður og fjölmiðlamógúll, hafði yfirumsjón með kosningaherferð Trumps. Hann rekur vefmiðilinn Breitbart News sem er þekktur fyrir þjóðernishyggju, kynþáttahyggju og samsæriskenningar í umfjöllun sinni. Fjölmiðlar gagnrýndu í gær skipan Bannons vegna þessa. New York Times hefur tekið saman lista yfir mögulega menn í fleiri embætti sem Trump mun skipa í. Meðal annars er því spáð að Newt Gingrich, fyrrverandi forseti bandaríska þingsins, gæti orðið utanríkisráðherra, og að Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey og stuðningsmaður Trumps, gæti orðið viðskiptaráðherra. Evrópskir stjórnmálamenn eru nú farnir að láta í ljósi skoðanir sínar á Trump. Utanríkisráðherrar innan Evrópusambandsins segjast eiga von á sterkri samvinnu við Bandaríkin eftir að hafa fundað um kjör Trumps. BBC greinir frá því að ráðherrarnir hafi komið saman á sunnudagskvöld og að þeir hafi rætt óformlega um Trump. Þeir segjast þó þurfa að vita meira um hverjar áætlanir Trumps séu. Á meðan á kosningabaráttu Trumps stóð gaf hann í skyn að Bandaríkin myndu ekki sjálfkrafa koma öðru NATO-ríki til bjargar ef það yrði fyrir árás. Yfirlýsingar utanríkisráðherranna stangast verulega á við skoðun Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann varaði við því á föstudag að kjör Trumps gæti komið tengslum milli Evrópu og Bandaríkjanna í uppnám. Nigel Farage, fyrrverandi formaður UKIP, fundaði með Donald Trump um helgina. Hann tísti í kjölfarið að það hefði verið mikill heiður að fá að eyða tíma með Trump og að hann væri viss um að hann yrði góður forseti. Fundurinn var litinn hornauga af ráðamönnum í Bretlandi þar sem Farage hitti Trump á undan forsætisráðherra Bretlands og öðrum hátt settum stjórnmálamönnum. Farage bauðst síðan til að kynna breska stjórnmálamenn fyrir Trump en Theresa May forsætisráðherra hefur afþakkað.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30 Obama biður fólk um að gefa Trump tækifæri Barack Obama Bandaríkjaforseti segir engan vafa á öðru en að hann hafi áhyggjur af forsetatíð nýkjörins forseta landsins, Donalds Trump 14. nóvember 2016 23:44 Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Sjá meira
Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Donald Trump hefur skipað í tvær mikilvægar stöður ríkisstjórnar sinnar. 14. nóvember 2016 12:30
Obama biður fólk um að gefa Trump tækifæri Barack Obama Bandaríkjaforseti segir engan vafa á öðru en að hann hafi áhyggjur af forsetatíð nýkjörins forseta landsins, Donalds Trump 14. nóvember 2016 23:44