Svartur föstudagur kominn til með að vera á Íslandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. nóvember 2016 20:00 Vel á annað hundrað manns voru í röð utan við verslun Elko í Lindum rétt fyrir klukkan átta í morgun. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist. Fjölmargir nýttu sér tilboð verslana í dag. Markaðsráðgjafi segir Svartan föstudag kominn til að vera. Mikil stemmning var í Bandaríkjunum í nótt þegar verslanir opnuðu utan hefðbundins opnunartíma með tilboð á vörum sem erfitt er að hafna. Löngum hefur þessi dagur þar ytra verið einn sá besti í kaupum á raftækjum en verslunin í Bandaríkjunum gerði ráð fyrir að 137 milljónir manna myndu nýta daginn til verslunar. „Black Friday“ eða Svartur föstudagur á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1932 og markar upphafið að jólaverslun í Bandaríkjunum. Dagurinn hefur verið að sækja í sig veðrið hér á landi en eins og sjá má í dagblöðum, á netinu, í sjónvarpi og í útvarpi í dag, þá virðist þessi dagur vera búinn að festa sig í sessi hér á landi. „Við sjáum þetta bara vaxa með hverju árinu og við sjáum það greinilega núna þegar maður skoðar blöðin bara í dag og allar auglýsingarnar. Þetta er málið í dag,“ sagði Guðmundur Pálsson, markaðsráðgjafi hjá Pipar/TBWA. Raftækjaverslunin Elko hefur á undanförnum árum byggt upp stemmningu fyrir þessum degi og fyrir opnun í morgun voru á annað hundrað manns í röð fyrir utan verslunina í Lindum í Kópavogi þar sem fólk ætlaði að tryggja sér raftæki og fleira á góðu verði. „Hvað gerir maður ekki fyrir barnabörnin sín? Þetta eru jólagjafirnar. Það er ekkert annað,“ sagði Guðbjörg Hinriksdóttir utan við verslun Elko í morgun. Hvað finnst þér um þessa hefð og að hún sé að koma til Íslands? „Bara fínt sko! Maður getur keypt aðeins ódýrara,“ sagði Vigdís Björk Ásgeirsdóttir einnig í morgun. Fréttastofan ræddi við fjölmargar verslanir í dag og voru þær allar sammála um að þessi dagur hafi aldrei verið jafn stór á Íslandi og í ár. „Þetta er gott, bæði fyrir neytendur og verslunareigendur. Þannig að afhverju ekki,“ segir Guðmundur. Dagblöð dagsins voru yfirfull af auglýsingum í dag og það vakti talsverða athygli að auglýsendur nýttu enska heitið „Black Friday“ en ekki „Svartur föstudagur“ í sínum auglýsingum. „Þetta er eitthvað sem við erum að prufa okkur áfram með greinilega en mér sýnist „Svartur föstudagur“ vera að ná yfirhöndinni,“ segir Guðmundur. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir það koma á óvart hversu hratt þessi verslunardagur hefur vaxið. „Þetta er miklu meira held ég en nokkur átti von á. Við höfum fengið svona sýnishorn af þessu undanfarin tvö ár en það er alveg greinilegt að þetta kemur með trukki og dýfu inn á markaðinn núna. Þetta hlýtur að hafa einhver áhrif á verslunina svona í þessum jólamánuði. Væntanlega mun þetta hafa þau áhrif að hún dreifist meira,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés segir að ef fram sem horfir má gera ráð fyrir því að dagurinn í dag verði einn stærsti verslunardagur ársins. „Ég er alveg viss um það að þetta verður stærra á næsta ári og síðan verður bara spennandi að sjá hvað „Cyper Monday“, hvernig hann verður á mánudaginn,“ segir Guðmundur. Bæði Guðmundur og Andrés eru sammála um að Svartur föstudagur sé kominn til með að vera hér á landi. Tengdar fréttir Svartur föstudagur að detta úr tísku Talið er að 3,5 prósent færri Bandaríkjamenn versli í búðum á deginum í ár en í fyrra. 23. nóvember 2016 10:00 Hélt innblásna ræðu fyrir átökin á Svörtum föstudegi Löng röð myndaðist fyrir utan verslanir um heim allan í nótt og í morgun en í dag er hinn svokallaður Svarti föstudagur eða Black Friday, líkt og dagurinn kallast á ensku. 25. nóvember 2016 15:27 Ýmsar kenningar um upphaf Black Friday Hinn bandaríski Black Friday hefur teygt anga sína til Íslands. 23. nóvember 2016 15:45 Tískukaup á svörtum föstudegi Hin bandaríska hefð fyrir einum útsöludegi rétt fyrir jólin er að teygja anga sína hingað og Glamour kannaði hvar verður hægt að gera góð tískukaup á morgun. 24. nóvember 2016 22:00 Löng biðröð fyrir utan Elko Verslunin býður upp á afslátt af vörum sínum vegna Black Friday. 25. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að engan hafi órað fyrir því hversu hratt verslun á Svörtum föstudegi hefur aukist. Fjölmargir nýttu sér tilboð verslana í dag. Markaðsráðgjafi segir Svartan föstudag kominn til að vera. Mikil stemmning var í Bandaríkjunum í nótt þegar verslanir opnuðu utan hefðbundins opnunartíma með tilboð á vörum sem erfitt er að hafna. Löngum hefur þessi dagur þar ytra verið einn sá besti í kaupum á raftækjum en verslunin í Bandaríkjunum gerði ráð fyrir að 137 milljónir manna myndu nýta daginn til verslunar. „Black Friday“ eða Svartur föstudagur á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1932 og markar upphafið að jólaverslun í Bandaríkjunum. Dagurinn hefur verið að sækja í sig veðrið hér á landi en eins og sjá má í dagblöðum, á netinu, í sjónvarpi og í útvarpi í dag, þá virðist þessi dagur vera búinn að festa sig í sessi hér á landi. „Við sjáum þetta bara vaxa með hverju árinu og við sjáum það greinilega núna þegar maður skoðar blöðin bara í dag og allar auglýsingarnar. Þetta er málið í dag,“ sagði Guðmundur Pálsson, markaðsráðgjafi hjá Pipar/TBWA. Raftækjaverslunin Elko hefur á undanförnum árum byggt upp stemmningu fyrir þessum degi og fyrir opnun í morgun voru á annað hundrað manns í röð fyrir utan verslunina í Lindum í Kópavogi þar sem fólk ætlaði að tryggja sér raftæki og fleira á góðu verði. „Hvað gerir maður ekki fyrir barnabörnin sín? Þetta eru jólagjafirnar. Það er ekkert annað,“ sagði Guðbjörg Hinriksdóttir utan við verslun Elko í morgun. Hvað finnst þér um þessa hefð og að hún sé að koma til Íslands? „Bara fínt sko! Maður getur keypt aðeins ódýrara,“ sagði Vigdís Björk Ásgeirsdóttir einnig í morgun. Fréttastofan ræddi við fjölmargar verslanir í dag og voru þær allar sammála um að þessi dagur hafi aldrei verið jafn stór á Íslandi og í ár. „Þetta er gott, bæði fyrir neytendur og verslunareigendur. Þannig að afhverju ekki,“ segir Guðmundur. Dagblöð dagsins voru yfirfull af auglýsingum í dag og það vakti talsverða athygli að auglýsendur nýttu enska heitið „Black Friday“ en ekki „Svartur föstudagur“ í sínum auglýsingum. „Þetta er eitthvað sem við erum að prufa okkur áfram með greinilega en mér sýnist „Svartur föstudagur“ vera að ná yfirhöndinni,“ segir Guðmundur. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir það koma á óvart hversu hratt þessi verslunardagur hefur vaxið. „Þetta er miklu meira held ég en nokkur átti von á. Við höfum fengið svona sýnishorn af þessu undanfarin tvö ár en það er alveg greinilegt að þetta kemur með trukki og dýfu inn á markaðinn núna. Þetta hlýtur að hafa einhver áhrif á verslunina svona í þessum jólamánuði. Væntanlega mun þetta hafa þau áhrif að hún dreifist meira,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Andrés segir að ef fram sem horfir má gera ráð fyrir því að dagurinn í dag verði einn stærsti verslunardagur ársins. „Ég er alveg viss um það að þetta verður stærra á næsta ári og síðan verður bara spennandi að sjá hvað „Cyper Monday“, hvernig hann verður á mánudaginn,“ segir Guðmundur. Bæði Guðmundur og Andrés eru sammála um að Svartur föstudagur sé kominn til með að vera hér á landi.
Tengdar fréttir Svartur föstudagur að detta úr tísku Talið er að 3,5 prósent færri Bandaríkjamenn versli í búðum á deginum í ár en í fyrra. 23. nóvember 2016 10:00 Hélt innblásna ræðu fyrir átökin á Svörtum föstudegi Löng röð myndaðist fyrir utan verslanir um heim allan í nótt og í morgun en í dag er hinn svokallaður Svarti föstudagur eða Black Friday, líkt og dagurinn kallast á ensku. 25. nóvember 2016 15:27 Ýmsar kenningar um upphaf Black Friday Hinn bandaríski Black Friday hefur teygt anga sína til Íslands. 23. nóvember 2016 15:45 Tískukaup á svörtum föstudegi Hin bandaríska hefð fyrir einum útsöludegi rétt fyrir jólin er að teygja anga sína hingað og Glamour kannaði hvar verður hægt að gera góð tískukaup á morgun. 24. nóvember 2016 22:00 Löng biðröð fyrir utan Elko Verslunin býður upp á afslátt af vörum sínum vegna Black Friday. 25. nóvember 2016 08:03 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Svartur föstudagur að detta úr tísku Talið er að 3,5 prósent færri Bandaríkjamenn versli í búðum á deginum í ár en í fyrra. 23. nóvember 2016 10:00
Hélt innblásna ræðu fyrir átökin á Svörtum föstudegi Löng röð myndaðist fyrir utan verslanir um heim allan í nótt og í morgun en í dag er hinn svokallaður Svarti föstudagur eða Black Friday, líkt og dagurinn kallast á ensku. 25. nóvember 2016 15:27
Ýmsar kenningar um upphaf Black Friday Hinn bandaríski Black Friday hefur teygt anga sína til Íslands. 23. nóvember 2016 15:45
Tískukaup á svörtum föstudegi Hin bandaríska hefð fyrir einum útsöludegi rétt fyrir jólin er að teygja anga sína hingað og Glamour kannaði hvar verður hægt að gera góð tískukaup á morgun. 24. nóvember 2016 22:00
Löng biðröð fyrir utan Elko Verslunin býður upp á afslátt af vörum sínum vegna Black Friday. 25. nóvember 2016 08:03