47 stoðsendingar og nýtt met hjá Golden State í nótt | Sjáðu veisluna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2016 17:00 Stephen Curry þakkar fyrir eina af stoðsendingunum í nótt. Golden State Warriors er á svaka skriði í NBA-deildinni en liðið fór illa með Los Angeles Lakers í nótt. Þetta var níundi sigur Warriors-liðsins í röð og það er óhætt að segja að leikmenn GSW séu að sundurspila andstæðinga sína þessa dagana. Stephen Curry (31 stig, 9 stoðendingar), Kevin Durant (28 stig), Klay Thompson (26 stig) og Draymond Green (11 stoðsendingar, 9 fráköst) eru farnir að ná mjög vel saman og það eru ekki beint góðar fréttir fyrir mótherjana. Skytturnar þrjár voru saman með 85 stig og hittu úr 13 af 23 þriggja stiga skotum sínum. Golden State Warriors var samtals með 47 stoðsendingar í leiknum sem liðið vann með 43 stiga mun, 149-106. Liðið skoraði 80 stig í fyrri hálfleik, tapaði aðeins 10 boltum allan leikinn og hitti úr 62 prósent skota sinna. 47 stoðsendingar eru næstum því ein stoðsending á hverri mínútu en hver leikur í NBA er 48 mínútur. Hér fyrir neðan er myndband frá NBA með mörgum af þessum stoðsendingum leikmanna Golden State í nótt. Golden State liðið var með fleiri stoðsendingar í leiknum (47) en Lakers menn voru með af skotum (40). 47 stoðsendingar eru nýtt félagsmet og það mesta í NBA-deildinni síðan Phoenix Suns gaf 47 stoðsendingar 29. nóvember 1991. Golden State liðið hefur nú gefið 30 stoðsendingar í fleiri í öllum níu leikjunum ó sigurgöngunni og þeir hafa alls spilað þrettán leiki í röð með 30 stoðsendingar eða fleiri sem er NBA-met. Golden State tapaði illa fyrir San Antonio Spurs í fyrsta leik tímabilsins og svo óvænt fyrir Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna. Sá leikur var 5. nóvember en síðan hefur GSW ekki tapað leik. Golden State hefur unnið þess níu leiki frá og með 7. Nóvember með 19,2 stiga munÞessir gáfu stoðsendingar í metleiknum í nótt: Draymond Green 11 Stephen Curry 9 Kevin Durant 5 Andre Iguodala 5 Patrick McCaw 4 David West 4 Zaza Pachulia 2 Klay Thompson 2 Shaun Livingston 2 Anderson Varejao 2 Ian Clark 1The @Warriors set a new franchise record with 47 assists against the Lakers. They assisted on 47 of their 53 field goals (88.7%). pic.twitter.com/gMdhBCxRvg — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 24, 2016Warriors set a new franchise record with 47 assists tonight, the most in a game in the NBA in 25 years (11/29/91, PHO, 47 assists). — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016Golden State's 149 points & 43-point victory are both new highs against the Lakers, topping marks that were set 50 years ago (November 1966) — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016 NBA Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira
Golden State Warriors er á svaka skriði í NBA-deildinni en liðið fór illa með Los Angeles Lakers í nótt. Þetta var níundi sigur Warriors-liðsins í röð og það er óhætt að segja að leikmenn GSW séu að sundurspila andstæðinga sína þessa dagana. Stephen Curry (31 stig, 9 stoðendingar), Kevin Durant (28 stig), Klay Thompson (26 stig) og Draymond Green (11 stoðsendingar, 9 fráköst) eru farnir að ná mjög vel saman og það eru ekki beint góðar fréttir fyrir mótherjana. Skytturnar þrjár voru saman með 85 stig og hittu úr 13 af 23 þriggja stiga skotum sínum. Golden State Warriors var samtals með 47 stoðsendingar í leiknum sem liðið vann með 43 stiga mun, 149-106. Liðið skoraði 80 stig í fyrri hálfleik, tapaði aðeins 10 boltum allan leikinn og hitti úr 62 prósent skota sinna. 47 stoðsendingar eru næstum því ein stoðsending á hverri mínútu en hver leikur í NBA er 48 mínútur. Hér fyrir neðan er myndband frá NBA með mörgum af þessum stoðsendingum leikmanna Golden State í nótt. Golden State liðið var með fleiri stoðsendingar í leiknum (47) en Lakers menn voru með af skotum (40). 47 stoðsendingar eru nýtt félagsmet og það mesta í NBA-deildinni síðan Phoenix Suns gaf 47 stoðsendingar 29. nóvember 1991. Golden State liðið hefur nú gefið 30 stoðsendingar í fleiri í öllum níu leikjunum ó sigurgöngunni og þeir hafa alls spilað þrettán leiki í röð með 30 stoðsendingar eða fleiri sem er NBA-met. Golden State tapaði illa fyrir San Antonio Spurs í fyrsta leik tímabilsins og svo óvænt fyrir Los Angeles Lakers í fyrsta leik liðanna. Sá leikur var 5. nóvember en síðan hefur GSW ekki tapað leik. Golden State hefur unnið þess níu leiki frá og með 7. Nóvember með 19,2 stiga munÞessir gáfu stoðsendingar í metleiknum í nótt: Draymond Green 11 Stephen Curry 9 Kevin Durant 5 Andre Iguodala 5 Patrick McCaw 4 David West 4 Zaza Pachulia 2 Klay Thompson 2 Shaun Livingston 2 Anderson Varejao 2 Ian Clark 1The @Warriors set a new franchise record with 47 assists against the Lakers. They assisted on 47 of their 53 field goals (88.7%). pic.twitter.com/gMdhBCxRvg — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) November 24, 2016Warriors set a new franchise record with 47 assists tonight, the most in a game in the NBA in 25 years (11/29/91, PHO, 47 assists). — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016Golden State's 149 points & 43-point victory are both new highs against the Lakers, topping marks that were set 50 years ago (November 1966) — Warriors PR (@WarriorsPR) November 24, 2016
NBA Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Sjá meira