Belgar buðu til markaveislu | Öll úrslit dagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2016 22:00 Átta leikir fóru fram í undankeppni HM 2018 í dag. Lærisveinar Robertos Martínez í belgíska landsliðinu buðu til markaveislu gegn Eistum á heimavelli. Belgar unnu leikinn 8-1 og hafa nú skorað 21 mark í fyrstu fjórum leikjunum í undankeppninni. Ekkert lið í Evrópu hefur skorað fleiri mörk í undankeppninni. Belgía byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir 25 mínútna leik var staðan orðin 3-0. Thomas Meunier, Dries Mertens og Eden Hazard skoruðu mörkin. Henri Arier minnkaði muninn í 3-1 á 29. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Belgar settu aftur í fluggírinn um miðjan seinni hálfleik og skoruðu þá þrjú mörk. Mertens skoraði sitt annað mark, Yannick Carrasco komst á blað auk þess sem Ragnar Klavan, fyrirliði Eista og leikmaður Liverpool, gerði sjálfsmark. Romelu Lukaku skoraði svo tvö mörk undir lokin og 8-1 sigur Belgíu staðreynd. Belgar eru með tólf stig á toppi H-riðils, tveimur stigum á undan Grikkjum sem gerðu 1-1 jafntefli við Bosníumenn í ótrúlegum leik. Georgios Tzavellas tryggði Grikklandi stig þegar hann jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Á þeim tímapunkti voru bæði lið einum færri. Edin Dzeko, fyrirliði Bosníu, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að girða niður um Sokratis Papastathopoulos, varnarmann Grikkja. Átök brutust út eftir þetta ótrúlega atvik og Grikkinn Kyriakos Papadopoulos fékk einnig rauða spjaldið.Myndband af þessari stórfurðulegu uppákomu má sjá með því að smella hér. Í sama riðli vann Kýpur 3-1 sigur á Gíbraltar.Memphis Depay skoraði tvívegis þegar Holland vann 1-3 útisigur á Lúxemborg í A-riðli. Í sama riðli vann Búlgaría Hvíta-Rússland með einu marki gegn engu.Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klúðraði vítaspyrnu í 4-1 sigri Portúgals á Lettlandi í B-riðli. Evrópumeistararnir eru með níu stig í 2. sæti riðilsins, þremur stigum á eftir toppliði Svisslendinga sem unnu Færeyinga 2-0. Í sama riðli vann Ungverjaland 4-0 sigur á Andorra.Úrslitin í dag: A-riðill: Lúxemborg 1-3 Holland0-1 Arjen Robben (36.), 1-1 Maxime Chanot, víti (44.), 1-2 Memphis Depay (58.), 1-3 Memphis (84.). Búlgaría 1-0 Hvíta-Rússland1-1 Ivelin Popov (10.). B-riðill: Portúgal 4-1 Lettland1-0 Cristiano Ronaldo, víti (28.), 1-1 Arturs Zjuzins (67.), 2-1 William Carvalho (70.), 3-1 Ronaldo (85.), 4-1 Bruno Alves (90+2.).Sviss 2-0 Færeyjar 1-0 Eren Derdiyok (27.), 2-0 Stephan Lichtsteiner (83.).Ungverjaland 4-0 Andorra 1-0 Zoltán Gera (33.), 2-0 Ádám Lang (43.), 3-0 Ádám Gyurcsó (73.), 4-0 Ádám Szalai (88.).H-riðill:Belgía 8-1 Eistland 1-0 Thomas Meunier (8.), 2-0 Dries Mertens (16.), 3-0 Eden Hazard (25.), 3-1 Henri Anier (29.), 4-1 Yannick Carrasco (62.), 5-1 Ragnar Klavan, sjálfsmark (64.), 6-1 Mertens (68.), 7-1 Romelu Lukaku (83.), 8-1 Lukaku (88.).Grikkland 1-1 Bosnía 0-1 Orestis Karnezis, sjálfsmark (33.), 1-1 Giorgos Tzavellas (90+5.).Kýpur 3-1 Gíbraltar 1-0 Kostas (29.), 1-1 Lee Casciaro (51.), 2-1 Pieros Sotirou (65.), 3-1 Valentinos Sielis (87.). HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Memphis kom Hollendingum til bjargar í Lúxemborg Memphis Depay bjargaði andliti Hollendinga í Lúxemborg í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 19:13 Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum. 13. nóvember 2016 19:00 Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á víti gegn Lettum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 21:45 Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. 13. nóvember 2016 21:49 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Átta leikir fóru fram í undankeppni HM 2018 í dag. Lærisveinar Robertos Martínez í belgíska landsliðinu buðu til markaveislu gegn Eistum á heimavelli. Belgar unnu leikinn 8-1 og hafa nú skorað 21 mark í fyrstu fjórum leikjunum í undankeppninni. Ekkert lið í Evrópu hefur skorað fleiri mörk í undankeppninni. Belgía byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir 25 mínútna leik var staðan orðin 3-0. Thomas Meunier, Dries Mertens og Eden Hazard skoruðu mörkin. Henri Arier minnkaði muninn í 3-1 á 29. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Belgar settu aftur í fluggírinn um miðjan seinni hálfleik og skoruðu þá þrjú mörk. Mertens skoraði sitt annað mark, Yannick Carrasco komst á blað auk þess sem Ragnar Klavan, fyrirliði Eista og leikmaður Liverpool, gerði sjálfsmark. Romelu Lukaku skoraði svo tvö mörk undir lokin og 8-1 sigur Belgíu staðreynd. Belgar eru með tólf stig á toppi H-riðils, tveimur stigum á undan Grikkjum sem gerðu 1-1 jafntefli við Bosníumenn í ótrúlegum leik. Georgios Tzavellas tryggði Grikklandi stig þegar hann jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Á þeim tímapunkti voru bæði lið einum færri. Edin Dzeko, fyrirliði Bosníu, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að girða niður um Sokratis Papastathopoulos, varnarmann Grikkja. Átök brutust út eftir þetta ótrúlega atvik og Grikkinn Kyriakos Papadopoulos fékk einnig rauða spjaldið.Myndband af þessari stórfurðulegu uppákomu má sjá með því að smella hér. Í sama riðli vann Kýpur 3-1 sigur á Gíbraltar.Memphis Depay skoraði tvívegis þegar Holland vann 1-3 útisigur á Lúxemborg í A-riðli. Í sama riðli vann Búlgaría Hvíta-Rússland með einu marki gegn engu.Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klúðraði vítaspyrnu í 4-1 sigri Portúgals á Lettlandi í B-riðli. Evrópumeistararnir eru með níu stig í 2. sæti riðilsins, þremur stigum á eftir toppliði Svisslendinga sem unnu Færeyinga 2-0. Í sama riðli vann Ungverjaland 4-0 sigur á Andorra.Úrslitin í dag: A-riðill: Lúxemborg 1-3 Holland0-1 Arjen Robben (36.), 1-1 Maxime Chanot, víti (44.), 1-2 Memphis Depay (58.), 1-3 Memphis (84.). Búlgaría 1-0 Hvíta-Rússland1-1 Ivelin Popov (10.). B-riðill: Portúgal 4-1 Lettland1-0 Cristiano Ronaldo, víti (28.), 1-1 Arturs Zjuzins (67.), 2-1 William Carvalho (70.), 3-1 Ronaldo (85.), 4-1 Bruno Alves (90+2.).Sviss 2-0 Færeyjar 1-0 Eren Derdiyok (27.), 2-0 Stephan Lichtsteiner (83.).Ungverjaland 4-0 Andorra 1-0 Zoltán Gera (33.), 2-0 Ádám Lang (43.), 3-0 Ádám Gyurcsó (73.), 4-0 Ádám Szalai (88.).H-riðill:Belgía 8-1 Eistland 1-0 Thomas Meunier (8.), 2-0 Dries Mertens (16.), 3-0 Eden Hazard (25.), 3-1 Henri Anier (29.), 4-1 Yannick Carrasco (62.), 5-1 Ragnar Klavan, sjálfsmark (64.), 6-1 Mertens (68.), 7-1 Romelu Lukaku (83.), 8-1 Lukaku (88.).Grikkland 1-1 Bosnía 0-1 Orestis Karnezis, sjálfsmark (33.), 1-1 Giorgos Tzavellas (90+5.).Kýpur 3-1 Gíbraltar 1-0 Kostas (29.), 1-1 Lee Casciaro (51.), 2-1 Pieros Sotirou (65.), 3-1 Valentinos Sielis (87.).
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Memphis kom Hollendingum til bjargar í Lúxemborg Memphis Depay bjargaði andliti Hollendinga í Lúxemborg í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 19:13 Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum. 13. nóvember 2016 19:00 Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á víti gegn Lettum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 21:45 Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. 13. nóvember 2016 21:49 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Memphis kom Hollendingum til bjargar í Lúxemborg Memphis Depay bjargaði andliti Hollendinga í Lúxemborg í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 19:13
Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum. 13. nóvember 2016 19:00
Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á víti gegn Lettum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 21:45
Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. 13. nóvember 2016 21:49