Cristiano Ronaldo afgreiddi Sporting Gijon fyrir Real Madrid, en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri í spænsku úrvalsdeildinni í dag.
Ronaldo kom Real yfir af vítapunktinum á fimmtu mínútu og þrettán mínútum síðar var hann aftur á ferðinni eftir undirbúning Nacho Fernandez.
Carlos Carmona minnkaði muninn fyrir Sporting á 35. mínútu, en þeir fengu gullið tækifæri til þess að jafna metin í síðari hálfleik þegar þeir fengu vítaspyrnu. Duje Cop skaut framhjá úr henni.
Lokatölur urðu 2-1 sigur Real, en Real er með sjö stiga forskot á Barcelona sem á leik til góða á morgun.
Ronaldo með bæði mörkin í sigri Madríd

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1



Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1