Í blaðinu er ítarlegt viðtal við bæði hana og Barack Obama. Þar er fjallað um hvernig heimurinn varð ástfanginn af forsetafrúnni sem hefur sinnt starfi sínu ómótstæðilega á seinustu sjö árum. Í janúar á næsta ári mun nýr forseti taka við keflinu og þá verður Melania Trump forsetafrú. Það verður fróðlegt að sjá hvort að hún nái að fylla upp í spor Michelle.
Annie Leibovitz skaut forsíðuþáttinn. Obama hefur aldrei verið glæsilegri og það verður erfitt að sjá hana hverfa úr þessu mikilvæga hlutverki sem hún hefur gengt seinustu ár. Við höfum það þó á tilfinningunni að ferill hennar sé aðeins á uppleið út frá þessu.

