Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom loksins til Zagreb nú rétt fyrir hádegi.
Liðið hefur undirbúið sig síðustu daga í Parma á Ítalíu en eyðir síðasta sólarhringnum fyrir leikinn gegn Króötum á leikstað.
Íslenska liðið mun taka eina æfingu á Maksimir-vellinum í dag en þar verður leikið á morgun.
Strákarnir fá því aðeins tilfinningu fyrir því hvernig það verður að leika fyrir framan tóman völl líkt og raunin verður annað kvöld.
Vísir mun flytja ykkur fréttir af æfingunni síðar í dag.
Strákarnir lentir í Zagreb

Tengdar fréttir

Króatar æfðu á Maksimir í kuldanum
Það er orðið ansi svalt á kvöldin í Zagreb og verður það á laugardag er Króatar taka á móti Íslandi á Maksimir-vellinum í Zagreb.

Var ölvaður undir stýri en spilar samt á móti Íslandi
Króatíski landsliðsmaðurinn Domagoj Vida var handtekinn síðasta föstudag fyrir að aka ölvaður í Úkraínu þar sem hann spilar. Sú uppákoma hefur engin áhrif á stöðu hans hjá króatíska liðinu.

Króatinn Josip Pivaric: Erfitt fyrir alla að spila svona leiki
Króatíski bakvörðurinn Josip Pivaric í viðtali við Fréttablaðið.

Króatar munu ekki labba yfir Íslendinga
Króatískur blaðamaður segir að mikil virðing sé borin fyrir íslenska landsliðinu og allir eigi von á hörkuleik á morgun. Engir áhorfendur verða á leiknum og óljóst hvaða áhrif það mun hafa á króatíska liðið sem ætlar sér st