Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Snæfell 100-57 | Stórsigur Stólanna Haukur Skúlason í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 10. nóvember 2016 20:45 Pétur Rúnar Birgisson, leikstjórnandi Tindastóls. vísir/eyþór Tindastóll vann stórsigur á ungliðahreyfingu Stykkishólms, betur þekkt undir nafninu Snæfell, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og greinilegt að ekkert vanmat var í gangi. Snæfellingar höfðu lítil svör og munurinn í hálfleik kominn í 28 stig, staðan 49-21. Munurinn var slíkur í hálfleik að aldrei var spurning hvernig leikurinn færi. Snæfell stigu þó á bensíngjöfina í síðari hálfleik en það skipti þó litlu máli. Tindastólsliðið byrjaði leikinn af krafti og náðu strax góðu forskoti. Svo hefur einnig verið gott og gaman fyrir Costa þjálfara að geta leyft öllum leikmönnum að fá nokkrar mínútur inni á vellinum.Af hverju vann Tindastóll? Liðið er einfaldlega miklu betra en ungt lið Snæfells. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og setti tóninn strax í byrjun og vanmátu ekki liðið frá Stykkishólmi. TIndastóll notaði breidd bekkjarins vel og allir fengu að spila, það voru því alltaf kraftmiklar lappir inn á vellinum fyrir Tindastól. Snæfellingar gáfust aldrei upp og reyndu eins og þeir gátu. Það var hins vegar ekki nóg og ekki hjálpaði til að þeirra besti maður, Sefton Barrett, var á annarri löppinni. Snæfellingar eru hins vegar greinilega ekki að tjalda til einnar nætur og þeirra áætlun að byggja upp gott lið í framtíðinni.Bestu menn vallarins Tindastólsliðið var frekar jafnt heilt yfir í dag þó nokkrir standi uppúr í tölfræðiþáttum. Pétur skilaði 10 stoðsendingum, Björgvin 10 fráköstum og svo var Chris með 16 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Erfitt er að finna bestu menn Snæfellsliðsins, aðeins tveir þeirra náðu tveggja stafa tölum í stigaskori, Viktor með 11 og Maciej með 10.Hvað gekk illa? Tindastólsliðinu gekk illa að hafa fulla stjórn á leiknum þegar Pétur Rúnar var utan vallar, leikurinn varð þá tilviljanakenndur og lítið flæði var í sóknarleiknum. Mamadou Samb skoraði 24 stig en tók ekki nema 8 fráköst sem er einfaldlega ekki nóg gegn smávöxnu liði andstæðinganna. Honum voru mislagðar hendur allt of oft og alveg spurning hvort hann henti í þessa frábæru deild sem Dominos deildin er. Sefton Barrett á að vera aðal maðurinn í þessu Snæfellsliði. Það gekk hins vegar ekki upp í kvöld þar sem hann skilaði aðeins 4 stigum, 5 fráköstum og 1 stoðsendingu. Honum til varnar þá var hann greinilega meiddur en betur má ef duga skal.Helgi Rafn: Þeir voru vængbrotnir „Það þarf að vinna þessa leiki,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastólsliðsins, aðspurður um hvort að þetta hafi verið skyldusigur. „Þeir voru vængbrotnir, með meiddan Kana en við mættum sannarlega klárir í dag". Helga Rafni var því næst bent á að hann var eini leikmaður Tindastóls á leikskýrslu í kvöld sem ekki fékk villu. „Ég er orðinn svo prúður,“ svaraði Helgi glottandi út í annað.Ingi Þór: Við hættum aldrei, sama hver staðan er „Við lentum undir frá fyrstu sekúndu, þeir voru mjög aggressívir og byrjuðu af krafti minnugir hvernig leikurinn gegn Keflavík hófst. Við náðum ekki að spila þá vörn sem við vildum og vorum seinir til,“ sagði Ingi Þór Steindórsson, þjálfari Snæfells. „Við byrjuðum þriðja leikhluta af krafti og höfum unga stráka sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Við hættum aldrei, sama hver staðan er. Okkar markmið eru að vera betri í dag en í gær og svo framvegis. Við viljum nýta allar þær 40 mínútur sem við fáum í vetur til að leggja inn í reynslubankann,“ sagði Ingi Þór. Sefton Barrett var langt frá sínu besta hjá Snæfelli í kvöld og skoraði aðeins 4 stig á 26 mínútum. „Hann var á öðrum fæti, en það er engin afsökun. Ef menn eru í búning þá þurfum við að fá meira framlag frá honum,“ sagði Ingi Þór.Jose Costa: Mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun „Ég var mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun, þeir létu ekki stöðuna í deildinni trufla sig. Það fengu allir að spila og láta reyna á það sem æft er alla vikuna,“ sagði Jose Costa, þjálfari Tindastóls, þegar hann var spurður um hvað hefði glatt hann í kvöld. Sefton Barrett, leikmaður Snæfells var hljóðlátur í kvöld en hann hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum í leiknum. „Við lögðum áherslu á að stoppa hann, Björgvin spilaði mjög góða vörn á hann og í fyrri hálfleik skoraði hann aðeins úr vítum,“ sagði Jose Costa. Pape Seck var ekki á leikskýrslu Tindastóls í kvöld en sögusagnir eru um að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. „Hann komst ekki í liðið og ég veit ekki hvað verður gert varðandi hann,“ sagði Jose Costa og vildi lítið gefa upp um framtíð hans. Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Tindastóll vann stórsigur á ungliðahreyfingu Stykkishólms, betur þekkt undir nafninu Snæfell, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og greinilegt að ekkert vanmat var í gangi. Snæfellingar höfðu lítil svör og munurinn í hálfleik kominn í 28 stig, staðan 49-21. Munurinn var slíkur í hálfleik að aldrei var spurning hvernig leikurinn færi. Snæfell stigu þó á bensíngjöfina í síðari hálfleik en það skipti þó litlu máli. Tindastólsliðið byrjaði leikinn af krafti og náðu strax góðu forskoti. Svo hefur einnig verið gott og gaman fyrir Costa þjálfara að geta leyft öllum leikmönnum að fá nokkrar mínútur inni á vellinum.Af hverju vann Tindastóll? Liðið er einfaldlega miklu betra en ungt lið Snæfells. Tindastóll byrjaði leikinn af krafti og setti tóninn strax í byrjun og vanmátu ekki liðið frá Stykkishólmi. TIndastóll notaði breidd bekkjarins vel og allir fengu að spila, það voru því alltaf kraftmiklar lappir inn á vellinum fyrir Tindastól. Snæfellingar gáfust aldrei upp og reyndu eins og þeir gátu. Það var hins vegar ekki nóg og ekki hjálpaði til að þeirra besti maður, Sefton Barrett, var á annarri löppinni. Snæfellingar eru hins vegar greinilega ekki að tjalda til einnar nætur og þeirra áætlun að byggja upp gott lið í framtíðinni.Bestu menn vallarins Tindastólsliðið var frekar jafnt heilt yfir í dag þó nokkrir standi uppúr í tölfræðiþáttum. Pétur skilaði 10 stoðsendingum, Björgvin 10 fráköstum og svo var Chris með 16 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Erfitt er að finna bestu menn Snæfellsliðsins, aðeins tveir þeirra náðu tveggja stafa tölum í stigaskori, Viktor með 11 og Maciej með 10.Hvað gekk illa? Tindastólsliðinu gekk illa að hafa fulla stjórn á leiknum þegar Pétur Rúnar var utan vallar, leikurinn varð þá tilviljanakenndur og lítið flæði var í sóknarleiknum. Mamadou Samb skoraði 24 stig en tók ekki nema 8 fráköst sem er einfaldlega ekki nóg gegn smávöxnu liði andstæðinganna. Honum voru mislagðar hendur allt of oft og alveg spurning hvort hann henti í þessa frábæru deild sem Dominos deildin er. Sefton Barrett á að vera aðal maðurinn í þessu Snæfellsliði. Það gekk hins vegar ekki upp í kvöld þar sem hann skilaði aðeins 4 stigum, 5 fráköstum og 1 stoðsendingu. Honum til varnar þá var hann greinilega meiddur en betur má ef duga skal.Helgi Rafn: Þeir voru vængbrotnir „Það þarf að vinna þessa leiki,“ sagði Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastólsliðsins, aðspurður um hvort að þetta hafi verið skyldusigur. „Þeir voru vængbrotnir, með meiddan Kana en við mættum sannarlega klárir í dag". Helga Rafni var því næst bent á að hann var eini leikmaður Tindastóls á leikskýrslu í kvöld sem ekki fékk villu. „Ég er orðinn svo prúður,“ svaraði Helgi glottandi út í annað.Ingi Þór: Við hættum aldrei, sama hver staðan er „Við lentum undir frá fyrstu sekúndu, þeir voru mjög aggressívir og byrjuðu af krafti minnugir hvernig leikurinn gegn Keflavík hófst. Við náðum ekki að spila þá vörn sem við vildum og vorum seinir til,“ sagði Ingi Þór Steindórsson, þjálfari Snæfells. „Við byrjuðum þriðja leikhluta af krafti og höfum unga stráka sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig. Við hættum aldrei, sama hver staðan er. Okkar markmið eru að vera betri í dag en í gær og svo framvegis. Við viljum nýta allar þær 40 mínútur sem við fáum í vetur til að leggja inn í reynslubankann,“ sagði Ingi Þór. Sefton Barrett var langt frá sínu besta hjá Snæfelli í kvöld og skoraði aðeins 4 stig á 26 mínútum. „Hann var á öðrum fæti, en það er engin afsökun. Ef menn eru í búning þá þurfum við að fá meira framlag frá honum,“ sagði Ingi Þór.Jose Costa: Mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun „Ég var mest ánægður með einbeitingu leikmann frá byrjun, þeir létu ekki stöðuna í deildinni trufla sig. Það fengu allir að spila og láta reyna á það sem æft er alla vikuna,“ sagði Jose Costa, þjálfari Tindastóls, þegar hann var spurður um hvað hefði glatt hann í kvöld. Sefton Barrett, leikmaður Snæfells var hljóðlátur í kvöld en hann hitti aðeins úr 1 af 8 skotum sínum í leiknum. „Við lögðum áherslu á að stoppa hann, Björgvin spilaði mjög góða vörn á hann og í fyrri hálfleik skoraði hann aðeins úr vítum,“ sagði Jose Costa. Pape Seck var ekki á leikskýrslu Tindastóls í kvöld en sögusagnir eru um að hann hafi leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. „Hann komst ekki í liðið og ég veit ekki hvað verður gert varðandi hann,“ sagði Jose Costa og vildi lítið gefa upp um framtíð hans.
Dominos-deild karla Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira