Zuckerberg sver af sér ábyrgð á fölskum fréttum á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2016 09:53 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Vísir/EPA Mark Zuckerbeg, stofnandi Facebook, segir fráleitt að falsaðar fréttir sem verið hafa í dreifingu á samfélagsmiðlinum undanfarnar vikur hafi haft áhrif á niðurstöðuna í forsetakosningunum vestanhafs. Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati Zuckerberg. Guardian greinir frá. Eins og alþjóð veit vann Donald Trump óvæntan sigur í kosningunum vestanhafs, eitthvað sem margir töldu óhugsandi. „If I were to run, I’d run as a Republican. They are the dumbest group of voters in the country. They believe anything on Fox News. I could lie and they’d still eat it up. I bet my numbers would be terrific.“ Þessi ummæli, þar sem Trump á að hafa sagt fyrir átján árum að kjósendur repúblikana séu heimskustu kjósendur í Bandaríkjunum, hafa verið í mikilli dreifingu á Facebook undanfarnar vikur en þau eru eignuð Donald Trump, úr viðtali í People Magazine árið 1998. Fyrir utan þá staðreynd að umrætt viðtal er uppspuni, Trump sagði aldrei þessi orð.Þetta skjáskot hefur farið fyrir augu margra á Facebook undanfarnar vikur.Sundrar heiminum í stað þess að sameina Um gott dæmi er að ræða sem lýsir því hvernig falskar staðreyndir og fréttir geta flotið um á Facebook, og reyndar öðrum samfélagsmiðlum líka, án þess að þau séu ritskoðuð á einn eða annan hátt. Hefur Facebook verið sakað um að sundra fólki frekar en að sameina sem er einmitt það sem Facebook segir standa fyrir, að sameina heiminn. „Fólk hefur slitið vinskap og skorið á fjölskyldutengsl vegna þess af því að umræðan er svo óvæginn,“ segir Claire Waddle, sérfræðingur hjá Tow Center for Digital Journalism. Vandamálið sé að Facebook sé orðið að fréttaveitu sem sé án nokkurrar ritskoðunar eða viðmiða. Þannig komist hlutir, á borð við fyrrnefnd ummæli Trump, í gríðarlega mikla dreifingu án þess að hún sé stöðvuð á nokkurn hátt, eða leiðrétt.Segir fólk ekki lifa í bubblu Zuckerberg segir mikla einföldun að ætla að fólk hafi aðeins greitt atkvæði sitt undir áhrifum falskra frétta á Facebook. Þá neitar hann því sömuleiðis að algóritmi Facebook geri það að verkum að í auknum mæli sjái fólk ekki skoðanir sem séu andsnúnar sínum eigin. Að fólk lifi í bubblu ef svo má að orði komast. Vandamálið sé það að fólk líki ekki við eða taki þátt í umræðum þegar öndverðar skoðanir eru á dagskrá. Því minni áhuga sem fólk sýni öndverðum skoðunum því sjaldnar birtist þær fyrir augum notandans á Facebook. „Okkar markmið og hlutverk er að hjálpa fólki að sjá efni sem það hefur mestan áhuga á og skiptir það mestu máli.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Fleiri fréttir Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Sjá meira
Mark Zuckerbeg, stofnandi Facebook, segir fráleitt að falsaðar fréttir sem verið hafa í dreifingu á samfélagsmiðlinum undanfarnar vikur hafi haft áhrif á niðurstöðuna í forsetakosningunum vestanhafs. Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati Zuckerberg. Guardian greinir frá. Eins og alþjóð veit vann Donald Trump óvæntan sigur í kosningunum vestanhafs, eitthvað sem margir töldu óhugsandi. „If I were to run, I’d run as a Republican. They are the dumbest group of voters in the country. They believe anything on Fox News. I could lie and they’d still eat it up. I bet my numbers would be terrific.“ Þessi ummæli, þar sem Trump á að hafa sagt fyrir átján árum að kjósendur repúblikana séu heimskustu kjósendur í Bandaríkjunum, hafa verið í mikilli dreifingu á Facebook undanfarnar vikur en þau eru eignuð Donald Trump, úr viðtali í People Magazine árið 1998. Fyrir utan þá staðreynd að umrætt viðtal er uppspuni, Trump sagði aldrei þessi orð.Þetta skjáskot hefur farið fyrir augu margra á Facebook undanfarnar vikur.Sundrar heiminum í stað þess að sameina Um gott dæmi er að ræða sem lýsir því hvernig falskar staðreyndir og fréttir geta flotið um á Facebook, og reyndar öðrum samfélagsmiðlum líka, án þess að þau séu ritskoðuð á einn eða annan hátt. Hefur Facebook verið sakað um að sundra fólki frekar en að sameina sem er einmitt það sem Facebook segir standa fyrir, að sameina heiminn. „Fólk hefur slitið vinskap og skorið á fjölskyldutengsl vegna þess af því að umræðan er svo óvæginn,“ segir Claire Waddle, sérfræðingur hjá Tow Center for Digital Journalism. Vandamálið sé að Facebook sé orðið að fréttaveitu sem sé án nokkurrar ritskoðunar eða viðmiða. Þannig komist hlutir, á borð við fyrrnefnd ummæli Trump, í gríðarlega mikla dreifingu án þess að hún sé stöðvuð á nokkurn hátt, eða leiðrétt.Segir fólk ekki lifa í bubblu Zuckerberg segir mikla einföldun að ætla að fólk hafi aðeins greitt atkvæði sitt undir áhrifum falskra frétta á Facebook. Þá neitar hann því sömuleiðis að algóritmi Facebook geri það að verkum að í auknum mæli sjái fólk ekki skoðanir sem séu andsnúnar sínum eigin. Að fólk lifi í bubblu ef svo má að orði komast. Vandamálið sé það að fólk líki ekki við eða taki þátt í umræðum þegar öndverðar skoðanir eru á dagskrá. Því minni áhuga sem fólk sýni öndverðum skoðunum því sjaldnar birtist þær fyrir augum notandans á Facebook. „Okkar markmið og hlutverk er að hjálpa fólki að sjá efni sem það hefur mestan áhuga á og skiptir það mestu máli.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Segist draga andann vegna staðsetningar flugvallarins Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Erlent Fleiri fréttir Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Sjá meira