Bjó til frumlegasta orðið á skraflmótinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. nóvember 2016 11:00 Katrínu Fjólu finnst stundum gaman að vera fín. Vísir/Vilhelm Hin átta ára Katrín Fjóla Alexíusdóttir vakti athygli fyrir góða frammistöðu á skraflmóti á Ísafirði nýlega. Hún átti bæði hæsta bingóið fyrir orðið rokinni og frumlegasta orðið, sniðlas, sem er greinilega þátíðarmynd af sögninni að sniðlesa. Hún kveðst þó ekki vera vön að spila skrafl. Þetta var í fyrsta skipti sem ég spilaði. Ég var með mömmu sem kenndi mér skrafl. Það var samt ég sem bjó til orðin. Heldurðu að þú fáir ekki skrafl í jólagjöf, fyrst þú varst svona dugleg? Nei, ég þarf þess ekki því ég fékk það í verðlaun á mótinu. Það geta fjórir verið í því. Lestu mikið? Já. Mér finnst gaman að lesa bækur. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Þegar það eru lestrarpróf. En hvað gerir þú helst eftir skólann? Þá leik ég mér við systur mínar, Elísabetu, sem er eins árs og Auði sem er þriggja ára. Svo leik ég mér með dótið mitt. Áttu mikið dót? Já, uppáhaldsdótið mitt er Lego Friends. Þar sem vetrarfrí var í skólanum á Ísafirði brá Katrín Fjóla sér suður í heimsókn til ömmu sinnar og nöfnu í Mosfellsbæ. Þær bralla ýmislegt saman, brunuðu meðal annars í Smáralindina og kíktu í búðir. Þar týndist Katrín Fjóla um stund en fannst inni í mátunarklefa. Keyptuð þið amma eitthvað í Smáralindinni? Já, við keyptum svolítið af fötum. Finnst þér gaman að vera fín? Stundum. Katrín segir snjóinn hafa verið kominn á Ísafirði. Hún hlakkar að sjálfsögðu til jólanna og vonar að eitthvað skemmtilegt leynist í jólapökkunum undir trénu þegar þar að kemur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira
Hin átta ára Katrín Fjóla Alexíusdóttir vakti athygli fyrir góða frammistöðu á skraflmóti á Ísafirði nýlega. Hún átti bæði hæsta bingóið fyrir orðið rokinni og frumlegasta orðið, sniðlas, sem er greinilega þátíðarmynd af sögninni að sniðlesa. Hún kveðst þó ekki vera vön að spila skrafl. Þetta var í fyrsta skipti sem ég spilaði. Ég var með mömmu sem kenndi mér skrafl. Það var samt ég sem bjó til orðin. Heldurðu að þú fáir ekki skrafl í jólagjöf, fyrst þú varst svona dugleg? Nei, ég þarf þess ekki því ég fékk það í verðlaun á mótinu. Það geta fjórir verið í því. Lestu mikið? Já. Mér finnst gaman að lesa bækur. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Þegar það eru lestrarpróf. En hvað gerir þú helst eftir skólann? Þá leik ég mér við systur mínar, Elísabetu, sem er eins árs og Auði sem er þriggja ára. Svo leik ég mér með dótið mitt. Áttu mikið dót? Já, uppáhaldsdótið mitt er Lego Friends. Þar sem vetrarfrí var í skólanum á Ísafirði brá Katrín Fjóla sér suður í heimsókn til ömmu sinnar og nöfnu í Mosfellsbæ. Þær bralla ýmislegt saman, brunuðu meðal annars í Smáralindina og kíktu í búðir. Þar týndist Katrín Fjóla um stund en fannst inni í mátunarklefa. Keyptuð þið amma eitthvað í Smáralindinni? Já, við keyptum svolítið af fötum. Finnst þér gaman að vera fín? Stundum. Katrín segir snjóinn hafa verið kominn á Ísafirði. Hún hlakkar að sjálfsögðu til jólanna og vonar að eitthvað skemmtilegt leynist í jólapökkunum undir trénu þegar þar að kemur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fleiri fréttir Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Sjá meira