Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 10:46 Sjálfstæðisflokkur vill ekki vinna með Pírötum. Vinstri græn vilja ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum. Viðreisn vill ekki vinna með núverandi ríkisstjórnarflokkum og Píratar ekki heldur. Myndvinnsla/Garðar Staðan hefur flækst töluvert eftir að stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka var slitið í gær. Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. Tvær eiginlegar tilraunir hafa verið gerðar til stjórnarmyndunar. Annars vegar milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar og hinsvegar milli VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Báðar þessar tilraunir hafa strandað á málefnum flokkanna.Búið að útiloka marga kosti Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar lýst því yfir að flokkurinn fari ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ítrekað sagt að flokkurinn eigi ekki samleið með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að vinna með Pírötum. Raunar lítur Bjarni ekki á Pírata sem stjórnmálaflokk heldur hreyfingu sem hefur hrist upp í hlutunum, ef marka má orð hans í umræðuþætti á RÚV þann 28. október síðastliðinn. Þá hafa Píratar útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður.Ekki vitað hvort Katrín skili umboðinu Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn gætu myndað 36 þingmanna meirihluta, en samkvæmt Benedikt bæði fyrir og eftir kosningar er að ekki er vilji fyrir því innan Viðreisnar. Píratar, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað 41 þingmanna meirihluta en nokkuð ljóst er að það sé ekki á dagskrá.Þá leggur Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, til í Morgunblaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur reyni næst að mynda ríkisstjórn. Sú stjórn hefði 39 þingmanna meirihluta. Ekki er vitað hver næstu skref Katrínar Jakobsdóttur eru. Þingflokkur Vinstri grænna fundar klukkan 10:30 í dag en ekki er vitað hvort hún geri aðra tilraun til stjórnarmyndunar eða skili stjórnarmyndunarumboðinu til forseta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00 Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Staðan hefur flækst töluvert eftir að stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka var slitið í gær. Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. Tvær eiginlegar tilraunir hafa verið gerðar til stjórnarmyndunar. Annars vegar milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar og hinsvegar milli VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Báðar þessar tilraunir hafa strandað á málefnum flokkanna.Búið að útiloka marga kosti Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar lýst því yfir að flokkurinn fari ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ítrekað sagt að flokkurinn eigi ekki samleið með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að vinna með Pírötum. Raunar lítur Bjarni ekki á Pírata sem stjórnmálaflokk heldur hreyfingu sem hefur hrist upp í hlutunum, ef marka má orð hans í umræðuþætti á RÚV þann 28. október síðastliðinn. Þá hafa Píratar útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður.Ekki vitað hvort Katrín skili umboðinu Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn gætu myndað 36 þingmanna meirihluta, en samkvæmt Benedikt bæði fyrir og eftir kosningar er að ekki er vilji fyrir því innan Viðreisnar. Píratar, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað 41 þingmanna meirihluta en nokkuð ljóst er að það sé ekki á dagskrá.Þá leggur Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, til í Morgunblaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur reyni næst að mynda ríkisstjórn. Sú stjórn hefði 39 þingmanna meirihluta. Ekki er vitað hver næstu skref Katrínar Jakobsdóttur eru. Þingflokkur Vinstri grænna fundar klukkan 10:30 í dag en ekki er vitað hvort hún geri aðra tilraun til stjórnarmyndunar eða skili stjórnarmyndunarumboðinu til forseta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00 Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00
Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00
Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07