Síldarglaðningur á aðventunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 14:00 Á diskinum er kryddlegin síld og síldartartar með soðnu eggi, kartöflum, rúgbrauði, þurrkuðum beltisþara, loðnuhrognum, dilli og svo brennivínsstaup. Vísir/Ernir „Ég hef alltaf verið talsmaður fisksins og oft algerlega skipt kjöti út á aðventunni fyrir fisk,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á Aalto Bistro í Norræna húsinu. Hann segir uppistöðuna í sinni matreiðslu þar vera fiskmeti og grænmeti í svipuðum hlutföllum. „Í sambandi við fiskinn legg ég áherslu á þetta klassíska sem er náttúrlega síldin, líka lax í ýmsu formi og svo humar,“ lýsir hann. Sveinn útbjó fyrir okkur annars vegar síldarrétt og hinsvegar laxarétt, einfalda fallega og holla. Hér eru leiðbeiningar frá honum um gerð þeirra. Síldarglaðningurinn Hráefni: Marinerað síldarflak Egg Soðin kartafla Rauðlaukur Rúgbrauð Þurrkaður beltisþari Loðnuhrogn Dill Valhnetur Rósapipar Harðsjóðið eggið og kælið. Takið það í sundur og þvoið hvítuna þannig að hún sé alveg hrein. Skerið kartöfluna í bita og ristið hana í ofni, ásamt valhnetunum. Skerið rúgbrauðið í teninga. Leggið marinerað síldarflakið á disk. Berið fram með bökuðum kartöfluteningum og valhnetum sem stráð er á diskinn, skerið rúgbrauðið í teninga og stráið þeim einnig á diskinn. Takið harðsoðið egg og skerið eggjahvítuna í teninga og setjið á diskinn á milli kartöflunnar og brauðsins. Setjið eggjarauðuna heila á diskinn og loðnuhrognin ofan á og einnig inn á milli kartaflnanna og eggjanna. Myljið rósapipar yfir ásamt þurrkuðum beltisþara í flögum og fersku dilli. Setjið snaps í glas og berið fram með.Sveinn, vert á Aalto Bistro í Norræna húsinu, segir fisk og grænmeti til helminga uppistöðuna í sinni matargerð.Síldartartar 400 g kryddlegin síld í bitum 1 rautt chilli 4 stilkar kóríander Smá bútur engifer 1 rauðlaukur Safi úr ½ límónu Nýmulinn pipar. Saxið síldina frekar fínt, saxið chilli, engifer og kóríander saman við. Kreistið límónusafann saman við, piprið og blandið saman og látið standa í ca. 40 mínútur í kæli fyrir neyslu.Brauð með reyktum laxi og laxafrauði, skreytt með agúrkum, spínati, salatblöðum, soðnu eggi og fræjum. Vísir/ErnirLax á brauði Hráefni: Gróft brauð Reyktur lax í sneiðum Soðinn lax Rjómasletta Ferskar jurtir að eigin vali Reyktur lax í sneiðum er lagður á gróft brauð Þar ofan á er sett laxafrauð sem gert er á eftirfarandi hátt: Soðinn lax og reyktur lax eru maukaðir í matvinnsluvél. Út í maukið er sett smávegis af léttþeyttum rjóma og smávegis af ferskum jurtum sem fyrir hendi eru. Hrært létt. Brauðið er svo skreytt eftir smekk hvers og eins. Greinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
„Ég hef alltaf verið talsmaður fisksins og oft algerlega skipt kjöti út á aðventunni fyrir fisk,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á Aalto Bistro í Norræna húsinu. Hann segir uppistöðuna í sinni matreiðslu þar vera fiskmeti og grænmeti í svipuðum hlutföllum. „Í sambandi við fiskinn legg ég áherslu á þetta klassíska sem er náttúrlega síldin, líka lax í ýmsu formi og svo humar,“ lýsir hann. Sveinn útbjó fyrir okkur annars vegar síldarrétt og hinsvegar laxarétt, einfalda fallega og holla. Hér eru leiðbeiningar frá honum um gerð þeirra. Síldarglaðningurinn Hráefni: Marinerað síldarflak Egg Soðin kartafla Rauðlaukur Rúgbrauð Þurrkaður beltisþari Loðnuhrogn Dill Valhnetur Rósapipar Harðsjóðið eggið og kælið. Takið það í sundur og þvoið hvítuna þannig að hún sé alveg hrein. Skerið kartöfluna í bita og ristið hana í ofni, ásamt valhnetunum. Skerið rúgbrauðið í teninga. Leggið marinerað síldarflakið á disk. Berið fram með bökuðum kartöfluteningum og valhnetum sem stráð er á diskinn, skerið rúgbrauðið í teninga og stráið þeim einnig á diskinn. Takið harðsoðið egg og skerið eggjahvítuna í teninga og setjið á diskinn á milli kartöflunnar og brauðsins. Setjið eggjarauðuna heila á diskinn og loðnuhrognin ofan á og einnig inn á milli kartaflnanna og eggjanna. Myljið rósapipar yfir ásamt þurrkuðum beltisþara í flögum og fersku dilli. Setjið snaps í glas og berið fram með.Sveinn, vert á Aalto Bistro í Norræna húsinu, segir fisk og grænmeti til helminga uppistöðuna í sinni matargerð.Síldartartar 400 g kryddlegin síld í bitum 1 rautt chilli 4 stilkar kóríander Smá bútur engifer 1 rauðlaukur Safi úr ½ límónu Nýmulinn pipar. Saxið síldina frekar fínt, saxið chilli, engifer og kóríander saman við. Kreistið límónusafann saman við, piprið og blandið saman og látið standa í ca. 40 mínútur í kæli fyrir neyslu.Brauð með reyktum laxi og laxafrauði, skreytt með agúrkum, spínati, salatblöðum, soðnu eggi og fræjum. Vísir/ErnirLax á brauði Hráefni: Gróft brauð Reyktur lax í sneiðum Soðinn lax Rjómasletta Ferskar jurtir að eigin vali Reyktur lax í sneiðum er lagður á gróft brauð Þar ofan á er sett laxafrauð sem gert er á eftirfarandi hátt: Soðinn lax og reyktur lax eru maukaðir í matvinnsluvél. Út í maukið er sett smávegis af léttþeyttum rjóma og smávegis af ferskum jurtum sem fyrir hendi eru. Hrært létt. Brauðið er svo skreytt eftir smekk hvers og eins. Greinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp