Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2016 12:30 Stephen Bannon, Donald Trump og Reince Preibus. Vísir/GEttY Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti fyrstu skipanir í ríkisstjórn sína. Hann starfsmannastjóri Hvíta hússins verður Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Stephen Bannon verður einn af helstu ráðgjöfum hans og mun hann stýra stefnumótun ríkisstjórnarinnar. Með skipun Priebus er Trump að rétta forystu Repúblikanaflokksins sáttarhönd, en Trump og kosningateymi hans hafa átt í deilum við forystuna og hóp þingmanna flokksins í kosningabaráttunni. Hins vegar mun skipun Bannon falla í grýttan jarðveg meðal flokksmanna.Stephen Bannon var fréttastjóri Breitbart vefsíðunnar sem er orðin helsti vettvangur „hins-hægrins“ svokallaða (e. alt-right). Bannon hefur margsinnis og um langt skeið veist að forystu Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega Paul Ryan, forseta þingsins, og leiðtoga flokksins.Trump sagði að Priebus og Bannon myndu í raun starfa sem „jafnir félagar“ en starfsmannastjóri Hvíta hússins hefur yfirleitt verið einn æðsti starfsmaður Hvíta hússins. Starfsmannastjórinn þarf, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ákveða hvaða ákvarðanir forsetinn þarf að taka og tengja saman stofnanir ríkisins og ráðherra. Með ákvörðun sinni gæti Trump hafa skapað tvær valdamiðjur innan Hvíta hússins og óvissu meðal starfsmanna. Til marks um viðhorf Paul Ryan til ákvörðunarinnar má ef til vill líta til tísts hans þar sem hann óskar Priebus til hamingju, án þess að nefna Bannon.I'm very proud and excited for my friend @Reince. Congrats!— Paul Ryan (@SpeakerRyan) November 13, 2016 Ryan sagði CNN að hann þekkti Stephen Bannon ekki, en hann treysti dómgreind Donald Trump. Priebus, sem er 44 ára gamall, er með stuðning stórs hluta flokksins. Hann táknar í raun hin hefðbundna gang stjórnmálanna á meðan Bannon, 62, táknar þá utanaðkomandi fylkingu popúlista sem tryggðu Trump sigurinn í kosningunum. Þingmenn beggja flokka á þinginu hafa gagnrýnt ráðningu Bannon sem og samtök gyðinga, en „hitt-hægrið“ hefur lengi verið tengt við rasisma og þjóðernishyggju hvítra. Hins vegar gætu ráðningarnar komið Trump vel þar sem Priebus gæti hjálpað forsetanum verðandi í samskiptum hans við báðar deildir þingsins og að koma lagasetningu þar í gegn. Bannon, sem hjálpaði Trump við að móta skilaboð sín til kjósenda, gæti hjálpað honum að halda tengslum við stuðningsmenn sína sem búast við breytingum í Washington. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti fyrstu skipanir í ríkisstjórn sína. Hann starfsmannastjóri Hvíta hússins verður Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Stephen Bannon verður einn af helstu ráðgjöfum hans og mun hann stýra stefnumótun ríkisstjórnarinnar. Með skipun Priebus er Trump að rétta forystu Repúblikanaflokksins sáttarhönd, en Trump og kosningateymi hans hafa átt í deilum við forystuna og hóp þingmanna flokksins í kosningabaráttunni. Hins vegar mun skipun Bannon falla í grýttan jarðveg meðal flokksmanna.Stephen Bannon var fréttastjóri Breitbart vefsíðunnar sem er orðin helsti vettvangur „hins-hægrins“ svokallaða (e. alt-right). Bannon hefur margsinnis og um langt skeið veist að forystu Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega Paul Ryan, forseta þingsins, og leiðtoga flokksins.Trump sagði að Priebus og Bannon myndu í raun starfa sem „jafnir félagar“ en starfsmannastjóri Hvíta hússins hefur yfirleitt verið einn æðsti starfsmaður Hvíta hússins. Starfsmannastjórinn þarf, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ákveða hvaða ákvarðanir forsetinn þarf að taka og tengja saman stofnanir ríkisins og ráðherra. Með ákvörðun sinni gæti Trump hafa skapað tvær valdamiðjur innan Hvíta hússins og óvissu meðal starfsmanna. Til marks um viðhorf Paul Ryan til ákvörðunarinnar má ef til vill líta til tísts hans þar sem hann óskar Priebus til hamingju, án þess að nefna Bannon.I'm very proud and excited for my friend @Reince. Congrats!— Paul Ryan (@SpeakerRyan) November 13, 2016 Ryan sagði CNN að hann þekkti Stephen Bannon ekki, en hann treysti dómgreind Donald Trump. Priebus, sem er 44 ára gamall, er með stuðning stórs hluta flokksins. Hann táknar í raun hin hefðbundna gang stjórnmálanna á meðan Bannon, 62, táknar þá utanaðkomandi fylkingu popúlista sem tryggðu Trump sigurinn í kosningunum. Þingmenn beggja flokka á þinginu hafa gagnrýnt ráðningu Bannon sem og samtök gyðinga, en „hitt-hægrið“ hefur lengi verið tengt við rasisma og þjóðernishyggju hvítra. Hins vegar gætu ráðningarnar komið Trump vel þar sem Priebus gæti hjálpað forsetanum verðandi í samskiptum hans við báðar deildir þingsins og að koma lagasetningu þar í gegn. Bannon, sem hjálpaði Trump við að móta skilaboð sín til kjósenda, gæti hjálpað honum að halda tengslum við stuðningsmenn sína sem búast við breytingum í Washington.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent