Varaformaður Viðreisnar segir ekkert fast í hendi með þriggja flokka stjórn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2016 15:22 Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður Viðreisnar segir ekkert fast í hendi með myndun þriggja flokka stjórnar. Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að viðræður milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar séu ekki komnar svo langt að hægt sé að segja að verið sé að mynda ríkisstjórn. „Ég myndi ekki segja að það sé komið svo langt. Það eru engar viðræður þannig séð í gangi, Það eru bara þreifingar í gangi eins og forsetinn lagði til, að allir myndu hringja sín á milli og hittast ef ástæða væri til og ræða málin og skoða. En það er ekkert fast í hendi, alls ekki. Fólk er bara að ræða sín á milli hvað er hægt að gera,“ segir Jóna Sólveig í samtali við Vísi.Sjá einnig:Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Í frétt sem birtist á Kjarnanum fyrr í dag er því haldið fram að ný ríkisstjórn virðist vera að myndast og að viðræður milli flokkkana hafi farið á fullt um helgina og að fyrir liggi málamiðlunartillögur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum sem allir geti sætt sig við. Jóna Sólveig segir hins vegar að einungis formenn flokkanna þriggja hafi fundað um helgina og að engin málefnavinna hafi átt sér stað. „Það var ekki fundað í neinum vinnuhópum eða neitt svoleiðis enda málið ekki komið á það stig.“Sjá einnig:Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Aðspurð hvort að Viðreisn hyggist halda viðræðum áfram við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð segir hún að ekkert sé fast í hendi. „Þreifingar halda áfram á milli allra flokka. Það er ekkert fast í hendi með þriggja flokka stjórn. Fólk er að reyna að ná einhverri lausn til að mynda stjórn. Það er svo ekki komið neitt í ljós með það hvernig hún verður samsett.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39 Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 28. nóvember 2016 12:36 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, segir að viðræður milli Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar séu ekki komnar svo langt að hægt sé að segja að verið sé að mynda ríkisstjórn. „Ég myndi ekki segja að það sé komið svo langt. Það eru engar viðræður þannig séð í gangi, Það eru bara þreifingar í gangi eins og forsetinn lagði til, að allir myndu hringja sín á milli og hittast ef ástæða væri til og ræða málin og skoða. En það er ekkert fast í hendi, alls ekki. Fólk er bara að ræða sín á milli hvað er hægt að gera,“ segir Jóna Sólveig í samtali við Vísi.Sjá einnig:Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Í frétt sem birtist á Kjarnanum fyrr í dag er því haldið fram að ný ríkisstjórn virðist vera að myndast og að viðræður milli flokkkana hafi farið á fullt um helgina og að fyrir liggi málamiðlunartillögur í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum sem allir geti sætt sig við. Jóna Sólveig segir hins vegar að einungis formenn flokkanna þriggja hafi fundað um helgina og að engin málefnavinna hafi átt sér stað. „Það var ekki fundað í neinum vinnuhópum eða neitt svoleiðis enda málið ekki komið á það stig.“Sjá einnig:Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Aðspurð hvort að Viðreisn hyggist halda viðræðum áfram við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð segir hún að ekkert sé fast í hendi. „Þreifingar halda áfram á milli allra flokka. Það er ekkert fast í hendi með þriggja flokka stjórn. Fólk er að reyna að ná einhverri lausn til að mynda stjórn. Það er svo ekki komið neitt í ljós með það hvernig hún verður samsett.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39 Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 28. nóvember 2016 12:36 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Benedikt um stjórnarmyndun: „Meira í gangi en menn halda“ Formaður Viðreisnar segir menn vera að ræða saman þvert á flokka og að meira sé í gangi en fólk haldi. 28. nóvember 2016 10:39
Þingmaður Viðreisnar segir stjórn A, C og D æskilegasta kostinn Búist er við að formenn flokkanna muni hittast eftir hádegi í dag en engin ákvörðun hefur verið tekin um formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 28. nóvember 2016 12:36