Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 10:33 "Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ vísir/anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. Hún segir að nú þurfi flokkarnir að skoða stöðuna sem upp sé komin og jafnvel slaka meira á sínum kröfum. „Eins og kunnugt er taldi ég að eftir viku tíma að það hefðu ekki allir flokkar nægilega sannfæringu til að halda áfram enda var vitað að við hefðum ekki endalausan tíma. Ég notaði daginn í gær til að fara yfir aðra valkosti og upplýsti forsetann,“ sagði Katrín á blaðamannafundi á Bessastöðum. Katrín segir sinn flokk alltaf hafa talað með afgerandi hætti hvað hann vilji gera. Hann hafi fengið tækifæri til þess en án árangurs. „Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ Katrín var töluvert spurð út í mögulegt stjórnarsamstarf milli VG og Sjálfstæðisflokks, og sagðist hún hafa rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, í gær, en að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Málefnalega langt sé á milli flokkanna og að næstu skref þurfi að vera í höndum forsetans. „Ég átti samtal við Bjarna í gær og hef átt mörg samtöl við hann. Það liggur líka fyrir að þa ðhefur verið mjög málefnalega langt á milli þessara flokka. En eins og ég segi nú þurfa flokkarnir að ræða þetta í sínum röðum.“ Hún segir það hafa verið vonbrigði að viðræður milli flokkanna fimm; VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata, hafi runnið út í sandinn. „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum og kannski að einhverju leyti var ég dálítið hissa. Mér fannst vinnan í kringum þetta mjög góð og það voru margir sem tóku þátt í þeirri vinnu. Við reyndum að virkja þingmenn til að takast á og ræða málefnin.“Forseti Íslands mun halda blaðamannafund klukkan 11 en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. Hún segir að nú þurfi flokkarnir að skoða stöðuna sem upp sé komin og jafnvel slaka meira á sínum kröfum. „Eins og kunnugt er taldi ég að eftir viku tíma að það hefðu ekki allir flokkar nægilega sannfæringu til að halda áfram enda var vitað að við hefðum ekki endalausan tíma. Ég notaði daginn í gær til að fara yfir aðra valkosti og upplýsti forsetann,“ sagði Katrín á blaðamannafundi á Bessastöðum. Katrín segir sinn flokk alltaf hafa talað með afgerandi hætti hvað hann vilji gera. Hann hafi fengið tækifæri til þess en án árangurs. „Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ Katrín var töluvert spurð út í mögulegt stjórnarsamstarf milli VG og Sjálfstæðisflokks, og sagðist hún hafa rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, í gær, en að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Málefnalega langt sé á milli flokkanna og að næstu skref þurfi að vera í höndum forsetans. „Ég átti samtal við Bjarna í gær og hef átt mörg samtöl við hann. Það liggur líka fyrir að þa ðhefur verið mjög málefnalega langt á milli þessara flokka. En eins og ég segi nú þurfa flokkarnir að ræða þetta í sínum röðum.“ Hún segir það hafa verið vonbrigði að viðræður milli flokkanna fimm; VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata, hafi runnið út í sandinn. „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum og kannski að einhverju leyti var ég dálítið hissa. Mér fannst vinnan í kringum þetta mjög góð og það voru margir sem tóku þátt í þeirri vinnu. Við reyndum að virkja þingmenn til að takast á og ræða málefnin.“Forseti Íslands mun halda blaðamannafund klukkan 11 en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Sjá meira