Njarðvik vann nokkuð óvæntan sigur á Íslandsmeisturum síðustu þriggja ára, KR, á fimmtudagskvöldið þegar liðin mættust í Dominos-deild karla.
Gengi Njarðvíkur hafði verið brokkandi á meðan KR hafði einungis tapað einum leik. Leikurinn var meðal umræðuefnis í þættinum Domino's Körfuboltakvöld á stöð 2 Sport í gær.
Þáttarstjórnandinn Kjartan Atli Kjartansson og spekingarnir Kristinn Friðriksson og Hermann Hauksson fóru vel ofan í saumana á þessum leik. Einhverjir vildu meina að þetta hafi verið versta frammistaða KR í mörg ár.
Umræðuna má sjá í sjónvarpsglugganum hér efst í fréttinni.

