Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 10:33 "Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ vísir/anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. Hún segir að nú þurfi flokkarnir að skoða stöðuna sem upp sé komin og jafnvel slaka meira á sínum kröfum. „Eins og kunnugt er taldi ég að eftir viku tíma að það hefðu ekki allir flokkar nægilega sannfæringu til að halda áfram enda var vitað að við hefðum ekki endalausan tíma. Ég notaði daginn í gær til að fara yfir aðra valkosti og upplýsti forsetann,“ sagði Katrín á blaðamannafundi á Bessastöðum. Katrín segir sinn flokk alltaf hafa talað með afgerandi hætti hvað hann vilji gera. Hann hafi fengið tækifæri til þess en án árangurs. „Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ Katrín var töluvert spurð út í mögulegt stjórnarsamstarf milli VG og Sjálfstæðisflokks, og sagðist hún hafa rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, í gær, en að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Málefnalega langt sé á milli flokkanna og að næstu skref þurfi að vera í höndum forsetans. „Ég átti samtal við Bjarna í gær og hef átt mörg samtöl við hann. Það liggur líka fyrir að þa ðhefur verið mjög málefnalega langt á milli þessara flokka. En eins og ég segi nú þurfa flokkarnir að ræða þetta í sínum röðum.“ Hún segir það hafa verið vonbrigði að viðræður milli flokkanna fimm; VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata, hafi runnið út í sandinn. „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum og kannski að einhverju leyti var ég dálítið hissa. Mér fannst vinnan í kringum þetta mjög góð og það voru margir sem tóku þátt í þeirri vinnu. Við reyndum að virkja þingmenn til að takast á og ræða málefnin.“Forseti Íslands mun halda blaðamannafund klukkan 11 en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. Hún segir að nú þurfi flokkarnir að skoða stöðuna sem upp sé komin og jafnvel slaka meira á sínum kröfum. „Eins og kunnugt er taldi ég að eftir viku tíma að það hefðu ekki allir flokkar nægilega sannfæringu til að halda áfram enda var vitað að við hefðum ekki endalausan tíma. Ég notaði daginn í gær til að fara yfir aðra valkosti og upplýsti forsetann,“ sagði Katrín á blaðamannafundi á Bessastöðum. Katrín segir sinn flokk alltaf hafa talað með afgerandi hætti hvað hann vilji gera. Hann hafi fengið tækifæri til þess en án árangurs. „Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ Katrín var töluvert spurð út í mögulegt stjórnarsamstarf milli VG og Sjálfstæðisflokks, og sagðist hún hafa rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, í gær, en að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Málefnalega langt sé á milli flokkanna og að næstu skref þurfi að vera í höndum forsetans. „Ég átti samtal við Bjarna í gær og hef átt mörg samtöl við hann. Það liggur líka fyrir að þa ðhefur verið mjög málefnalega langt á milli þessara flokka. En eins og ég segi nú þurfa flokkarnir að ræða þetta í sínum röðum.“ Hún segir það hafa verið vonbrigði að viðræður milli flokkanna fimm; VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata, hafi runnið út í sandinn. „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum og kannski að einhverju leyti var ég dálítið hissa. Mér fannst vinnan í kringum þetta mjög góð og það voru margir sem tóku þátt í þeirri vinnu. Við reyndum að virkja þingmenn til að takast á og ræða málefnin.“Forseti Íslands mun halda blaðamannafund klukkan 11 en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira