Peningalegur ómöguleiki Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Við lifum óvenjulega tíma, það er góðæri, lág verðbólga og verðbólguvæntingar, kaupmáttur hefur sjaldan verið meiri, sparnaður eykst og útlit er fyrir áframhaldandi hagvöxt. Á sama tíma og flest ríki Evrópu glíma enn við veikan efnahagsbata erum við komin inn á sjötta ár þessa hagvaxtarskeiðs. Við skerum okkur úr. Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumarkmiði þar sem meginmarkmiðið er að halda ársverðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því haldist talsvert undir skilgreindu markmiði, verðbólgan hefur með öðrum orðum verið of lág. Seðlabankinn hefur á þessum tíma kerfisbundið spáð hærri verðbólgu en raungerst hefur og því viðhaldið hærra raunvaxtastigi en ætlunin var. Nú er svo komið að raunvextir eru nánast hvergi hærri en á Íslandi og hafa verið hátt í 4% að meðaltali frá ársbyrjun 2014. Við skerum okkur úr. Á vaxtaákvörðunarfundi þann 16. nóvember sl. birti Seðlabankinn spá um verðbólgu, spá sem lögð er til grundvallar vaxtaákvörðunum, en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði áfram undir markmiði fram á seinni árshelming 2018. Þrátt fyrir horfur á lágri verðbólgu og verðbólguvæntingar í markmiði töldu nefndarmenn ekki tilefni til vaxtalækkunar vegna hættu á vaxandi spennu í hagkerfinu. Hvað gerist þegar góðærinu lýkur og efnahagsslaki myndast á ný, krónan veikist og verðbólguhorfur versna, munu vextir þá lækka? Leyfum okkur að efast um það. Það virðist sem hér ríki peningalegur ómöguleiki. Vextir hér á landi þurfa að haldast háir sama hvað á gengur. Hávaxtastefna Seðlabankans dregur úr fjárfestingu í landinu, dregur úr hvata til nýsköpunar og ýtir undir efnahagslegt ójafnvægi þar sem gengisstyrking krónunnar færir neyslu úr landi. Það átti við fyrir hrun og á enn við í dag. Þessi hliðaráhrif er lítið rætt um á vaxtákvörðunarfundum. Það er ekki nauðsynlegt að vera eitt mesta hávaxtaríki heims. Ef ekki er hægt að lækka vexti núna hvenær þá?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við lifum óvenjulega tíma, það er góðæri, lág verðbólga og verðbólguvæntingar, kaupmáttur hefur sjaldan verið meiri, sparnaður eykst og útlit er fyrir áframhaldandi hagvöxt. Á sama tíma og flest ríki Evrópu glíma enn við veikan efnahagsbata erum við komin inn á sjötta ár þessa hagvaxtarskeiðs. Við skerum okkur úr. Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumarkmiði þar sem meginmarkmiðið er að halda ársverðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því haldist talsvert undir skilgreindu markmiði, verðbólgan hefur með öðrum orðum verið of lág. Seðlabankinn hefur á þessum tíma kerfisbundið spáð hærri verðbólgu en raungerst hefur og því viðhaldið hærra raunvaxtastigi en ætlunin var. Nú er svo komið að raunvextir eru nánast hvergi hærri en á Íslandi og hafa verið hátt í 4% að meðaltali frá ársbyrjun 2014. Við skerum okkur úr. Á vaxtaákvörðunarfundi þann 16. nóvember sl. birti Seðlabankinn spá um verðbólgu, spá sem lögð er til grundvallar vaxtaákvörðunum, en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði áfram undir markmiði fram á seinni árshelming 2018. Þrátt fyrir horfur á lágri verðbólgu og verðbólguvæntingar í markmiði töldu nefndarmenn ekki tilefni til vaxtalækkunar vegna hættu á vaxandi spennu í hagkerfinu. Hvað gerist þegar góðærinu lýkur og efnahagsslaki myndast á ný, krónan veikist og verðbólguhorfur versna, munu vextir þá lækka? Leyfum okkur að efast um það. Það virðist sem hér ríki peningalegur ómöguleiki. Vextir hér á landi þurfa að haldast háir sama hvað á gengur. Hávaxtastefna Seðlabankans dregur úr fjárfestingu í landinu, dregur úr hvata til nýsköpunar og ýtir undir efnahagslegt ójafnvægi þar sem gengisstyrking krónunnar færir neyslu úr landi. Það átti við fyrir hrun og á enn við í dag. Þessi hliðaráhrif er lítið rætt um á vaxtákvörðunarfundum. Það er ekki nauðsynlegt að vera eitt mesta hávaxtaríki heims. Ef ekki er hægt að lækka vexti núna hvenær þá?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun