Carlsen vann loks sigur: „Aldrei séð hann svona feginn“ Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2016 08:52 Magnus Carlsen vann loks sigur. Vísir/AFP Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen vann loks sigur á Rússanum Sergei Karjakin í tíundu skák heimsmeistaraeinvígis þeirra í nótt. Báðir eru þeir nú með fimm vinninga hvor þegar eftir á að tefla tvær skákir. Carlsen var mikið létt þegar hann mætti á fréttamannafundinn að skák lokinni þar sem hann viðurkenndi að síðustu dagar hafi reynst honum erfiðir. „Frábært að vinna skák! Það var langt síðan það gerðist síðast!“ Skák gærdagsins stóð í sex og hálfan tíma en allt ætlaði um koll að keyra þegar þeir Carlsen og Karjakin gerðu báðir tvenn mistök í röð þegar um tvær klukkustundir voru liðnar af skákinni. Smátt og smátt náði Carlsen þó yfirhöndinni og náði að landa sigri. Norski fréttamaðurinn Ole Kristian Strøm hefur fylgst með Carlsen allt frá árinu 2010 og segist aldrei hafa séð hann jafn feginn og í gærkvöldi. „Það segir ýmislegt um hvað þetta þýddi fyrir hann, hvað hann hefur þurft að fara í gegnum,“ er haft eftir honum í frétt NRK. Hinn 25 ára Carlsen viðurkenndi í viðtali að hafa verið niðurdreginn síðustu daga og staðan hafi reynt mikið á hann. Hann hefur bersýnilega verið pirraður og þannig strunsaði hann út af fréttamannafundinum eftir að hafa tapað áttundu skákinni. „Ég hafði ekki unnið skák í níu tilraunum, það hefur í raun aldrei gerst áður,“ sagði Carlsen. Standi leikar enn jafnir að tólf skákum loknum munu þeir tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari. Hvíldardagur er í dag en ellefta skákin verður tefld á laugardag, sú tólfta á mánudag og mögulegar atskákir á miðvikudag. Skák Tengdar fréttir Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29 Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen vann loks sigur á Rússanum Sergei Karjakin í tíundu skák heimsmeistaraeinvígis þeirra í nótt. Báðir eru þeir nú með fimm vinninga hvor þegar eftir á að tefla tvær skákir. Carlsen var mikið létt þegar hann mætti á fréttamannafundinn að skák lokinni þar sem hann viðurkenndi að síðustu dagar hafi reynst honum erfiðir. „Frábært að vinna skák! Það var langt síðan það gerðist síðast!“ Skák gærdagsins stóð í sex og hálfan tíma en allt ætlaði um koll að keyra þegar þeir Carlsen og Karjakin gerðu báðir tvenn mistök í röð þegar um tvær klukkustundir voru liðnar af skákinni. Smátt og smátt náði Carlsen þó yfirhöndinni og náði að landa sigri. Norski fréttamaðurinn Ole Kristian Strøm hefur fylgst með Carlsen allt frá árinu 2010 og segist aldrei hafa séð hann jafn feginn og í gærkvöldi. „Það segir ýmislegt um hvað þetta þýddi fyrir hann, hvað hann hefur þurft að fara í gegnum,“ er haft eftir honum í frétt NRK. Hinn 25 ára Carlsen viðurkenndi í viðtali að hafa verið niðurdreginn síðustu daga og staðan hafi reynt mikið á hann. Hann hefur bersýnilega verið pirraður og þannig strunsaði hann út af fréttamannafundinum eftir að hafa tapað áttundu skákinni. „Ég hafði ekki unnið skák í níu tilraunum, það hefur í raun aldrei gerst áður,“ sagði Carlsen. Standi leikar enn jafnir að tólf skákum loknum munu þeir tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari. Hvíldardagur er í dag en ellefta skákin verður tefld á laugardag, sú tólfta á mánudag og mögulegar atskákir á miðvikudag.
Skák Tengdar fréttir Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29 Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29
Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55