Enskur fótboltamarkvörður í keppni við Hörð Axel? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 15:00 Martin Rice og Hörður Axel Vilhjálmsson. Vísir/Getty Enski fótboltamaðurinn Martin Rice og íslenski körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson eiga eitt sameiginlegt. Þeir eru alltaf að ganga til liðs við sama félagið aftur og aftur. Martin Rice var í gær að ganga til liðs við Truro City í fjórða sinn á ferlinum. Hörður Axel Vilhjálmsson er kominn í Keflavík í þriðja sinn á þessu ári og spilar með liðinu á móti Haukum í Domino´s deild karla í kvöld. Hörður Axel samdi við Keflavík í sumar en fór tvisvar út í atvinnumennsku nú síðast til Belgíu. Hann er hinsvegar kominn heim og spilar aftur í Keflavíkurbúningnum á Ásvöllum í kvöld. Hörður Axel kom fyrst til Keflavíkur frá Njarðvík fyrir 2008-2009 tímabilið og spilaði með liðinu í þrjú tímabil áður en hann fór út í atvinnumennsku til Þýskalands. Hörður Axel spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi, á Spáni, í Grikklandi og í Tékklandi frá 2011 til 2015 en gerði langan samning við Keflavík í sumar. Hann hafði alltaf möguleikann á því að fara út ef hann fengi tilboð og það hefur hann gert tvívegis í haust, fyrst til Grikklands og svo til Belgíu. Þetta gekk ekki upp á hvorugum staðnum og því mun Hörður Axel spila aftur með Keflvíkingum í Domino´s deildinni sem er heldur betur flottur liðstyrkur fyrir þá. Martin Rice er þrítugur markvörður sem er nú kominn „heim“ til Truro City en hann yfirgaf félagið síðast í maí. BBC segir frá því að hann sé alltaf að koma aftur og aftur til félagsins. Rice kom fyrst til Truro City á láni frá Torquay sumarið 2008 en fór síðan til félagsins eftir að fyrrnefndur samningur rann út sumarið 2009. Martin Rice var hjá Truro City til ársins 2011 þegar hann fór aftur til Torquay United. Hann var síðan í marki Torquay liðsins frá 2011 til 2015 en snéri síðan aftur til Truro City og spilaði eitt tímabil með liðinu. Það leit út fyrir að hann væri farinn frá Truro City í síðasta skiptið í sumar en hlutirnir geta oft þróast með sérstækum hætti og nú er kappinn mættur aftur á Gosport Borough, heimavöll Truro City. Rice hefur alls spilað 169 leiki fyrir Truro City og náði því meira að segja að skora eitt mark fyrir félagið þegar hann tók vítaspyrnu í febrúar 2009. Dominos-deild karla Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Enski fótboltamaðurinn Martin Rice og íslenski körfuboltamaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson eiga eitt sameiginlegt. Þeir eru alltaf að ganga til liðs við sama félagið aftur og aftur. Martin Rice var í gær að ganga til liðs við Truro City í fjórða sinn á ferlinum. Hörður Axel Vilhjálmsson er kominn í Keflavík í þriðja sinn á þessu ári og spilar með liðinu á móti Haukum í Domino´s deild karla í kvöld. Hörður Axel samdi við Keflavík í sumar en fór tvisvar út í atvinnumennsku nú síðast til Belgíu. Hann er hinsvegar kominn heim og spilar aftur í Keflavíkurbúningnum á Ásvöllum í kvöld. Hörður Axel kom fyrst til Keflavíkur frá Njarðvík fyrir 2008-2009 tímabilið og spilaði með liðinu í þrjú tímabil áður en hann fór út í atvinnumennsku til Þýskalands. Hörður Axel spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi, á Spáni, í Grikklandi og í Tékklandi frá 2011 til 2015 en gerði langan samning við Keflavík í sumar. Hann hafði alltaf möguleikann á því að fara út ef hann fengi tilboð og það hefur hann gert tvívegis í haust, fyrst til Grikklands og svo til Belgíu. Þetta gekk ekki upp á hvorugum staðnum og því mun Hörður Axel spila aftur með Keflvíkingum í Domino´s deildinni sem er heldur betur flottur liðstyrkur fyrir þá. Martin Rice er þrítugur markvörður sem er nú kominn „heim“ til Truro City en hann yfirgaf félagið síðast í maí. BBC segir frá því að hann sé alltaf að koma aftur og aftur til félagsins. Rice kom fyrst til Truro City á láni frá Torquay sumarið 2008 en fór síðan til félagsins eftir að fyrrnefndur samningur rann út sumarið 2009. Martin Rice var hjá Truro City til ársins 2011 þegar hann fór aftur til Torquay United. Hann var síðan í marki Torquay liðsins frá 2011 til 2015 en snéri síðan aftur til Truro City og spilaði eitt tímabil með liðinu. Það leit út fyrir að hann væri farinn frá Truro City í síðasta skiptið í sumar en hlutirnir geta oft þróast með sérstækum hætti og nú er kappinn mættur aftur á Gosport Borough, heimavöll Truro City. Rice hefur alls spilað 169 leiki fyrir Truro City og náði því meira að segja að skora eitt mark fyrir félagið þegar hann tók vítaspyrnu í febrúar 2009.
Dominos-deild karla Enski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira