Kjörmannakerfið á rætur sínar að rekja til þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. nóvember 2016 22:15 Teikning frá 19. öld af þrælum á bómullarakri í Louisiana. vísir/getty Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, muni fá fleiri atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í ár heldur en andstæðingur hennar Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana, en hann var í liðinni viku kjörinn forseti. Ástæða þess að hann sigraði liggur í bandaríska kjörmannakerfinu en það veldur því að vægi atkvæða er ekki jafnt, það er einn maður jafngildir ekki einu atkvæði. Ýmsum þykir þetta ólýðræðislegt og flókið en sá frambjóðandi sem nær 270 kjörmönnum eða meira nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Kjörmennirnir staðfesta svo forsetakjörið en þeir eru valdir af flokkunum í hverju ríki fyrir sig. Þar sem Trump hlaut fleiri kjörmenn en Clinton munu það því vera kjörmenn Repúblikana sem koma til með að staðfesta kjör hans þann 19. desember næstkomandi.Þrælar höfðu ekki kosningarétt en voru engu að síður taldir með í vægi atkvæða En hvers vegna ráðast úrslitinu á fjölda kjörmanna en ekki bara á því hver fær flest atkvæði frá almenningi? Fjallað er um málið á vef Vox og rætt við Akhil Reed Amar, prófessor í lögum og stjórnmálafræði við Yale-háskóla. Að hans sögn hafa ýmsar ástæður verið nefndar fyrir þessu en að mati hans er kjörmannakerfið afleiðing þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna. „Í beinu kosningakerfi þá hefðu Suðurríkin alltaf tapað þar sem afar hátt hlutfall íbúanna voru þrælar og þeir höfðu ekki kosningarétt. En kjörmannakerfið gerði ríkjum mögulegt að telja þrælana með,“ segir Amar í viðtali við Vox. Þessi málamiðlun vegna þrælahaldsins var ekki öllum ljós þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin en hún varð öllum ljós eftir kosningarnar 1796 annars vegar og kosningarnar árið 1800 hins vegar.Ekki það besta sem komið hefur frá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar John Adams vann síðarnefndu kosningarnar vegna aukakjörmannanna sem komu til út af þrælahaldi en þrettán aukakjörmenn féllu með Adams sem hefði ekki unnið kosningarnar án þeirra. Stjórnarskránni hefur síðan verið breytt en kjörmannakerfið er enn í fullu gildi en hvers vegna? „Aðgerðaleysi er ein ástæðan. Þetta er kerfið sem við höfum. Það er mjög erfitt að breyta stjórnarskránni og í skólum læra börn ekki um að ástæðuna megi rekja til þrælahalds, heldur að kjörmannakerfið megi meðal annars rekja til sambandsstjórnarstefnu. [...] Nemendum er ekki sagt að kjörmannakerfi sé ef til ekki það besta sem komið hefur frá höfundum stjórnarskrárinnar,“ segir Amar.Ítarlegt viðtal við Amar má lesa hér á vef Vox. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45 Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, muni fá fleiri atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í ár heldur en andstæðingur hennar Donald Trump, frambjóðandi Repúblikana, en hann var í liðinni viku kjörinn forseti. Ástæða þess að hann sigraði liggur í bandaríska kjörmannakerfinu en það veldur því að vægi atkvæða er ekki jafnt, það er einn maður jafngildir ekki einu atkvæði. Ýmsum þykir þetta ólýðræðislegt og flókið en sá frambjóðandi sem nær 270 kjörmönnum eða meira nær kjöri sem forseti Bandaríkjanna. Kjörmennirnir staðfesta svo forsetakjörið en þeir eru valdir af flokkunum í hverju ríki fyrir sig. Þar sem Trump hlaut fleiri kjörmenn en Clinton munu það því vera kjörmenn Repúblikana sem koma til með að staðfesta kjör hans þann 19. desember næstkomandi.Þrælar höfðu ekki kosningarétt en voru engu að síður taldir með í vægi atkvæða En hvers vegna ráðast úrslitinu á fjölda kjörmanna en ekki bara á því hver fær flest atkvæði frá almenningi? Fjallað er um málið á vef Vox og rætt við Akhil Reed Amar, prófessor í lögum og stjórnmálafræði við Yale-háskóla. Að hans sögn hafa ýmsar ástæður verið nefndar fyrir þessu en að mati hans er kjörmannakerfið afleiðing þrælahalds í Suðurríkjum Bandaríkjanna. „Í beinu kosningakerfi þá hefðu Suðurríkin alltaf tapað þar sem afar hátt hlutfall íbúanna voru þrælar og þeir höfðu ekki kosningarétt. En kjörmannakerfið gerði ríkjum mögulegt að telja þrælana með,“ segir Amar í viðtali við Vox. Þessi málamiðlun vegna þrælahaldsins var ekki öllum ljós þegar stjórnarskrá Bandaríkjanna var samin en hún varð öllum ljós eftir kosningarnar 1796 annars vegar og kosningarnar árið 1800 hins vegar.Ekki það besta sem komið hefur frá höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar John Adams vann síðarnefndu kosningarnar vegna aukakjörmannanna sem komu til út af þrælahaldi en þrettán aukakjörmenn féllu með Adams sem hefði ekki unnið kosningarnar án þeirra. Stjórnarskránni hefur síðan verið breytt en kjörmannakerfið er enn í fullu gildi en hvers vegna? „Aðgerðaleysi er ein ástæðan. Þetta er kerfið sem við höfum. Það er mjög erfitt að breyta stjórnarskránni og í skólum læra börn ekki um að ástæðuna megi rekja til þrælahalds, heldur að kjörmannakerfið megi meðal annars rekja til sambandsstjórnarstefnu. [...] Nemendum er ekki sagt að kjörmannakerfi sé ef til ekki það besta sem komið hefur frá höfundum stjórnarskrárinnar,“ segir Amar.Ítarlegt viðtal við Amar má lesa hér á vef Vox.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45 Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
The Simpsons bregðast við Trump spádómnum: „Ömurlegt að hafa rétt fyrir sér“ Frægt er orðið að höfundar The Simpsons spáðu fyrir um forsetatíð Trump í þætti árið 2000. 14. nóvember 2016 13:45
Trump skerpir línurnar í ítarlegu viðtali Ræddi við Lesie Stahl úr 60 mínútum í 40 mínútur og var komið víða við. 14. nóvember 2016 11:15