Birkir byrjaði í Búlgaríu | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. nóvember 2016 22:15 Birkir í baráttunni í leiknum í kvöld. vísir/epa Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel sem gerði markalaust jafntefli við Ludogorets á útivelli í A-riðli. Birkir var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Basel er í fjórða og neðsta sæti riðilsins og þarf að ná betri úrslitum en Ludogorets í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í Evrópudeildina eftir áramót.Í hinum leik riðilsins gerðu Arsenal og Paris Saint-Germain 2-2 jafntefli á Emirates vellinum. Bæði Arsenal og PSG eru komin áfram en það ræðst í lokaumferðinni hvort þeirra vinnur riðilinn. Mesta spennan er í B-riðli en fyrir lokaumferðina eiga þrjú lið möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Besiktas náði í stig gegn Benfica, þrátt fyrir að hafa lent 0-3 undir eftir hálftíma leik. Tyrkirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu með þremur mörkum í seinni hálfleik. Napoli og Dynamo Kiev gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. Benfica er með átta stig í 1. sæti riðilsins, jafn mörg og Napoli sem er í 2. sæti. Besiktas er í 3. sætinu með sjö stig en Dynamo Kiev í því fjórða með tvö stig. Í lokaumferðinni tekur Benfica á móti Napoli og Besiktas sækir Dynamo Kiev heim. Lokastaðan í C-riðli liggur fyrir eftir leiki kvöldsins.Barcelona vann 0-2 sigur á Celtic og tryggði sér þar með sigur í riðlinum. Celticn endar í 4. sætinu.Manchester City tekur 2. sætið en liðið gerði 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í kvöld. Þótt það gangi brösuglega hjá Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni gengur liðinu allt í haginn í Meistaradeildinni. Strákarnir hans Diego Simeone unnu 2-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld og hafa þar með unnið alla fimm leiki sína í D-riðli. Kevin Gameiro og Antonie Griezmann skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Atlético Madrid er með fullt hús stiga (15) á toppi riðilsins.Í hinum leik riðilsins vann Rostov sögulegan 3-2 sigur á Bayern München. Bayern endar í 2. sæti riðilsins og Rostov í því þriðja og fer þar með í Evrópudeildina. PSV rekur lestina með aðeins eitt stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Arsenal 2-2 PSG 0-1 Edinson Cavani (18.), 1-1 Olivier Giroud, víti (45+1.), 2-1 Marco Veratti, sjálfsmark (60.), 2-2 Lucas Moura (77.).Ludogorets 0-0 BaselB-riðill:Besiktas 3-3 Benfica 0-1 Goncalo Guedes (10.), 0-2 Nélson Semedo (25.), 0-3 Ljubomir Fejsa (31.), 1-3 Cenk Tosun (58.), 2-3 Ricardo Quaresma (83.), 3-3 Vincent Aboubakar (89.).Napoli 0-0 Dynamo KievC-riðill:Celtic 0-2 Barcelona 0-1 Lionel Messi (24.), 0-2 Messi, víti (55.).Gladbach 1-1 Man City 1-0 Raffael (23.), 1-1 David Silva (45+1.).Rauð spjöld: Lars Stindl, Gladbach (51.), Fernandinho, Man City (63.).D-riðill:Rostov 3-2 Bayern München 0-1 Douglas Costa (35.), 1-1 Sardar Azmoun (44.), 2-1 Dmitri Poloz, víti (49.), 2-2 Juan Bernat (52.), 3-2 Christian Noboa (66.).Atlético Madrid 2-0 PSV 1-0 Kevin Gameiro (55.), 2-0 Antoine Griezmann (66.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Basel sem gerði markalaust jafntefli við Ludogorets á útivelli í A-riðli. Birkir var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Basel er í fjórða og neðsta sæti riðilsins og þarf að ná betri úrslitum en Ludogorets í lokaumferð riðlakeppninnar til að komast í Evrópudeildina eftir áramót.Í hinum leik riðilsins gerðu Arsenal og Paris Saint-Germain 2-2 jafntefli á Emirates vellinum. Bæði Arsenal og PSG eru komin áfram en það ræðst í lokaumferðinni hvort þeirra vinnur riðilinn. Mesta spennan er í B-riðli en fyrir lokaumferðina eiga þrjú lið möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslit. Besiktas náði í stig gegn Benfica, þrátt fyrir að hafa lent 0-3 undir eftir hálftíma leik. Tyrkirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu með þremur mörkum í seinni hálfleik. Napoli og Dynamo Kiev gerðu markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins. Benfica er með átta stig í 1. sæti riðilsins, jafn mörg og Napoli sem er í 2. sæti. Besiktas er í 3. sætinu með sjö stig en Dynamo Kiev í því fjórða með tvö stig. Í lokaumferðinni tekur Benfica á móti Napoli og Besiktas sækir Dynamo Kiev heim. Lokastaðan í C-riðli liggur fyrir eftir leiki kvöldsins.Barcelona vann 0-2 sigur á Celtic og tryggði sér þar með sigur í riðlinum. Celticn endar í 4. sætinu.Manchester City tekur 2. sætið en liðið gerði 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í kvöld. Þótt það gangi brösuglega hjá Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni gengur liðinu allt í haginn í Meistaradeildinni. Strákarnir hans Diego Simeone unnu 2-0 sigur á PSV Eindhoven í kvöld og hafa þar með unnið alla fimm leiki sína í D-riðli. Kevin Gameiro og Antonie Griezmann skoruðu mörkin í seinni hálfleik. Atlético Madrid er með fullt hús stiga (15) á toppi riðilsins.Í hinum leik riðilsins vann Rostov sögulegan 3-2 sigur á Bayern München. Bayern endar í 2. sæti riðilsins og Rostov í því þriðja og fer þar með í Evrópudeildina. PSV rekur lestina með aðeins eitt stig.Úrslit kvöldsins:A-riðill:Arsenal 2-2 PSG 0-1 Edinson Cavani (18.), 1-1 Olivier Giroud, víti (45+1.), 2-1 Marco Veratti, sjálfsmark (60.), 2-2 Lucas Moura (77.).Ludogorets 0-0 BaselB-riðill:Besiktas 3-3 Benfica 0-1 Goncalo Guedes (10.), 0-2 Nélson Semedo (25.), 0-3 Ljubomir Fejsa (31.), 1-3 Cenk Tosun (58.), 2-3 Ricardo Quaresma (83.), 3-3 Vincent Aboubakar (89.).Napoli 0-0 Dynamo KievC-riðill:Celtic 0-2 Barcelona 0-1 Lionel Messi (24.), 0-2 Messi, víti (55.).Gladbach 1-1 Man City 1-0 Raffael (23.), 1-1 David Silva (45+1.).Rauð spjöld: Lars Stindl, Gladbach (51.), Fernandinho, Man City (63.).D-riðill:Rostov 3-2 Bayern München 0-1 Douglas Costa (35.), 1-1 Sardar Azmoun (44.), 2-1 Dmitri Poloz, víti (49.), 2-2 Juan Bernat (52.), 3-2 Christian Noboa (66.).Atlético Madrid 2-0 PSV 1-0 Kevin Gameiro (55.), 2-0 Antoine Griezmann (66.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Sjá meira