Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2016 10:15 Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni „Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. Myndin að ofan var tekin við Hvalseyjarkirkju þegar Stöðvar 2-menn voru þar við upptökur. Þeir Eiríkur Hilmisson hljóðmaður og Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður standa fyrir framan kirkjuna en síðustu fréttir af norrænu byggðinni á Grænlandi eru frá brúðkaupi þar árið 1408. Síðan hefur ekkert spurst til fólksins. Viðfangsefni þáttanna er sem fyrr; upphaf Íslandssögunnar og rætur íslensku þjóðarinnar. Í þeim verða fleiri leyndardómar landnámssögunnar krufðir. Fjallað verður um eitt mesta siglingaafrek norrænna manna; landafundina á meginlandi Ameríku, sjálfa Vínlandsgátuna. Frægustu fornminjar eftir víkinga sem fundist hafa í Kanada verða heimsóttar.Myndefnis í þættina var aflað víða. Hér er Egill Aðalsteinsson að kvikmynda bæinn Kvam við Aurlandsfjörð í Sogni í Noregi. Kenningar eru um að þaðan hafi Auður djúpúðga verið ættuð og þessvegna valið landnámsbæ sínum i Dölum nafnið Hvamm.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fyrri hlutinn, ellefu þættir, var sýndur síðastliðinn vetur en síðari hlutinn hefst á morgun, mánudag, 14. nóvember. Í næstu níu þáttum verða einnig sögustaðir heimsóttir í öllum landsfjórðungum Íslands, rýnt í frásagnir af landnámshöfðingjum og spurt hvernig nýtt samfélag gat orðið til á Íslandi á undraskömmum tíma. Greint verður frá umdeildum en heillandi kenningum um að forn dulspeki hafi verið ráðandi þáttur í landnáminu. Þátturinn í kvöld verður sýndur klukkan 19.55, á eftir viðtalsþætti 60 Minutes við Donald Trump, og ber undirtitilinn Höfðingarnir. Rýnt verður í sögu nokkurra stórhöfðingja íslensku landnámssögunnar, manna eins og Ingimundar gamla, Helga magra, Hrollaugs Rögnvaldssonar, Ólafs tvennumbrúna og Ketils hængs. Flestir hröktust úr fyrri heimkynnum til Íslands. Þar numu þeir stór héruð og gerðust landnámshöfðingjar. Víkingurinn „Ólafur tvennumbrúni" kvikmyndaður á víkingaskipi á vatni á Lófóten. Þar kennir hann norskum skólabörnum sögu eins af landsnámsmönnum Íslands.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.En voru sumir höfðingjanna bara örnefni og aldrei til, eins og Dýri í Dýrafirði? Hér má sjá kynningarstiklu þáttanna. Donald Trump Grænland Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. 21. mars 2016 20:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjá meira
Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni „Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur. Myndin að ofan var tekin við Hvalseyjarkirkju þegar Stöðvar 2-menn voru þar við upptökur. Þeir Eiríkur Hilmisson hljóðmaður og Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndatökumaður standa fyrir framan kirkjuna en síðustu fréttir af norrænu byggðinni á Grænlandi eru frá brúðkaupi þar árið 1408. Síðan hefur ekkert spurst til fólksins. Viðfangsefni þáttanna er sem fyrr; upphaf Íslandssögunnar og rætur íslensku þjóðarinnar. Í þeim verða fleiri leyndardómar landnámssögunnar krufðir. Fjallað verður um eitt mesta siglingaafrek norrænna manna; landafundina á meginlandi Ameríku, sjálfa Vínlandsgátuna. Frægustu fornminjar eftir víkinga sem fundist hafa í Kanada verða heimsóttar.Myndefnis í þættina var aflað víða. Hér er Egill Aðalsteinsson að kvikmynda bæinn Kvam við Aurlandsfjörð í Sogni í Noregi. Kenningar eru um að þaðan hafi Auður djúpúðga verið ættuð og þessvegna valið landnámsbæ sínum i Dölum nafnið Hvamm.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Fyrri hlutinn, ellefu þættir, var sýndur síðastliðinn vetur en síðari hlutinn hefst á morgun, mánudag, 14. nóvember. Í næstu níu þáttum verða einnig sögustaðir heimsóttir í öllum landsfjórðungum Íslands, rýnt í frásagnir af landnámshöfðingjum og spurt hvernig nýtt samfélag gat orðið til á Íslandi á undraskömmum tíma. Greint verður frá umdeildum en heillandi kenningum um að forn dulspeki hafi verið ráðandi þáttur í landnáminu. Þátturinn í kvöld verður sýndur klukkan 19.55, á eftir viðtalsþætti 60 Minutes við Donald Trump, og ber undirtitilinn Höfðingarnir. Rýnt verður í sögu nokkurra stórhöfðingja íslensku landnámssögunnar, manna eins og Ingimundar gamla, Helga magra, Hrollaugs Rögnvaldssonar, Ólafs tvennumbrúna og Ketils hængs. Flestir hröktust úr fyrri heimkynnum til Íslands. Þar numu þeir stór héruð og gerðust landnámshöfðingjar. Víkingurinn „Ólafur tvennumbrúni" kvikmyndaður á víkingaskipi á vatni á Lófóten. Þar kennir hann norskum skólabörnum sögu eins af landsnámsmönnum Íslands.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.En voru sumir höfðingjanna bara örnefni og aldrei til, eins og Dýri í Dýrafirði? Hér má sjá kynningarstiklu þáttanna.
Donald Trump Grænland Kanada Landnemarnir Tengdar fréttir Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00 Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. 21. mars 2016 20:00 Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15 Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00 Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Verður staðartónskáld Sinfó Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Líf og fjör í loðnu málverkunum Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Sjá meira
Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu. 22. febrúar 2016 22:00
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Þuríði sundafylli hampað í sjávarbyggðum Lofoten Minnisvarði er um landnámskonuna Þuríði sundafylli við ráðhús stærsta sveitarfélagsins á Lofoten. 21. mars 2016 20:00
Telja Auði djúpúðgu ættaða frá Kvam við Aurlandsfjörð Þess vegna hafi hún valið sama heiti á landnámsbæ sinn á Íslandi. 8. febrúar 2016 19:15
Norðmenn segja Ingólf úr Hrífudal Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, kom frá Dalsfirði á Fjölum, samkvæmt Landnámabók. 29. janúar 2016 15:00
Þuríður sundafyllir dæmi um samískar rætur Íslendinga? Þuríður sundafyllir er ein fárra landnámskvenna sem getið er um fornsögunum. Vísbendingar eru um að hún gæti hafa verið Sami. 20. mars 2016 09:45