Nú þurfum við fótboltaeldgos Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Við þurfum öll smá pásu. Smá pásu frá því að vera alltaf alveg brjáluð í skapinu. Frá alþingiskosningum hér þar sem allir voru trylltir yfir til gærdagsins þar sem sumir ætluðu hreinlega að ganga af göflunum vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Lyklaborðin þurfa frí og Facebook og Twitter fara hreinlega að fyllast ef við slökum ekki á. Við þurfum eitthvað til að einbeita okkur að sem við getum sammælst um. Helst þurfum við eldgos. Það er fátt sem sameinar þjóðina meira en gott eldgos og heldur fréttamönnum og heilu fréttatímunum uppteknum frá leiðindum í pólitík hvort sem um ræðir hérlendis eða erlendis. Eldgos fá okkur til að sameinast um hversu geggjað landið okkar er og minnast þess hvernig eyjan varð upphaflega til. Við störum í logana og fylgjumst með heiminum stöðvast vegna mikilfengleika og styrks eyjunnar sem við búum á. Við sýnum líka öll samhug með þeim sem verða verst fyrir barðinu á eldgosinu því þau eru auðvitað ekkert grín. Við stöndum allavega saman. Nú er erfitt að biðja um eldgos svona einn, tveir og þrír, en það er annar hlutur sem er kominn á svipaðan stað í hjarta okkar og það. Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu. Við getum alltaf sammælst um að þeir eru geggjaðir og að Heimir Hallgrímsson verði næsti forseti. Vissulega eru margir sjálfskipaðir sérfræðingar í fótbolta þegar kemur að landsliðinu og nú er mikil umræða um hver eigi að byrja í framlínunni vegna meiðsla Kolbeins og Alfreðs. En það er þó alltaf milljón sinnum skárra en allir Íslendingarnir sem útskrifuðust sem dúxar úr stjórnmálafræði í nótt og byrjuðu að hella úr skálum reiði sinnar. Strákar, bjargið okkur með einu fótboltaeldgosi.Þessi grein birtist fyrst á Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Við þurfum öll smá pásu. Smá pásu frá því að vera alltaf alveg brjáluð í skapinu. Frá alþingiskosningum hér þar sem allir voru trylltir yfir til gærdagsins þar sem sumir ætluðu hreinlega að ganga af göflunum vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Lyklaborðin þurfa frí og Facebook og Twitter fara hreinlega að fyllast ef við slökum ekki á. Við þurfum eitthvað til að einbeita okkur að sem við getum sammælst um. Helst þurfum við eldgos. Það er fátt sem sameinar þjóðina meira en gott eldgos og heldur fréttamönnum og heilu fréttatímunum uppteknum frá leiðindum í pólitík hvort sem um ræðir hérlendis eða erlendis. Eldgos fá okkur til að sameinast um hversu geggjað landið okkar er og minnast þess hvernig eyjan varð upphaflega til. Við störum í logana og fylgjumst með heiminum stöðvast vegna mikilfengleika og styrks eyjunnar sem við búum á. Við sýnum líka öll samhug með þeim sem verða verst fyrir barðinu á eldgosinu því þau eru auðvitað ekkert grín. Við stöndum allavega saman. Nú er erfitt að biðja um eldgos svona einn, tveir og þrír, en það er annar hlutur sem er kominn á svipaðan stað í hjarta okkar og það. Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu. Við getum alltaf sammælst um að þeir eru geggjaðir og að Heimir Hallgrímsson verði næsti forseti. Vissulega eru margir sjálfskipaðir sérfræðingar í fótbolta þegar kemur að landsliðinu og nú er mikil umræða um hver eigi að byrja í framlínunni vegna meiðsla Kolbeins og Alfreðs. En það er þó alltaf milljón sinnum skárra en allir Íslendingarnir sem útskrifuðust sem dúxar úr stjórnmálafræði í nótt og byrjuðu að hella úr skálum reiði sinnar. Strákar, bjargið okkur með einu fótboltaeldgosi.Þessi grein birtist fyrst á Fréttablaðinu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun