Zuckerberg sver af sér ábyrgð á fölskum fréttum á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2016 09:53 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Vísir/EPA Mark Zuckerbeg, stofnandi Facebook, segir fráleitt að falsaðar fréttir sem verið hafa í dreifingu á samfélagsmiðlinum undanfarnar vikur hafi haft áhrif á niðurstöðuna í forsetakosningunum vestanhafs. Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati Zuckerberg. Guardian greinir frá. Eins og alþjóð veit vann Donald Trump óvæntan sigur í kosningunum vestanhafs, eitthvað sem margir töldu óhugsandi. „If I were to run, I’d run as a Republican. They are the dumbest group of voters in the country. They believe anything on Fox News. I could lie and they’d still eat it up. I bet my numbers would be terrific.“ Þessi ummæli, þar sem Trump á að hafa sagt fyrir átján árum að kjósendur repúblikana séu heimskustu kjósendur í Bandaríkjunum, hafa verið í mikilli dreifingu á Facebook undanfarnar vikur en þau eru eignuð Donald Trump, úr viðtali í People Magazine árið 1998. Fyrir utan þá staðreynd að umrætt viðtal er uppspuni, Trump sagði aldrei þessi orð.Þetta skjáskot hefur farið fyrir augu margra á Facebook undanfarnar vikur.Sundrar heiminum í stað þess að sameina Um gott dæmi er að ræða sem lýsir því hvernig falskar staðreyndir og fréttir geta flotið um á Facebook, og reyndar öðrum samfélagsmiðlum líka, án þess að þau séu ritskoðuð á einn eða annan hátt. Hefur Facebook verið sakað um að sundra fólki frekar en að sameina sem er einmitt það sem Facebook segir standa fyrir, að sameina heiminn. „Fólk hefur slitið vinskap og skorið á fjölskyldutengsl vegna þess af því að umræðan er svo óvæginn,“ segir Claire Waddle, sérfræðingur hjá Tow Center for Digital Journalism. Vandamálið sé að Facebook sé orðið að fréttaveitu sem sé án nokkurrar ritskoðunar eða viðmiða. Þannig komist hlutir, á borð við fyrrnefnd ummæli Trump, í gríðarlega mikla dreifingu án þess að hún sé stöðvuð á nokkurn hátt, eða leiðrétt.Segir fólk ekki lifa í bubblu Zuckerberg segir mikla einföldun að ætla að fólk hafi aðeins greitt atkvæði sitt undir áhrifum falskra frétta á Facebook. Þá neitar hann því sömuleiðis að algóritmi Facebook geri það að verkum að í auknum mæli sjái fólk ekki skoðanir sem séu andsnúnar sínum eigin. Að fólk lifi í bubblu ef svo má að orði komast. Vandamálið sé það að fólk líki ekki við eða taki þátt í umræðum þegar öndverðar skoðanir eru á dagskrá. Því minni áhuga sem fólk sýni öndverðum skoðunum því sjaldnar birtist þær fyrir augum notandans á Facebook. „Okkar markmið og hlutverk er að hjálpa fólki að sjá efni sem það hefur mestan áhuga á og skiptir það mestu máli.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira
Mark Zuckerbeg, stofnandi Facebook, segir fráleitt að falsaðar fréttir sem verið hafa í dreifingu á samfélagsmiðlinum undanfarnar vikur hafi haft áhrif á niðurstöðuna í forsetakosningunum vestanhafs. Hugmyndin er „frekar klikkuð“ að mati Zuckerberg. Guardian greinir frá. Eins og alþjóð veit vann Donald Trump óvæntan sigur í kosningunum vestanhafs, eitthvað sem margir töldu óhugsandi. „If I were to run, I’d run as a Republican. They are the dumbest group of voters in the country. They believe anything on Fox News. I could lie and they’d still eat it up. I bet my numbers would be terrific.“ Þessi ummæli, þar sem Trump á að hafa sagt fyrir átján árum að kjósendur repúblikana séu heimskustu kjósendur í Bandaríkjunum, hafa verið í mikilli dreifingu á Facebook undanfarnar vikur en þau eru eignuð Donald Trump, úr viðtali í People Magazine árið 1998. Fyrir utan þá staðreynd að umrætt viðtal er uppspuni, Trump sagði aldrei þessi orð.Þetta skjáskot hefur farið fyrir augu margra á Facebook undanfarnar vikur.Sundrar heiminum í stað þess að sameina Um gott dæmi er að ræða sem lýsir því hvernig falskar staðreyndir og fréttir geta flotið um á Facebook, og reyndar öðrum samfélagsmiðlum líka, án þess að þau séu ritskoðuð á einn eða annan hátt. Hefur Facebook verið sakað um að sundra fólki frekar en að sameina sem er einmitt það sem Facebook segir standa fyrir, að sameina heiminn. „Fólk hefur slitið vinskap og skorið á fjölskyldutengsl vegna þess af því að umræðan er svo óvæginn,“ segir Claire Waddle, sérfræðingur hjá Tow Center for Digital Journalism. Vandamálið sé að Facebook sé orðið að fréttaveitu sem sé án nokkurrar ritskoðunar eða viðmiða. Þannig komist hlutir, á borð við fyrrnefnd ummæli Trump, í gríðarlega mikla dreifingu án þess að hún sé stöðvuð á nokkurn hátt, eða leiðrétt.Segir fólk ekki lifa í bubblu Zuckerberg segir mikla einföldun að ætla að fólk hafi aðeins greitt atkvæði sitt undir áhrifum falskra frétta á Facebook. Þá neitar hann því sömuleiðis að algóritmi Facebook geri það að verkum að í auknum mæli sjái fólk ekki skoðanir sem séu andsnúnar sínum eigin. Að fólk lifi í bubblu ef svo má að orði komast. Vandamálið sé það að fólk líki ekki við eða taki þátt í umræðum þegar öndverðar skoðanir eru á dagskrá. Því minni áhuga sem fólk sýni öndverðum skoðunum því sjaldnar birtist þær fyrir augum notandans á Facebook. „Okkar markmið og hlutverk er að hjálpa fólki að sjá efni sem það hefur mestan áhuga á og skiptir það mestu máli.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Sjá meira