Hannes: Var möguleiki að fá eitthvað út úr þessu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. nóvember 2016 19:01 „Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. „Við vissum að þeir eru góðir. Þeir eru með frábært lið. Þetta var líklega ekki þeirra besti dagur og við vorum góðir framan af. Það voru möguleikar að fá eitthvað út úr þessu.“ Króatía skoraði nokkuð gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik þar sem Hannes hefði þurft að taka eitt skref til hægri til að geta náð til boltans. „Þeir voru ekki búnir að fá neitt. Skotið var fínt hjá honum. Ég sé boltann seint og var aðeins of lengi að bregðast við. Kannski á mínum besta degi hefði ég hugsanlega getað gert eitthvað í þessu,“ sagði Hannes. Ekkert er hægt að setja út á Hannes í seinna markinu og skotið óverjandi. „Það var vel gert hjá honum. Það var komið í uppbótartíma og langsótt að við næðum einhverju út úr þessu. „Þeir koma á okkur eins og þeir eru góðir í. Þegar við erum komnir framarlega þá eru þeir flinkir.“ Ísland fékk margar góðar sóknir í fyrri hálfleik og vantaði herslumuninn að liðið næði að skapa sér dauðafæri og skora. „Mér fannst við byrja mjög vel. Við getum tekið það út úr þessum leik. Við höfum náð í mörg frábær úrslit gegn góðum liðum í gegnum tíðina og Króatar eru með mjög gott lið og sýndu að þeim er alvara í þessari keppni. „En við hefðum getað tekið punkt út úr þessu. Það hefði verið spennandi að sjá hvað hefði gerst ef við hefðum náð að setja á þá snemma leiks. Íslandi gekk ekki eins vel að halda boltanum í seinni hálfleik og þeim fyrri og virtist liðið hreinlega þreytast við erfiðar aðstæður. „Við náðum ekki að vera alveg nógu ákveðnir. Þeir fá líka sinn besta leikmann inn á (Luka Modric). Hann nær að stjórna aðeins betur spilinu. Þá ná þeir að vera aðeins rólegri með forystuna. Þetta var upp í móti í seinni hálfleik,“ sagði Hannes. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Við áttum ekki að tapa þessum leik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslands eftir 2-0 tapið í Króatíu í kvöld. „Við vissum að þeir eru góðir. Þeir eru með frábært lið. Þetta var líklega ekki þeirra besti dagur og við vorum góðir framan af. Það voru möguleikar að fá eitthvað út úr þessu.“ Króatía skoraði nokkuð gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik þar sem Hannes hefði þurft að taka eitt skref til hægri til að geta náð til boltans. „Þeir voru ekki búnir að fá neitt. Skotið var fínt hjá honum. Ég sé boltann seint og var aðeins of lengi að bregðast við. Kannski á mínum besta degi hefði ég hugsanlega getað gert eitthvað í þessu,“ sagði Hannes. Ekkert er hægt að setja út á Hannes í seinna markinu og skotið óverjandi. „Það var vel gert hjá honum. Það var komið í uppbótartíma og langsótt að við næðum einhverju út úr þessu. „Þeir koma á okkur eins og þeir eru góðir í. Þegar við erum komnir framarlega þá eru þeir flinkir.“ Ísland fékk margar góðar sóknir í fyrri hálfleik og vantaði herslumuninn að liðið næði að skapa sér dauðafæri og skora. „Mér fannst við byrja mjög vel. Við getum tekið það út úr þessum leik. Við höfum náð í mörg frábær úrslit gegn góðum liðum í gegnum tíðina og Króatar eru með mjög gott lið og sýndu að þeim er alvara í þessari keppni. „En við hefðum getað tekið punkt út úr þessu. Það hefði verið spennandi að sjá hvað hefði gerst ef við hefðum náð að setja á þá snemma leiks. Íslandi gekk ekki eins vel að halda boltanum í seinni hálfleik og þeim fyrri og virtist liðið hreinlega þreytast við erfiðar aðstæður. „Við náðum ekki að vera alveg nógu ákveðnir. Þeir fá líka sinn besta leikmann inn á (Luka Modric). Hann nær að stjórna aðeins betur spilinu. Þá ná þeir að vera aðeins rólegri með forystuna. Þetta var upp í móti í seinni hálfleik,“ sagði Hannes.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Ágæt spilamennska á köflum í Zagreb var ekki nóg. Mannekla í sóknarlínu íslenska liðsins var strákunum okkar að falli. Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018. 12. nóvember 2016 18:45