Trump hafði nokkuð óvæntan sigur á Hillary Clinton í forsetakosningunum á þriðjudag og mun funda með Barack Obama Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu síðar í dag.
Þúsundir manna komu saman við Trump Tower í New York í nótt þar sem þeir mótmæltu stefnu Trump í innflytjendamálum, málefnum hinsegin fólks og fóstureyðinga. New York Times segir að fimmtán manns hafi verið handteknir.
Í Oakland í Kaliforníu voru rúður í verslunum brotnar og lauslegum hlutum kastað í átt að óeirðalögreglu sem brást við með því að beita táragasi. Þá stöðvuðu mótmælendur umferð á þjóðvegi númer 101 í Los Angeles. Sömu sögu var að segja í Portland í Oregon.
Í frétt BBC segir að í Chicago hafi mótmælendur hindrað fólki inngöngu í Trump Tower þar í borg.
Einnig var mótmælt í Philadelphia, Boston, Seattle, San Francisco og víðar.
Sjá má myndir af mótmælunum í spilurunum að neðan.