Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Hulda Hólmkelsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. nóvember 2016 11:16 Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funduðu í morgun hvor í sínu lagi. Að fundunum loknum liggur fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að markmiðið væri að sjá hvort einhver grundvöllur væri fyrir samstarfi flokkanna tveggja. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að eftir viðræður sínar við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar lægi fyrir að slíkur meirihluti yrði tæpur. „Það varð eiginlega niðurstaða mín og meðal annars eftir samtal við þá að leita leiða til þess að mynda breiðari ríkisstjórn,“ segir Bjarni. „Ég hef rætt um það við Katrínu Jakobsdóttur hvort við gætum átt samtal um það,“ segir Bjarni. „Ég vænti þess að við getum þá sest niður í dag með nokkur afmörkuð málefni til þess að fara betur yfir. Til þess að sjá hvort að þessir flokkar tveir geti verið einhverskonar kjarni í ríkisstjórn.“ Láta eigi reyna á þessar viðræður án þess að ákveðið sé að hvaða annar flokkur kæmi að ríkisstjórn en minnst þrjá flokka þarf til að ná tilskyldum meirihluta á þingi.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín hefur verið nokkuð afdráttarlaus í afstöðu sinni um samstarf flokkanna og hefur ítrekað sagt að ekki sé málefnalegur samhljómur milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.Katrín og Bjarni hafa bæði fengið umboð til stjórnarmyndunar en bæði hafa skilað umboðinu aftur til forseta. Katrín gekk á fund forseta í síðustu viku og skilaði umboðinu og sagði þá við fjölmiðla að flokkarnir þyrftu mögulega að slaka á kröfum sínum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funduðu í morgun hvor í sínu lagi. Að fundunum loknum liggur fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að markmiðið væri að sjá hvort einhver grundvöllur væri fyrir samstarfi flokkanna tveggja. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að eftir viðræður sínar við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar lægi fyrir að slíkur meirihluti yrði tæpur. „Það varð eiginlega niðurstaða mín og meðal annars eftir samtal við þá að leita leiða til þess að mynda breiðari ríkisstjórn,“ segir Bjarni. „Ég hef rætt um það við Katrínu Jakobsdóttur hvort við gætum átt samtal um það,“ segir Bjarni. „Ég vænti þess að við getum þá sest niður í dag með nokkur afmörkuð málefni til þess að fara betur yfir. Til þess að sjá hvort að þessir flokkar tveir geti verið einhverskonar kjarni í ríkisstjórn.“ Láta eigi reyna á þessar viðræður án þess að ákveðið sé að hvaða annar flokkur kæmi að ríkisstjórn en minnst þrjá flokka þarf til að ná tilskyldum meirihluta á þingi.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín hefur verið nokkuð afdráttarlaus í afstöðu sinni um samstarf flokkanna og hefur ítrekað sagt að ekki sé málefnalegur samhljómur milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.Katrín og Bjarni hafa bæði fengið umboð til stjórnarmyndunar en bæði hafa skilað umboðinu aftur til forseta. Katrín gekk á fund forseta í síðustu viku og skilaði umboðinu og sagði þá við fjölmiðla að flokkarnir þyrftu mögulega að slaka á kröfum sínum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41