Gunnhildur: Finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 15:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Mynd/S2/Böddi Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er sannfærð um að hún og stelpurnar nái að hrista af sér tapið út í Slóvakíu á laugardaginn. „Við erum spenntar fyrir þessum leik. Við fengum skell á laugardaginn og erum staðráðnar í því að gera betur á morgun (í kvöld),“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið tapaði með 46 stigum út í Slóvakíu um helgina en hvað klikkaði í þeim leik? „Ég held bara að við höfum mætt liði sem er miklu miklu betra en við. Við áttum erfitt í sókninni. Þær eru stórar og það er sama hvað við við vorum að reyna á móti þeim inn í teig því það gekk ekki neitt að stoppa þær,“ sagði Gunnhildur. „Við hittum líka illa fyrir utan og töpuðum alltof mikið af boltum. Það gekk bara ekkert upp hjá okkur,“ sagði Gunnhildur. Framundna er úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum á móti Portúgal. Fyrri leikurinn tapaðist úti en þá áttu íslensku stelpurnar ekki góðan leik. „Við erum bara spenntar og tilbúnar í verkefnið á morgun. Mér finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi á laugardaginn,“ sagði Gunnhildur. Íslenska liðið hefur misst marga leikmenn frá því í Evrópukeppninni í fyrra og þar á meðal eru byrjunarliðsmenn eins og Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Sú síðasta til að detta út var Pálína Gunnlaugsdóttir sem meiddist í leiknum á laugardaginn. „Okkur vantar marga góða leikmenn en í stað þeirra eru margir góðir leikmenn að koma inn. Það tekur tíma fyrir okkur að spila okkur saman og læra á hverja aðra. Slóvakarnir voru líka með betra lið núna en í fyrra en fyrir mér er þessi leikur á móti Slóvakíu bara búinn,“ sagði Gunnhildur. „Við förum inn í leikinn til að vinna,“ sagði Gunnhildur og það gerðu þær í síðasta leik á móti Ungverjum í febrúar. „Ætlum við horfum ekki bara á hann í kvöld,“ segir Gunnhildur hlæjandi. „Ungverjaleikurinn var einstakur og þetta var þvílíkur sigur og góður leikur. Ég vona bara að við náum að rífa upp stemmninguna á morgun (í dag) og fylla höllina,“ sagði Gunnhildur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er sannfærð um að hún og stelpurnar nái að hrista af sér tapið út í Slóvakíu á laugardaginn. „Við erum spenntar fyrir þessum leik. Við fengum skell á laugardaginn og erum staðráðnar í því að gera betur á morgun (í kvöld),“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið tapaði með 46 stigum út í Slóvakíu um helgina en hvað klikkaði í þeim leik? „Ég held bara að við höfum mætt liði sem er miklu miklu betra en við. Við áttum erfitt í sókninni. Þær eru stórar og það er sama hvað við við vorum að reyna á móti þeim inn í teig því það gekk ekki neitt að stoppa þær,“ sagði Gunnhildur. „Við hittum líka illa fyrir utan og töpuðum alltof mikið af boltum. Það gekk bara ekkert upp hjá okkur,“ sagði Gunnhildur. Framundna er úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum á móti Portúgal. Fyrri leikurinn tapaðist úti en þá áttu íslensku stelpurnar ekki góðan leik. „Við erum bara spenntar og tilbúnar í verkefnið á morgun. Mér finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi á laugardaginn,“ sagði Gunnhildur. Íslenska liðið hefur misst marga leikmenn frá því í Evrópukeppninni í fyrra og þar á meðal eru byrjunarliðsmenn eins og Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Sú síðasta til að detta út var Pálína Gunnlaugsdóttir sem meiddist í leiknum á laugardaginn. „Okkur vantar marga góða leikmenn en í stað þeirra eru margir góðir leikmenn að koma inn. Það tekur tíma fyrir okkur að spila okkur saman og læra á hverja aðra. Slóvakarnir voru líka með betra lið núna en í fyrra en fyrir mér er þessi leikur á móti Slóvakíu bara búinn,“ sagði Gunnhildur. „Við förum inn í leikinn til að vinna,“ sagði Gunnhildur og það gerðu þær í síðasta leik á móti Ungverjum í febrúar. „Ætlum við horfum ekki bara á hann í kvöld,“ segir Gunnhildur hlæjandi. „Ungverjaleikurinn var einstakur og þetta var þvílíkur sigur og góður leikur. Ég vona bara að við náum að rífa upp stemmninguna á morgun (í dag) og fylla höllina,“ sagði Gunnhildur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22
Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00
Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30