Trump kynnir fyrstu aðgerðir sínar Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar næstkomandi. Nordicphotos/AFP Vísir/AFP Donald Trump hefur, bæði fyrir og eftir forsetakosningar, sent frá sér ýmsar yfirlýsingar um það hver verði fyrstu verk hans í embætti. Þar á meðal ætlar hann að draga Bandaríkin út úr fjölþjóðlegum fríverslunarsamningum á borð við TPP og NAFTA. Einnig segist hann staðráðinn í að ryðja hindrunum úr vegi orkufyrirtækja, meðal annars þeirra sem vilja stunda bergbrot og kolanám. „Þetta er það sem við viljum og þetta er það sem við höfum beðið eftir,“ segir hann um þessi áherslumál. Þá ætlar hann að einfalda stjórnkerfi Bandaríkjanna og tryggja að fyrrverandi embættismenn geti ekki ráðið sig í hagsmunagæslu á vegum fyrirtækja eða erlendra ríkja. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá CNN telja 53 prósent Bandaríkjamanna að hann muni standa sig vel, eða sæmilega vel, sem forseti. Þá segjast 40 prósent hafa mikla trú á að hann standi sig vel í efnahagsmálum. CNN bendir á að Trump njóti að þessu leyti meiri stuðnings en Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan áður en þeir tóku við embætti í fyrsta sinn. Samkvæmt annarri skoðanakönnun, á vegum Pew Research, eru Bandaríkjamenn hins vegar mun svartsýnni á samskipti hvítra og svartra heldur en þeir voru fyrir átta árum, þegar Barack Obama var að búa sig undir að taka við í Hvíta húsinu. Um 46 prósent þeirra telja að samskipti hópanna muni versna, og sérstaklega óttast þeldökkir íbúar þetta því 74 prósent þeirra segjast telja að samskiptin muni versna. Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi og lofar að láta hendur standa fram úr ermum strax frá fyrsta degi. Í lok október birti hann á vefsíðu sinni svokallaðan samning við þjóðina um verk sín fyrstu hundrað dagana í embætti. Á mánudag birti hann svo myndband á YouTube þar sem hann telur upp nokkur þeirra mála sem hann ætlar að vinda sér í strax fyrsta daginn. Listinn frá því í október er töluvert ítarlegri, en þar kemur meðal annars fram að hann ætli að leggja niður fjárframlög Bandaríkjanna til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna og leggja niður ýmsar bandarískar reglur um umhverfisvernd. Hann ætlar einnig að loka á innflytjendur frá heimshlutum þar sem „tilhneiging er til hryðjuverka“ og senda úr landi ólöglega innflytjendur sem hafa brotið lög í Bandaríkjunum. Hér er einungis fátt eitt talið, en Trump þarf samþykki þingsins fyrir sumum þessara aðgerða. Aðrar getur hann þó ákveðið upp á eigin spýtur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Örnefnin beina kastljósinu að Akranesi og nærsveitum. 22. nóvember 2016 19:57 Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadala á degi hverjum. 22. nóvember 2016 11:57 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Donald Trump hefur, bæði fyrir og eftir forsetakosningar, sent frá sér ýmsar yfirlýsingar um það hver verði fyrstu verk hans í embætti. Þar á meðal ætlar hann að draga Bandaríkin út úr fjölþjóðlegum fríverslunarsamningum á borð við TPP og NAFTA. Einnig segist hann staðráðinn í að ryðja hindrunum úr vegi orkufyrirtækja, meðal annars þeirra sem vilja stunda bergbrot og kolanám. „Þetta er það sem við viljum og þetta er það sem við höfum beðið eftir,“ segir hann um þessi áherslumál. Þá ætlar hann að einfalda stjórnkerfi Bandaríkjanna og tryggja að fyrrverandi embættismenn geti ekki ráðið sig í hagsmunagæslu á vegum fyrirtækja eða erlendra ríkja. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá CNN telja 53 prósent Bandaríkjamanna að hann muni standa sig vel, eða sæmilega vel, sem forseti. Þá segjast 40 prósent hafa mikla trú á að hann standi sig vel í efnahagsmálum. CNN bendir á að Trump njóti að þessu leyti meiri stuðnings en Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan áður en þeir tóku við embætti í fyrsta sinn. Samkvæmt annarri skoðanakönnun, á vegum Pew Research, eru Bandaríkjamenn hins vegar mun svartsýnni á samskipti hvítra og svartra heldur en þeir voru fyrir átta árum, þegar Barack Obama var að búa sig undir að taka við í Hvíta húsinu. Um 46 prósent þeirra telja að samskipti hópanna muni versna, og sérstaklega óttast þeldökkir íbúar þetta því 74 prósent þeirra segjast telja að samskiptin muni versna. Trump verður forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi og lofar að láta hendur standa fram úr ermum strax frá fyrsta degi. Í lok október birti hann á vefsíðu sinni svokallaðan samning við þjóðina um verk sín fyrstu hundrað dagana í embætti. Á mánudag birti hann svo myndband á YouTube þar sem hann telur upp nokkur þeirra mála sem hann ætlar að vinda sér í strax fyrsta daginn. Listinn frá því í október er töluvert ítarlegri, en þar kemur meðal annars fram að hann ætli að leggja niður fjárframlög Bandaríkjanna til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna og leggja niður ýmsar bandarískar reglur um umhverfisvernd. Hann ætlar einnig að loka á innflytjendur frá heimshlutum þar sem „tilhneiging er til hryðjuverka“ og senda úr landi ólöglega innflytjendur sem hafa brotið lög í Bandaríkjunum. Hér er einungis fátt eitt talið, en Trump þarf samþykki þingsins fyrir sumum þessara aðgerða. Aðrar getur hann þó ákveðið upp á eigin spýtur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Örnefnin beina kastljósinu að Akranesi og nærsveitum. 22. nóvember 2016 19:57 Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadala á degi hverjum. 22. nóvember 2016 11:57 Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Væri frekar ef einhver á Akranesi líktist Trump Örnefnin beina kastljósinu að Akranesi og nærsveitum. 22. nóvember 2016 19:57
Gríðarhár kostnaður við að tryggja öryggi Trump-fjölskyldunnar Verðmiði New York borgar við að tryggja öryggi fjölskyldu Donald Trump er nú um milljón Bandaríkjadala á degi hverjum. 22. nóvember 2016 11:57
Trump hyggst draga Bandaríkin úr fríverslunarsamstarfi Kyrrahafsríkja Donald Trump hefur gagnrýnt TPP-samninginn harðlega og segir hann bitna á atvinnulífinu í Bandaríkjunum. 22. nóvember 2016 08:27