Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 10:46 Sjálfstæðisflokkur vill ekki vinna með Pírötum. Vinstri græn vilja ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum. Viðreisn vill ekki vinna með núverandi ríkisstjórnarflokkum og Píratar ekki heldur. Myndvinnsla/Garðar Staðan hefur flækst töluvert eftir að stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka var slitið í gær. Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. Tvær eiginlegar tilraunir hafa verið gerðar til stjórnarmyndunar. Annars vegar milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar og hinsvegar milli VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Báðar þessar tilraunir hafa strandað á málefnum flokkanna.Búið að útiloka marga kosti Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar lýst því yfir að flokkurinn fari ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ítrekað sagt að flokkurinn eigi ekki samleið með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að vinna með Pírötum. Raunar lítur Bjarni ekki á Pírata sem stjórnmálaflokk heldur hreyfingu sem hefur hrist upp í hlutunum, ef marka má orð hans í umræðuþætti á RÚV þann 28. október síðastliðinn. Þá hafa Píratar útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður.Ekki vitað hvort Katrín skili umboðinu Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn gætu myndað 36 þingmanna meirihluta, en samkvæmt Benedikt bæði fyrir og eftir kosningar er að ekki er vilji fyrir því innan Viðreisnar. Píratar, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað 41 þingmanna meirihluta en nokkuð ljóst er að það sé ekki á dagskrá.Þá leggur Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, til í Morgunblaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur reyni næst að mynda ríkisstjórn. Sú stjórn hefði 39 þingmanna meirihluta. Ekki er vitað hver næstu skref Katrínar Jakobsdóttur eru. Þingflokkur Vinstri grænna fundar klukkan 10:30 í dag en ekki er vitað hvort hún geri aðra tilraun til stjórnarmyndunar eða skili stjórnarmyndunarumboðinu til forseta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00 Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Staðan hefur flækst töluvert eftir að stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka var slitið í gær. Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. Tvær eiginlegar tilraunir hafa verið gerðar til stjórnarmyndunar. Annars vegar milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar og hinsvegar milli VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Báðar þessar tilraunir hafa strandað á málefnum flokkanna.Búið að útiloka marga kosti Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar lýst því yfir að flokkurinn fari ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ítrekað sagt að flokkurinn eigi ekki samleið með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að vinna með Pírötum. Raunar lítur Bjarni ekki á Pírata sem stjórnmálaflokk heldur hreyfingu sem hefur hrist upp í hlutunum, ef marka má orð hans í umræðuþætti á RÚV þann 28. október síðastliðinn. Þá hafa Píratar útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður.Ekki vitað hvort Katrín skili umboðinu Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn gætu myndað 36 þingmanna meirihluta, en samkvæmt Benedikt bæði fyrir og eftir kosningar er að ekki er vilji fyrir því innan Viðreisnar. Píratar, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað 41 þingmanna meirihluta en nokkuð ljóst er að það sé ekki á dagskrá.Þá leggur Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, til í Morgunblaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur reyni næst að mynda ríkisstjórn. Sú stjórn hefði 39 þingmanna meirihluta. Ekki er vitað hver næstu skref Katrínar Jakobsdóttur eru. Þingflokkur Vinstri grænna fundar klukkan 10:30 í dag en ekki er vitað hvort hún geri aðra tilraun til stjórnarmyndunar eða skili stjórnarmyndunarumboðinu til forseta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00 Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00
Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00
Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07