Ragnar: Finnst Mandzukic ekki geta neitt Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. nóvember 2016 19:24 „Mér fannst við ekki beint lélegir í seinn hálfleik en sá fyrri var betri,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður Íslands um tapið gegn Króatíu í kvöld. „Mér fannst við vera alveg með þá og svo nær einhver gaur að þræða sig svolítið í gegn og skaut með vinstri, ég held hann sé réttfættur. Það var gott skot og í kjölfarið af því fá þeir dauðafæri eftir fyrirgjöf. „Fyrir utan það þá man ég ekki eftir að þeir hafi skapað mörg færi,“ sagði Ragnar. Völlurinn í Zagreb var vart boðlegur eftir miklar rigningar síðustu daga og gerði báðum liðum erfitt fyrir. „Maður hefur oft spilað á svona völlum áður og bæði liðin voru að spila á sama vellinum. Mér fannst hann ekki skipta neinu máli. „Við vorum góðir framan af og fengum nokkur færi sem við vorum óheppnir að klára ekki. Svo fáum við leiðinda mark á okkur. Stundum þróast leikirnir svona. „Við vildum koma sterkir út í seinni hálfleikinn en náðum ekki sama spili og í fyrri hálfleik. „Við spiluðum ekki nógu mikið út á köntunum þar sem mesta plássið var. Við töpuðum boltanum á miðsvæðinu með hættulegum sendingum. „Við þurftum að taka áhættu í lok leiksins og þá opnuðumst við aðeins. Ég veit ekki hvort ég var einn á móti tveimur eða hvort það var einhver við hliðina á mér í seinna markinu. Þetta týpískt hraðaupphlaup,“ sagði Ragnar sem fannst ekki mikið til Mario Mandzukic framherja Króatíu í leiknum koma. „Ég veit ekki hvað allir eru að tala um hvað þessa sé góður leikmaður. Mér finnst hann eiginlega ekki geta neitt. „Hann er mjög góður í loftinu en þeir voru lítið að hlaupa í kringum hann þannig að það skipti engu máli. „Þeir eru með góða leikmenn sem geta skorað upp úr engu og fyrsta markið var þannig. Við gleymdum kannski að einbeita okkur að þeim líka,“ sagði Ragnar að lokum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
„Mér fannst við ekki beint lélegir í seinn hálfleik en sá fyrri var betri,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður Íslands um tapið gegn Króatíu í kvöld. „Mér fannst við vera alveg með þá og svo nær einhver gaur að þræða sig svolítið í gegn og skaut með vinstri, ég held hann sé réttfættur. Það var gott skot og í kjölfarið af því fá þeir dauðafæri eftir fyrirgjöf. „Fyrir utan það þá man ég ekki eftir að þeir hafi skapað mörg færi,“ sagði Ragnar. Völlurinn í Zagreb var vart boðlegur eftir miklar rigningar síðustu daga og gerði báðum liðum erfitt fyrir. „Maður hefur oft spilað á svona völlum áður og bæði liðin voru að spila á sama vellinum. Mér fannst hann ekki skipta neinu máli. „Við vorum góðir framan af og fengum nokkur færi sem við vorum óheppnir að klára ekki. Svo fáum við leiðinda mark á okkur. Stundum þróast leikirnir svona. „Við vildum koma sterkir út í seinni hálfleikinn en náðum ekki sama spili og í fyrri hálfleik. „Við spiluðum ekki nógu mikið út á köntunum þar sem mesta plássið var. Við töpuðum boltanum á miðsvæðinu með hættulegum sendingum. „Við þurftum að taka áhættu í lok leiksins og þá opnuðumst við aðeins. Ég veit ekki hvort ég var einn á móti tveimur eða hvort það var einhver við hliðina á mér í seinna markinu. Þetta týpískt hraðaupphlaup,“ sagði Ragnar sem fannst ekki mikið til Mario Mandzukic framherja Króatíu í leiknum koma. „Ég veit ekki hvað allir eru að tala um hvað þessa sé góður leikmaður. Mér finnst hann eiginlega ekki geta neitt. „Hann er mjög góður í loftinu en þeir voru lítið að hlaupa í kringum hann þannig að það skipti engu máli. „Þeir eru með góða leikmenn sem geta skorað upp úr engu og fyrsta markið var þannig. Við gleymdum kannski að einbeita okkur að þeim líka,“ sagði Ragnar að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira