Ívar kom Ungverjum mikið á óvart en á hann ás upp í erminni fyrir kvöldið? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 16:00 Ívar Ásgrímsson. Mynd/S2/Böddi Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar í kvöld sjötta og síðasta leik sinn í undankeppni EM 2017. Landsliðsþjálfarinn Ívar Ásgrímsson hefur nánast þurft að setja saman nýtt lið vegna allar forfallanna. „Við þurfum að laga nokkra hluti. Sérstaklega þurfum við að passa upp á boltann. Við vorum með 33 tapaða bolta úti. Það er hluti sem við þurfum að laga því það er ljóst að ef við töpum mörgum boltum þá verður þetta mjög erfitt,“ sagði Ívar Ásgrímsson, eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær. „Við þurfum líka að fá einhvern til að taka af skarið sóknarlega og skora fyrir okkur. Okkur vantar einhvern sem getur skorað 20 stig. Það var erfitt á móti Slóvökum því þær voru það stórar að þær gátu rekið mikið niður og við áttum í erfiðleikum með að fara inn í teig,“ sagði Ívar Ásgrímsson „Portúgalar eru líka með stóra leikmenn en ekki með alveg eins stóra og Slóvakarnir. Þetta verður því aðeins auðveldara þannig séð,“ sagði Ívar. „Við höfum verið að fara yfir ýmsa hluti sem við höfum ekki verið að nota áður í keppninni. Við ætlum að reyna að koma aðeins á óvart í þessu leik. Við erum búin að vera að einbeita okkur að þessum leik við Portúgal og það hefur kannski háð okkur líka í Slóvakíu og að við höfum verið að einbeita okkur dálítið mikið að Portúgölum,“ sagði Ívar „Við vissum að þetta yrði mjög erfitt í Slóvakíu. Þetta var kannski fullstórt tap en um leið var þetta reynsla og kjaftshögg. Það vilja allir í liðinu gera miklu betur og sýna sitt rétta andlit ,“ sagði Ívar. Hann setti Helenu Sverrisdóttur inn í teig fyrir sigurleikinn á móti Ungverjalandi í febrúar. Íslenska liðið byrjaði þá frábærlega og virtist koma ungverska liðinu mikið á óvart. „Það kom Ungverjum á óvart og þær náðu aldrei að koma til baka eftir það. Við höfum ekki þessi vopn í sókninni núna eins og við vorum með. Á móti kemur að við erum með fljóta leikmenn sem eiga að geta spilað grimmt. Við ætlum að reyna að nýta okkur það í byrjun og reyna að koma Portúgölum á óvart strax í byrjun,“ sagði Ívar. Hvað myndi það þýða fyrir íslenska liðið að ná þriðja sætinu í riðlinum? „Það gæfi öllum sjálfstraust og trú á það verkefni sem við erum með í gangi. Aðalmálið er að við náum góðum leik og náum að spila góðan bolta. Við þurfum að sýna að við séum að læra og að þróa okkar leik,“ sagði Ívar. Það vantar marga reynslubolta og nú síðast datt Pálína Gunnlaugsdóttir út vegna meiðsla. „Pálína er baráttujaxl og mikill leiðtogi inn á velli. Hún hitti líka vel fyrir utan. Auðvitað veikir það liðið því enn einn byrjunarliðsmaðurinn er að detta út. Það má segja að við höfum bara tvo eftir af þeim hafa verið að spila eitthvað. Það koma nýjar í staðinn og þetta er bara eitthvað sem er í gangi hjá öllum liðum. Það er alltaf einhver að detta út. Við þurfum bara að vinna úr því,“ sagði Ívar. Leikur Íslands og Portúgals fer fram í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 19.30 í kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar í kvöld sjötta og síðasta leik sinn í undankeppni EM 2017. Landsliðsþjálfarinn Ívar Ásgrímsson hefur nánast þurft að setja saman nýtt lið vegna allar forfallanna. „Við þurfum að laga nokkra hluti. Sérstaklega þurfum við að passa upp á boltann. Við vorum með 33 tapaða bolta úti. Það er hluti sem við þurfum að laga því það er ljóst að ef við töpum mörgum boltum þá verður þetta mjög erfitt,“ sagði Ívar Ásgrímsson, eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær. „Við þurfum líka að fá einhvern til að taka af skarið sóknarlega og skora fyrir okkur. Okkur vantar einhvern sem getur skorað 20 stig. Það var erfitt á móti Slóvökum því þær voru það stórar að þær gátu rekið mikið niður og við áttum í erfiðleikum með að fara inn í teig,“ sagði Ívar Ásgrímsson „Portúgalar eru líka með stóra leikmenn en ekki með alveg eins stóra og Slóvakarnir. Þetta verður því aðeins auðveldara þannig séð,“ sagði Ívar. „Við höfum verið að fara yfir ýmsa hluti sem við höfum ekki verið að nota áður í keppninni. Við ætlum að reyna að koma aðeins á óvart í þessu leik. Við erum búin að vera að einbeita okkur að þessum leik við Portúgal og það hefur kannski háð okkur líka í Slóvakíu og að við höfum verið að einbeita okkur dálítið mikið að Portúgölum,“ sagði Ívar „Við vissum að þetta yrði mjög erfitt í Slóvakíu. Þetta var kannski fullstórt tap en um leið var þetta reynsla og kjaftshögg. Það vilja allir í liðinu gera miklu betur og sýna sitt rétta andlit ,“ sagði Ívar. Hann setti Helenu Sverrisdóttur inn í teig fyrir sigurleikinn á móti Ungverjalandi í febrúar. Íslenska liðið byrjaði þá frábærlega og virtist koma ungverska liðinu mikið á óvart. „Það kom Ungverjum á óvart og þær náðu aldrei að koma til baka eftir það. Við höfum ekki þessi vopn í sókninni núna eins og við vorum með. Á móti kemur að við erum með fljóta leikmenn sem eiga að geta spilað grimmt. Við ætlum að reyna að nýta okkur það í byrjun og reyna að koma Portúgölum á óvart strax í byrjun,“ sagði Ívar. Hvað myndi það þýða fyrir íslenska liðið að ná þriðja sætinu í riðlinum? „Það gæfi öllum sjálfstraust og trú á það verkefni sem við erum með í gangi. Aðalmálið er að við náum góðum leik og náum að spila góðan bolta. Við þurfum að sýna að við séum að læra og að þróa okkar leik,“ sagði Ívar. Það vantar marga reynslubolta og nú síðast datt Pálína Gunnlaugsdóttir út vegna meiðsla. „Pálína er baráttujaxl og mikill leiðtogi inn á velli. Hún hitti líka vel fyrir utan. Auðvitað veikir það liðið því enn einn byrjunarliðsmaðurinn er að detta út. Það má segja að við höfum bara tvo eftir af þeim hafa verið að spila eitthvað. Það koma nýjar í staðinn og þetta er bara eitthvað sem er í gangi hjá öllum liðum. Það er alltaf einhver að detta út. Við þurfum bara að vinna úr því,“ sagði Ívar. Leikur Íslands og Portúgals fer fram í Laugardalshöllinni og hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira