Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 78-73 | Þriðji sigur nýliðanna í röð Gunnhildur Lind Hansdóttir í Fjósinu skrifar 24. nóvember 2016 22:30 Flenard Whitfield skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Vísir/Eyþór Nýliðarnir í Borgarnesi halda áfram á sigurbraut í Domino´s deild karla er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í 8. umferð í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Lokatölur 78-73, Skallagrími í vil. Garðbæingar byrjuðu leikinn orkulitlir og voru hreint út sagt ekki sannfærandi á fyrstu mínútunum. Hins vegar byrjuðu leikmenn Skallagríms vel og voru agaðir í sínum aðgerðum. Þeir voru duglegir að ná sér í sóknarfráköst og gefa sér auka færi á að skora og voru sömuleiðis ákveðnir á öllum sviðum. Tómas Heiðar Tómasson var góður í fyrri hálfleik fyrir sína menn og skoraði þegar lítið var að frétta af sóknarleik gestanna. Sóknaraðgerðir hinna bláu var oft á tíðum vandræðalegar og leikmenn ekki að vinna saman sem einkenndist af töpuðum boltum og illa völdum skotum. Þrátt fyrir slaka frammistöðu gestanna þá leiddu heimamenn einungis með einu stigi í hálfleik, 37-36. Garðbæingar hafa peppað sig vel upp í hálfleik því þeir voru mun sannfærandi í sínum framkvæmdum heldur en á fyrri hálfleik. Þeir spiluðu góða vörn og hugsuðu betur um boltann í sókninni. Þeir komust þó ekki nema mest í sjö stiga forskot. Heimamenn voru bara hungraðari á að líta í sigur og sást það á spilamennskunni sem skein af sjálfstrausti og baráttu. Skallagrímsmenn máttu passa sig á því að slaka ekki á móti sterku liðið eins og Stjörnunni þegar komið var í tíu stiga forystu. Það gerðu þeir nú ekki og unnu nokkuð sannfærandi 78-73.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn voru mun orkumeiri heldur en gestirnir allan leikinn. Það fer ekki framhjá neinum að þeir hafa verið að vinna í sínum málum og lært af mistökum fyrri leikja. Stjörnumenn spiluðu ekki eins og þeir eru vanir og voru ólíkir sjálfum sér í kvöld. Það vantaði baráttu framan af og sóknarleikurinn náði aldrei almennilega góðum takti. Orkuna vantaði og leikgleðina sömuleiðis.Bestu menn vallarins: Eyjólfur Ásberg Halldórsson átti líklega sinn besta leik með Skallagrímsmönnum í kvöld. Hann var áræðinn á körfuna, spilaði af miklu sjálfstrausti og var áberandi í sínum aðgerðum. Maður furðar sig á því af hverju hann spilar ekki svona alla leiki en í kvöld var hann sérstaklega góður og reyndist sínum mönnum vel. Auðvitað var Flenard Whitfield á sínum stað. Hann er duglegur að breiða út baráttu og jákvæða orku til sinna liðsfélaga. Hann fær bara meira sjálfstraust með hverjum leiknum og slær ekki slöku við. Tómas Heiðar var góður fyrir Stjörnuna og skoraði þegar á þurfti. Hann var þrír af fjórum fyrir utan þriggja stiga línuna en þess má geta að öll þessi stig komu í fyrri hálfleik og maður furðar sig á því af hverju hann var ekki fenginn til að skjóta meira í kvöld. Justin Shouse var ekki mikið sýnilegur í fyrri hálfleik og var einungis með fjögur stig. En eins og svo oft áður þá hrökk hann í gang í seinni hálfleik og endaði með 20 stig.Tölfræðin sem vakti athygli? Það sem mest vakti athygli er að Stjarnan spilaði einungis átta leikmönnum á móti tíu leikmönnum Skallagríms. Af bekknum hjá Garðbæingum komu 5 stig á móti 16 hjá heimamönnum. Borgnesingar voru duglegir að næla sér í fráköst og búa sér til auka færi en þeir tóku 11 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Þess má einnig geta að mikið magn af töpuðum boltum hefur einkennt tölfræðina hjá Skallagrími en í kvöld voru þeir bara með fjóra tapaða bolta í fyrri hálfleik og níu í heildina sem verður að teljast miklar framfarir. Garðbæingar voru með 18 tapaða bolta, en eins og fram hefur komið þá voru þeir fjarri sínum leik í kvöld.Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Stjörnunni að ná einhverjum almennilegum takti í sóknarleik. Það voru alltof margar sendingar þar sem menn voru ekki tilbúnir að fá boltann og voru flestir leikmenn að lesa hvorn annan illa sem. Annar tapleikur í röð staðreynd hjá Stjörnunni og mætti segja að það hvíli grátt ský yfir Garðbæingum um þessar mundir ef dæma má af leik kvöldins.Skallagrímur-Stjarnan 78-73 (21-24, 16-12, 23-16, 18-21)Skallagrímur: Eyjólfur Ásberg Halldórsson 21/5 fráköst, Flenard Whitfield 20/11 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 12, Darrell Flake 10/15 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 7/5 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Gíslason 4/4 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 2, Kristján Örn Ómarsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 20/5 fráköst, Devon Andre Austin 15/4 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 13/22 fráköst/7 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/5 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Marvin Valdimarsson 0/4 fráköst.Finnur: Unnum eftir leikplani Hamingjan skein í gegn hjá Finni Jónssyni, þjálfara Skallagríms, eftir góðan sigur á Stjörnunni í kvöld. „Mér fannst leikurinn geggjaður! Við spiluðum náttúrulega bara frábæra vörn og unnum eftir leik plani sem heppnaðist svona með sigri. Það er bara fullt kredit á mína menn,“ sagði Finnur kátur um leikinn hjá sínum mönnum. Það var öðruvísi bragur á Skallagrímsmönnum heldur en í upphafi tímabils. Þeir voru fullir af sjálfstrausti og spiluðu af mikilli gleði enda búnir að vinna núna fjóra leiki í röð. Þetta hefur eflaust góð áhrif. „Já, ekki spurning. Við erum núna búnir að vinna fjóra leiki í röð ef við tökum bikarleikinn með og það er bara auka sjálfstraust og gleði og hamingja á æfingunum hjá okkur. Við erum bara rosalega sáttir í kvöld. Við höfum líka verið að vinna mikið í okkar málum og reynt að gera betur eins og að minnka tapaða bolta. Við erum farnir að passa hann eins og veskið okkar,“ sagði Finnur. Núna eru einungis þrír leikir eftir á þessu ári í Domino’s deildinni. Það breytir engu fyrir Skallagrímsmenn en þeir munu halda áfram að einbeita sér að einum leik í einu. „Mér líst nokkuð vel á næstu leiki. Við vorum samt alls ekkert að spá í þeim fyrir þennan leik. Við einbeittum okkur gríðarlega mikið á leikinn í kvöld. Nú getum við farið að pæla í næsta leik sem er Tindastóll úti og það verður stórt verkefni,“ sagði Finnur að lokum.Pétur Már: Mjög slakir sóknarlega Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var fjarvera í kvöld vegna hinnar vinnunar, en flestir Íslendingar vita að nánast allir sem koma að íslenskum körfubolta hvort sem þeir eru þjálfarar eða leikmenn hafa sína dagvinnu og eru svo í boltanum á kvöldin. Það var hann Pétur Már Sigurðsson sem að stýrði liðinu í kvöld og var ekki ánægður. „Þetta er einfalt, við vorum bara out-hösslaðir sýndist mér. Þeir voru með 16 sóknarfráköst á okkur og það fer bara allt sjálfstraust úr okkur. Við náum fullt af góðum stoppum. En ef við leyfum andstæðingi stöðugt að fá auka tækifæri taka þessi fráköst þá drepur það svolítið sóknarleikinn og taktinn hjá okkur. Síðan vorum við bara mjög slakir sóknarlega í kvöld, mjög slakir,“ sagði Pétur Már svekktur eftir leikinn. Stjarnan var með 18 tapaða bolta á móti 9 hjá Skallagími, það augljóslega hjálpaði ekki. „Já, við erum bara að gera það sem við erum búnir að vera að gera í allan vetur. Við erum alltaf með fullt af töpuðum boltum. Við þurfum virkilega að skoða þessa hluti núna, hvort þetta séu lélegar ákvaðanatökur eða hvort við séum klaufalegir að nýta okkur mis-match tækifæri þá gengur þetta ekki lengur svona og þetta þarf að skoða vel.“Whitfield: Við spiluðum vel Flenard Whitfield hefur svo sannarlega stimplað sig inn í íslenskan körfubolta það sem komið er af tímabilinu. Hann var að vonum sáttur með leikinn í kvöld. „Við spiluðum vel og af mikilli hörku í kvöld. Mér finnst liðið vera á góðri leið, réttri leið, um þessar mundir. Það er alltaf vel tekið á því á æfingum og það sýndi sig hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur en við náðum að hafa betur,“ sagði Whitfield. Ásamt því að leggja hart að sér á æfingum þá er mikilvægt að treysta liðsfélögunum, sama hvaða stöðu þeir spila. „Ég er algjörlega sammála um við erum að spila af mun meira sjálfstrausti en áður. Þetta hefur auðvitað mikið að gera með velgengina í síðustu leikjum. En líka bara að treysta liðsfélögunum. Það er alveg jafn mikilvægt að treysta leikstjórnandanum eins mikið og næsta leikmanni og þetta sýnir sig bara í mun minni töpuðum boltum til dæmis vegna þess við treystum hvor öðrum,“ svaraði Whitfield. Þetta er í fyrsta sinn sem Whitfield spilar körfubolta á Íslandi en hann hefur verið mikið í Kanada að spila. Hann segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil harka væri í íslenskum körfubolta en er þó mjög hrifinn af því og þeirri áskorun. En hvað er það sem að drífur hann áfram og drífur þessa miklu leikgleði sem hann hefur? „Fjölskyldan mín er minn drifkraftur og hvetur mig til að vera betri alla daga. Það er mikil körfuboltahefð í fjölskyldunni minni. Ég vil halda hefðinni áfram og gera mitt fólk stolt,“ sagði Whitfield að lokum.Tómas Heiðar: Algjört einbeitingaleysi Tómast Heiðar Tómasson, leikmaður Stjörnunnar var ekki sáttur með leikinn í kvöld. „Mér fannst leikurinn ekkert sérstakur. Þetta var svona týpískt það sem við áttum inni hjá okkur. Komum alveg glataðir í fyrri hálfleik, þetta var bara algjört einbeitingaleysi. Náðum hins vegar aðeins að vinna okkur til baka í 3. leikhluta og ég hélt kannski að við myndum taka þetta þá, en nei, bara lélegur leikur,“ sagði Tómas Heiðar eftir leik. Heimavöllur Skallagrímsmanna, Fjósið, hefur fengið ákveðinn stimpil um að vera amasamur heimavöllur og hefur reynst mörgum erfiður eins og Stjörnunni. „Það er virkilega góð stemmning hérna og alltaf erfiður heimavöllur. Ég held að í dag sérstaklega að við réðum illa við það. Mér fannst við oft vera að æsa okkur upp og náðum bara ekki að halda rónni nógu mikið,“ sagði Tómas Heiðar.Magnús Þór: Kærkominn sigur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Skallagríms, var glaður eins og búast mátti við eftir leik. „Þetta var bara æðislegt og virkilega kærkominn sigur fyrir mig persónulega, ég hef alltaf lent í vandræðum á móti Stjörnunni en ekki í dag. Við spiluðum frábærlega og mér fannst við eiga svör við öllum þeirra leik,“ sagði Magnús brosandi. Flestir þekkja Magnús úr Keflavík eða Njarðvík en þar hefur hann spilað hvað mest yfir árin. Komandi yfir í Skallagím fyrir tímabilið þá kveðst hann ekki finna fyrir miklum mun á milli liðanna sem hann hefur spilað með. „Í rauninni er ekkert rosalega mikill munur. Áhorfendur eru brjálaðir allstaðar, í Keflaík, í Njarðvík og hérna. Þeir eru æðislegir hérna. Það vantar bara sigurhefðina hér, en núna erum við komnir með fjóra leiki í röð þannig við erum að búa hana til,“ sagði Magnús.Bein lýsing: Skallagrímur - Stjarnan Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira
Nýliðarnir í Borgarnesi halda áfram á sigurbraut í Domino´s deild karla er þeir höfðu betur gegn Stjörnunni í 8. umferð í Fjósinu í Borgarnesi í kvöld. Lokatölur 78-73, Skallagrími í vil. Garðbæingar byrjuðu leikinn orkulitlir og voru hreint út sagt ekki sannfærandi á fyrstu mínútunum. Hins vegar byrjuðu leikmenn Skallagríms vel og voru agaðir í sínum aðgerðum. Þeir voru duglegir að ná sér í sóknarfráköst og gefa sér auka færi á að skora og voru sömuleiðis ákveðnir á öllum sviðum. Tómas Heiðar Tómasson var góður í fyrri hálfleik fyrir sína menn og skoraði þegar lítið var að frétta af sóknarleik gestanna. Sóknaraðgerðir hinna bláu var oft á tíðum vandræðalegar og leikmenn ekki að vinna saman sem einkenndist af töpuðum boltum og illa völdum skotum. Þrátt fyrir slaka frammistöðu gestanna þá leiddu heimamenn einungis með einu stigi í hálfleik, 37-36. Garðbæingar hafa peppað sig vel upp í hálfleik því þeir voru mun sannfærandi í sínum framkvæmdum heldur en á fyrri hálfleik. Þeir spiluðu góða vörn og hugsuðu betur um boltann í sókninni. Þeir komust þó ekki nema mest í sjö stiga forskot. Heimamenn voru bara hungraðari á að líta í sigur og sást það á spilamennskunni sem skein af sjálfstrausti og baráttu. Skallagrímsmenn máttu passa sig á því að slaka ekki á móti sterku liðið eins og Stjörnunni þegar komið var í tíu stiga forystu. Það gerðu þeir nú ekki og unnu nokkuð sannfærandi 78-73.Af hverju vann Skallagrímur? Skallagrímsmenn voru mun orkumeiri heldur en gestirnir allan leikinn. Það fer ekki framhjá neinum að þeir hafa verið að vinna í sínum málum og lært af mistökum fyrri leikja. Stjörnumenn spiluðu ekki eins og þeir eru vanir og voru ólíkir sjálfum sér í kvöld. Það vantaði baráttu framan af og sóknarleikurinn náði aldrei almennilega góðum takti. Orkuna vantaði og leikgleðina sömuleiðis.Bestu menn vallarins: Eyjólfur Ásberg Halldórsson átti líklega sinn besta leik með Skallagrímsmönnum í kvöld. Hann var áræðinn á körfuna, spilaði af miklu sjálfstrausti og var áberandi í sínum aðgerðum. Maður furðar sig á því af hverju hann spilar ekki svona alla leiki en í kvöld var hann sérstaklega góður og reyndist sínum mönnum vel. Auðvitað var Flenard Whitfield á sínum stað. Hann er duglegur að breiða út baráttu og jákvæða orku til sinna liðsfélaga. Hann fær bara meira sjálfstraust með hverjum leiknum og slær ekki slöku við. Tómas Heiðar var góður fyrir Stjörnuna og skoraði þegar á þurfti. Hann var þrír af fjórum fyrir utan þriggja stiga línuna en þess má geta að öll þessi stig komu í fyrri hálfleik og maður furðar sig á því af hverju hann var ekki fenginn til að skjóta meira í kvöld. Justin Shouse var ekki mikið sýnilegur í fyrri hálfleik og var einungis með fjögur stig. En eins og svo oft áður þá hrökk hann í gang í seinni hálfleik og endaði með 20 stig.Tölfræðin sem vakti athygli? Það sem mest vakti athygli er að Stjarnan spilaði einungis átta leikmönnum á móti tíu leikmönnum Skallagríms. Af bekknum hjá Garðbæingum komu 5 stig á móti 16 hjá heimamönnum. Borgnesingar voru duglegir að næla sér í fráköst og búa sér til auka færi en þeir tóku 11 sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Þess má einnig geta að mikið magn af töpuðum boltum hefur einkennt tölfræðina hjá Skallagrími en í kvöld voru þeir bara með fjóra tapaða bolta í fyrri hálfleik og níu í heildina sem verður að teljast miklar framfarir. Garðbæingar voru með 18 tapaða bolta, en eins og fram hefur komið þá voru þeir fjarri sínum leik í kvöld.Hvað gekk illa? Það gekk illa hjá Stjörnunni að ná einhverjum almennilegum takti í sóknarleik. Það voru alltof margar sendingar þar sem menn voru ekki tilbúnir að fá boltann og voru flestir leikmenn að lesa hvorn annan illa sem. Annar tapleikur í röð staðreynd hjá Stjörnunni og mætti segja að það hvíli grátt ský yfir Garðbæingum um þessar mundir ef dæma má af leik kvöldins.Skallagrímur-Stjarnan 78-73 (21-24, 16-12, 23-16, 18-21)Skallagrímur: Eyjólfur Ásberg Halldórsson 21/5 fráköst, Flenard Whitfield 20/11 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Magnús Þór Gunnarsson 12, Darrell Flake 10/15 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 7/5 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Gíslason 4/4 fráköst, Bjarni Guðmann Jónson 2, Kristján Örn Ómarsson 2.Stjarnan: Justin Shouse 20/5 fráköst, Devon Andre Austin 15/4 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 13/22 fráköst/7 stoðsendingar, Arnþór Freyr Guðmundsson 5/5 stoðsendingar, Ágúst Angantýsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Marvin Valdimarsson 0/4 fráköst.Finnur: Unnum eftir leikplani Hamingjan skein í gegn hjá Finni Jónssyni, þjálfara Skallagríms, eftir góðan sigur á Stjörnunni í kvöld. „Mér fannst leikurinn geggjaður! Við spiluðum náttúrulega bara frábæra vörn og unnum eftir leik plani sem heppnaðist svona með sigri. Það er bara fullt kredit á mína menn,“ sagði Finnur kátur um leikinn hjá sínum mönnum. Það var öðruvísi bragur á Skallagrímsmönnum heldur en í upphafi tímabils. Þeir voru fullir af sjálfstrausti og spiluðu af mikilli gleði enda búnir að vinna núna fjóra leiki í röð. Þetta hefur eflaust góð áhrif. „Já, ekki spurning. Við erum núna búnir að vinna fjóra leiki í röð ef við tökum bikarleikinn með og það er bara auka sjálfstraust og gleði og hamingja á æfingunum hjá okkur. Við erum bara rosalega sáttir í kvöld. Við höfum líka verið að vinna mikið í okkar málum og reynt að gera betur eins og að minnka tapaða bolta. Við erum farnir að passa hann eins og veskið okkar,“ sagði Finnur. Núna eru einungis þrír leikir eftir á þessu ári í Domino’s deildinni. Það breytir engu fyrir Skallagrímsmenn en þeir munu halda áfram að einbeita sér að einum leik í einu. „Mér líst nokkuð vel á næstu leiki. Við vorum samt alls ekkert að spá í þeim fyrir þennan leik. Við einbeittum okkur gríðarlega mikið á leikinn í kvöld. Nú getum við farið að pæla í næsta leik sem er Tindastóll úti og það verður stórt verkefni,“ sagði Finnur að lokum.Pétur Már: Mjög slakir sóknarlega Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var fjarvera í kvöld vegna hinnar vinnunar, en flestir Íslendingar vita að nánast allir sem koma að íslenskum körfubolta hvort sem þeir eru þjálfarar eða leikmenn hafa sína dagvinnu og eru svo í boltanum á kvöldin. Það var hann Pétur Már Sigurðsson sem að stýrði liðinu í kvöld og var ekki ánægður. „Þetta er einfalt, við vorum bara out-hösslaðir sýndist mér. Þeir voru með 16 sóknarfráköst á okkur og það fer bara allt sjálfstraust úr okkur. Við náum fullt af góðum stoppum. En ef við leyfum andstæðingi stöðugt að fá auka tækifæri taka þessi fráköst þá drepur það svolítið sóknarleikinn og taktinn hjá okkur. Síðan vorum við bara mjög slakir sóknarlega í kvöld, mjög slakir,“ sagði Pétur Már svekktur eftir leikinn. Stjarnan var með 18 tapaða bolta á móti 9 hjá Skallagími, það augljóslega hjálpaði ekki. „Já, við erum bara að gera það sem við erum búnir að vera að gera í allan vetur. Við erum alltaf með fullt af töpuðum boltum. Við þurfum virkilega að skoða þessa hluti núna, hvort þetta séu lélegar ákvaðanatökur eða hvort við séum klaufalegir að nýta okkur mis-match tækifæri þá gengur þetta ekki lengur svona og þetta þarf að skoða vel.“Whitfield: Við spiluðum vel Flenard Whitfield hefur svo sannarlega stimplað sig inn í íslenskan körfubolta það sem komið er af tímabilinu. Hann var að vonum sáttur með leikinn í kvöld. „Við spiluðum vel og af mikilli hörku í kvöld. Mér finnst liðið vera á góðri leið, réttri leið, um þessar mundir. Það er alltaf vel tekið á því á æfingum og það sýndi sig hér í kvöld. Þetta var erfiður leikur en við náðum að hafa betur,“ sagði Whitfield. Ásamt því að leggja hart að sér á æfingum þá er mikilvægt að treysta liðsfélögunum, sama hvaða stöðu þeir spila. „Ég er algjörlega sammála um við erum að spila af mun meira sjálfstrausti en áður. Þetta hefur auðvitað mikið að gera með velgengina í síðustu leikjum. En líka bara að treysta liðsfélögunum. Það er alveg jafn mikilvægt að treysta leikstjórnandanum eins mikið og næsta leikmanni og þetta sýnir sig bara í mun minni töpuðum boltum til dæmis vegna þess við treystum hvor öðrum,“ svaraði Whitfield. Þetta er í fyrsta sinn sem Whitfield spilar körfubolta á Íslandi en hann hefur verið mikið í Kanada að spila. Hann segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil harka væri í íslenskum körfubolta en er þó mjög hrifinn af því og þeirri áskorun. En hvað er það sem að drífur hann áfram og drífur þessa miklu leikgleði sem hann hefur? „Fjölskyldan mín er minn drifkraftur og hvetur mig til að vera betri alla daga. Það er mikil körfuboltahefð í fjölskyldunni minni. Ég vil halda hefðinni áfram og gera mitt fólk stolt,“ sagði Whitfield að lokum.Tómas Heiðar: Algjört einbeitingaleysi Tómast Heiðar Tómasson, leikmaður Stjörnunnar var ekki sáttur með leikinn í kvöld. „Mér fannst leikurinn ekkert sérstakur. Þetta var svona týpískt það sem við áttum inni hjá okkur. Komum alveg glataðir í fyrri hálfleik, þetta var bara algjört einbeitingaleysi. Náðum hins vegar aðeins að vinna okkur til baka í 3. leikhluta og ég hélt kannski að við myndum taka þetta þá, en nei, bara lélegur leikur,“ sagði Tómas Heiðar eftir leik. Heimavöllur Skallagrímsmanna, Fjósið, hefur fengið ákveðinn stimpil um að vera amasamur heimavöllur og hefur reynst mörgum erfiður eins og Stjörnunni. „Það er virkilega góð stemmning hérna og alltaf erfiður heimavöllur. Ég held að í dag sérstaklega að við réðum illa við það. Mér fannst við oft vera að æsa okkur upp og náðum bara ekki að halda rónni nógu mikið,“ sagði Tómas Heiðar.Magnús Þór: Kærkominn sigur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Skallagríms, var glaður eins og búast mátti við eftir leik. „Þetta var bara æðislegt og virkilega kærkominn sigur fyrir mig persónulega, ég hef alltaf lent í vandræðum á móti Stjörnunni en ekki í dag. Við spiluðum frábærlega og mér fannst við eiga svör við öllum þeirra leik,“ sagði Magnús brosandi. Flestir þekkja Magnús úr Keflavík eða Njarðvík en þar hefur hann spilað hvað mest yfir árin. Komandi yfir í Skallagím fyrir tímabilið þá kveðst hann ekki finna fyrir miklum mun á milli liðanna sem hann hefur spilað með. „Í rauninni er ekkert rosalega mikill munur. Áhorfendur eru brjálaðir allstaðar, í Keflaík, í Njarðvík og hérna. Þeir eru æðislegir hérna. Það vantar bara sigurhefðina hér, en núna erum við komnir með fjóra leiki í röð þannig við erum að búa hana til,“ sagði Magnús.Bein lýsing: Skallagrímur - Stjarnan
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Í beinni: Tamworth - Tottenham | Skyldusigur hjá Spurs Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti Sjá meira