Atkinson snýr aftur á miðvikudaginn

Atkinson lék með Njarðvík síðari hluta síðasta tímabils og hahn snýr því aftur í græna búninginn.
Njarðvíkingar hafa verið í miklum vandræðum inni í teig á tímabilinu og eftir sex umferðir hefur aðeins botnlið Snæfells tekið færri fráköst að meðaltali í leik en Njarðvík.
Miðherjinn Corbin Jackson þótti ekki standa undir væntingum og var sendur heim eftir fjóra leiki og Atkinson er ætlað að fylla hans skarð.
Atkinson lék 19 leiki með Njarðvík í fyrra. Hann var með 19,6 stig, 10,0 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðatali í leik.
Atkinson, sem verður 26 ára síðar í mánuðinum, lék áður með Stjörnunni, síðari hluta tímabilsins 2014-15.
Njarðvík er með fjögur stig í 9. sæti Domino's deildarinnar.
Tengdar fréttir

Gunnar Örlygsson: Rekið mig frekar en þjálfarann
Gunnar Örlygsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, tjáði sig um þjálfaramál karlaliðs félagsins á fésbókinni í kvöld eftir að Njarðvíkurliðið datt út úr Maltbikarnum á móti nágrönnum sínum í Keflavík.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 97-91 | Keflvíkingar með frábæra endurkomu
Keflvíkingar eru komnir áfram í sextán liða úrslit Maltbikarsins í körfubolta eftir sex stiga endurkomusigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 97-91, í Keflavík í kvöld.

Corbin Jackson sendur heim frá Njarðvík
Miðherjinn ekki staðið undir væntingum í Ljónagryfjunni og var því sendur heim.

Körfuboltakvöld: Bonneau er stór hluti af vandamáli Njarðvíkinga
Njarðvík hefur farið illa af stað í Domino's deild karla í vetur.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 95-83 | Þægilegur sigur Grindvíkinga
Dagur Kár Jónsson byrjar vel með Grindvíkurliðinu en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína eftir að Dagur Kár Jónsson kom til liðsins frá Bandaríkjunum.

Atkinson aftur til Njarðvíkur
Njarðvíkur hefur verið í miðherjaleit eftir að Corbin Jackson var sagt upp.