Fyrirgefið mér Helga Vala Helgadóttir skrifar 14. nóvember 2016 08:00 Ég er orðin miðaldra. Ég nenni ekki lengur að missa slag úr hjarta yfir pólitíkinni. Orðin dofin, bullið flæðir, orðin feit í heilanum, nenni ekki að rífast, berjast eða benda á ranglætið. Feit, þreytt og löt. Fyrirgefið mér. Já, ég nenni ekki lengur að berjast gegn ógeðslega óréttlátum lánum sem hvíla á húsinu mínu. Nenni ekki heldur að brjálast yfir ónýtri krónu sem ég neyðist til að fá í veskið um hver mánaðamót vegna starfa minna á Íslandi, en gerir alla framtíðarútreikninga marklausa. Nenni ekki lengur að berjast gegn niðurbrotnu heilbrigðis- og menntakerfi. Örmagna löggæslukerfi og fáránlegu fiskveiði- og landbúnaðarkerfi. Já, ég nenni ekki lengur að berjast gegn sérhagsmunaflokknum sem stanslaust ræður hér á landi í þjóðmálum og sveitarstjórnum. Nenni ekki að berjast gegn lyginni sem flokkurinn leggur á borð fyrir okkur. Flokknum sem lýgur til um útgjöld, stöðu fjármála, eignar sér góð verk en kennir öðrum um það sem miður fer bæði í landsmálum sem og á sveitastjórnarstigi. Þeir virðast vera alls staðar „strákarnir til að leiðrétta söguna“. „Let them deny it“ er leikurinn. Ef þú segir eitthvað nógu oft, hvort sem það er sannleikanum samkvæmt eða ekki, fer pöpullinn að trúa. Líka lyginni. Nenni ekki að berjast gegn flokknum sem felur sig þegar endalaus spillingarmálin í hans boði smjúga um allt kerfið og menga hugsanir okkar. Gera okkur dofin, líkt og ég er núna. Feit í heilanum. Dofin. Nenni ekki lengur að berjast. Ætla frekar að hjúpa mig og mína og vona að þetta verði allt í lagi. Núna skil ég þá betur sem sváfu á meðan ég barðist. Þeir komu á undan mér og gáfust líklega upp. Fyrirgefið mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun
Ég er orðin miðaldra. Ég nenni ekki lengur að missa slag úr hjarta yfir pólitíkinni. Orðin dofin, bullið flæðir, orðin feit í heilanum, nenni ekki að rífast, berjast eða benda á ranglætið. Feit, þreytt og löt. Fyrirgefið mér. Já, ég nenni ekki lengur að berjast gegn ógeðslega óréttlátum lánum sem hvíla á húsinu mínu. Nenni ekki heldur að brjálast yfir ónýtri krónu sem ég neyðist til að fá í veskið um hver mánaðamót vegna starfa minna á Íslandi, en gerir alla framtíðarútreikninga marklausa. Nenni ekki lengur að berjast gegn niðurbrotnu heilbrigðis- og menntakerfi. Örmagna löggæslukerfi og fáránlegu fiskveiði- og landbúnaðarkerfi. Já, ég nenni ekki lengur að berjast gegn sérhagsmunaflokknum sem stanslaust ræður hér á landi í þjóðmálum og sveitarstjórnum. Nenni ekki að berjast gegn lyginni sem flokkurinn leggur á borð fyrir okkur. Flokknum sem lýgur til um útgjöld, stöðu fjármála, eignar sér góð verk en kennir öðrum um það sem miður fer bæði í landsmálum sem og á sveitastjórnarstigi. Þeir virðast vera alls staðar „strákarnir til að leiðrétta söguna“. „Let them deny it“ er leikurinn. Ef þú segir eitthvað nógu oft, hvort sem það er sannleikanum samkvæmt eða ekki, fer pöpullinn að trúa. Líka lyginni. Nenni ekki að berjast gegn flokknum sem felur sig þegar endalaus spillingarmálin í hans boði smjúga um allt kerfið og menga hugsanir okkar. Gera okkur dofin, líkt og ég er núna. Feit í heilanum. Dofin. Nenni ekki lengur að berjast. Ætla frekar að hjúpa mig og mína og vona að þetta verði allt í lagi. Núna skil ég þá betur sem sváfu á meðan ég barðist. Þeir komu á undan mér og gáfust líklega upp. Fyrirgefið mér.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun