Landsleikjahelgin byrjaði á óvæntum og dramatískum sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2016 19:04 Gevorg Ghazaryan. Vísir/EPA Fyrsti sigur Armena í undankeppni HM 2018 var af dramatísku gerðinni en Armenía vann 3-2 endurkomusigur á Svartfjallalandi í kvöld. Svartfellingar voru á toppi E-riðilsins og ekki búnir að tapa fyrir leikinn í kvöld. Armennska liðið hafði aftur á móti tapað fyrstu þremur leikjum sínum og aðeins skorað eitt mark á 270 mínútum. Úrslitin koma því á óvart og enn frekar miðað við gang mála fyrstu 45 mínútur leiksins. Svartfellingar höfðu talsverða yfirburði í fyrri hálfleiknum og lið Svartfjallalands var 2-0 yfir í hálfleik. Damir Kojasevic og Stevan Jovetic skoruðu mörkin með tveggja mínútna kafla á lokakafla hálfleiksins. Það var því ekki mikið í spilunum fyrir heimamenn sem þurftu að tvöfalda markaskor sitt í undankeppninni bara til að jafna metin og fá eitthvað út úr leiknum. Armenar lögðu ekki árar í bát og unnu sig inn í leikinn. Það munaði mikið um að fá mark frá Artak Grigoryan eftir aðeins fimm mínútna leik og jöfnunarmark Varazdat Haroyan kom síðan sextán mínútum fyrir leikslok. Armenarnir voru hinsvegar ekki hættir og pressuðu á lokakaflanum. Það var síðan Gevorg Ghazaryan sem tryggði liðinu öll þrjú stigin með skoti af löngu færi. Markið kom á þriðju mínútu í uppbótartíma en þremur mínútum hafði verið bætt við. Þetta var því alvöru flautumark hjá Gevorg Ghazaryan í kvöld. Leikmenn, þjálfarar, starfsmenn og að sjálfsögðu stuðningsmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok og það verður örugglega mikið fjör og gaman í miðbæ Jerevan í kvöld og nótt. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Fyrsti sigur Armena í undankeppni HM 2018 var af dramatísku gerðinni en Armenía vann 3-2 endurkomusigur á Svartfjallalandi í kvöld. Svartfellingar voru á toppi E-riðilsins og ekki búnir að tapa fyrir leikinn í kvöld. Armennska liðið hafði aftur á móti tapað fyrstu þremur leikjum sínum og aðeins skorað eitt mark á 270 mínútum. Úrslitin koma því á óvart og enn frekar miðað við gang mála fyrstu 45 mínútur leiksins. Svartfellingar höfðu talsverða yfirburði í fyrri hálfleiknum og lið Svartfjallalands var 2-0 yfir í hálfleik. Damir Kojasevic og Stevan Jovetic skoruðu mörkin með tveggja mínútna kafla á lokakafla hálfleiksins. Það var því ekki mikið í spilunum fyrir heimamenn sem þurftu að tvöfalda markaskor sitt í undankeppninni bara til að jafna metin og fá eitthvað út úr leiknum. Armenar lögðu ekki árar í bát og unnu sig inn í leikinn. Það munaði mikið um að fá mark frá Artak Grigoryan eftir aðeins fimm mínútna leik og jöfnunarmark Varazdat Haroyan kom síðan sextán mínútum fyrir leikslok. Armenarnir voru hinsvegar ekki hættir og pressuðu á lokakaflanum. Það var síðan Gevorg Ghazaryan sem tryggði liðinu öll þrjú stigin með skoti af löngu færi. Markið kom á þriðju mínútu í uppbótartíma en þremur mínútum hafði verið bætt við. Þetta var því alvöru flautumark hjá Gevorg Ghazaryan í kvöld. Leikmenn, þjálfarar, starfsmenn og að sjálfsögðu stuðningsmennirnir fögnuðu gríðarlega í leikslok og það verður örugglega mikið fjör og gaman í miðbæ Jerevan í kvöld og nótt.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Fótbolti Fleiri fréttir Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn